Lífið

Missti 8 kg í fjarþjálfun

Ellý Ármanns skrifar
"Ég keppti árið 2011 í fyrsta skipti bara til að kynnast íþróttinni en mig hefur alltaf langað til að keppa aftur en ekki fundist ég vera tilbúin fyrr enn núna. í millitíðinni mætti ég sex sinnum á lyftingaræfingar í viku en borðaði samt aldrei í samræmi við það," segir Hildur Einarsdóttir 22 ára hárgreiðslunemi og leikskólaleiðbeinandi sem keppti í Íslandsmótinu í Fitness í síðustu viku.

Margrét Gnarr þjálfari

"Margrét Edda Gnarr var þjálfarinn minn. Þjálfunin fór fram í gegnum netið enn á tveggja vikna fresti hittumst við, hún mældi mig og við æfðum pósur. Ég byrjaði í niðurskurði í byrjun janúar. Niðurskurður og æfingarprógröm urðu meira krefjandi því styttra sem leið á mótið. Áhersla var mjög góð og ég lagði allt mitt traust á Margréti og hún stóð undir öllum væntingum og gerði alltaf sitt allra besta til þess að mér liði sem best og hafði æfingarnar alltaf meira og meira krefjandi," segir Hildur þegar talið berst að undibúningnum og hennar samstarfi við þjálfarann.

Gekk sátt frá mótinu

"Ég og Margrét ræddum saman og gerðum raunhæft markmið sem hægt var að ná fyrir mót og náði markmiðinu og betur en það. Á mótsdag var markmiðið mitt að standa mig vel á sviðinu sem ég tel mig hafa gert og geng því sátt frá þessu móti," segir Hildur þegar talið berst að fitness mótinu sem fram fór í Háskólabíó.

MYND/Kristján Freyr
"Markmiðið var að ná niður í vissa fitu % fyrir mót og standa mig vel á sviðinu. Ég missti 8,4 kiló og 8,3 % af fitu á 16 vikum."

Stuðningurinn mikilvægur

"Ég vil líka það komi fram að ég er rosalega þakklát systur minni sem heitir Hjördís Ósk Einarsdóttir en hún gerði neglunar og förðunina á mig. Svo vil ég þakka fjölskyldu og kærastanum mínum fyrir allan þann stuðning og skilning sem þau hafa sýnt mér," segir Hildur að lokum.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×