Allt er leyfilegt í uppistandi Sara McMahon skrifar 5. apríl 2013 07:00 Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn koma fram á sýningunni Kanada Ísland Noregur. fréttablaðið/Stefán Grínistarnir Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn sameina krafta sína á uppistandssýningu sem ber heitið Kanada Ísland Noregur. Fyrri sýningin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og sú seinni í menningarsetrinu Hofi á Akureyri annað kvöld. Blaðamaður Fréttablaðsins var svo lukkulegur að hefja síðasta miðvikudagsmorgun í samlæti manna sem hafa það að atvinnu að kitla hláturtaugar fólks. Um leið og grínistarnir höfðu pantað sér morgunverð hófst yfirheyrslan. Hvernig hófst ferill ykkar sem uppistandarar? Craig: „Minn hófst út frá örvæntingu einni saman. Ég var um átján ára gamall þegar ég byrjaði og þá voru mjög fáir í uppistandi, ólíkt því sem er í dag. Það vantaði alltaf einhvern til að koma fram og við grínuðumst oft með það að einu kröfurnar í uppistandið væru þær að þú kynnir að keyra beinskiptan bíl." Jonas: „Ég fór með vini mínum á sýningu upp úr aldamótum og grínistarnir voru hræðilega ófyndnir. Ég hugsaði með mér: Ég get þetta! Ég get verið alveg jafn ófyndinn og þeir." Til að byrja með var ég duglegur að hringja í hina og þessa og bauðst til að hita upp fyrir þá frítt. Þetta vatt svo upp á sig og á endanum var þetta orðin aukavinnan mín samhliða læknanáminu. Nú er læknisstarfið aukavinna meðfram uppistandinu." Ætlast fólk til þess að þið séuð stöðugt að reyta af ykkur brandarana? Jonas: „Ég upplifi það stundum. Þegar ég var í jarðarför ömmu minnar sagði ég nokkur minningarorð um hana í kirkjunni. Eftir athöfnina frétti ég af því að eftir ræðuna hefði afi snúið sér að frænda mínum og sagt: „Mér fannst þetta nú bara ekkert fyndið hjá honum." Hver er versta martröð uppistandarans? Er það að standa í sviðsljósinu og átta sig á því að enginn hlær að brandaranum? Jonas: „Lélegt hljóðkerfi er mun verra. Það er ekki hægt að redda sér úr því." Craig: „Mín versta martröð er að komast ekki á staðinn. Það gerðist síðast þegar ég átti að koma fram á sýningu í Skotlandi ásamt Frankie Boyle en komst ekki sökum fannfergis. Flugvöllum var lokað og ég komst ekki lengra norður en til Manchester og sat einn yfir kvöldmatnum um það leyti sem sýningin átti að byrja. Sem Kanadamanni fannst mér að ég hefði átt að komast á leiðarenda þrátt fyrir snjóinn og mér leið alveg bölvanlega. Finnst ykkur fyndni vera breytileg frá landi til lands eða eins alls staðar? Craig: „Mér finnst mikill munur á húmor í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bretlandi snýst fyndnin meira um það sem þú segir ekki, frekar en það sem þú segir. Ég kalla það stundum „wink-wink, nudge-nudge" húmor." Finnst ykkur leyfilegt að gera grín að öllu? Jonas: „Ég held að ef brandarinn sé fyndinn, þá mundi ég taka hann. Ég tók fyrir atburðinn á Úteyju nokkrum mánuðum eftir að það gerðist og það spratt upp mikil umræða í samfélaginu í kjölfar þess. Fólk velti því mikið fyrir sér hvort þetta mætti eða ekki. Craig: „Boð og bönn takmarka húmor að mínu mati. Þegar ég byrjaði fyrst í uppistandi var mér sagt að það væru engar reglur í uppistandi; allt væri leyfilegt." Ari: „Ég held að ef uppistandarinn þarf stanslaust að passa sig, þá líður „settið" fyrir það." Craig: „Hvað má og hvað ekki má er mikið rætt á meðal uppistandara í dag, sérstaklega þegar kemur að trúarbrögðum. Einhver sagði eitt sinn að list verður ekki list fyrr en einhver bregst við henni, mér finnst það líka eiga við uppistand. Bandaríkjamenn eru gjarnir á að láta skoðanir sínar í ljós með frammíköllum, mér finnst það ekki í verkahring áhorfandans að ritskoða sýninguna. Ef þú móðgast, gakktu út. Sjálfur móðgast ég af lágkúru." Mér skilst að þið ætlið á skíði á meðan á dvöl ykkar stendur, er eitthvað annað á dagskránni? Craig: „Mig langar í sund." Jonas: „Ég vil finna mér kvonfang … af hverju ertu ekki að skrifa þetta niður?" Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Grínistarnir Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn sameina krafta sína á uppistandssýningu sem ber heitið Kanada Ísland Noregur. Fyrri sýningin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og sú seinni í menningarsetrinu Hofi á Akureyri annað kvöld. Blaðamaður Fréttablaðsins var svo lukkulegur að hefja síðasta miðvikudagsmorgun í samlæti manna sem hafa það að atvinnu að kitla hláturtaugar fólks. Um leið og grínistarnir höfðu pantað sér morgunverð hófst yfirheyrslan. Hvernig hófst ferill ykkar sem uppistandarar? Craig: „Minn hófst út frá örvæntingu einni saman. Ég var um átján ára gamall þegar ég byrjaði og þá voru mjög fáir í uppistandi, ólíkt því sem er í dag. Það vantaði alltaf einhvern til að koma fram og við grínuðumst oft með það að einu kröfurnar í uppistandið væru þær að þú kynnir að keyra beinskiptan bíl." Jonas: „Ég fór með vini mínum á sýningu upp úr aldamótum og grínistarnir voru hræðilega ófyndnir. Ég hugsaði með mér: Ég get þetta! Ég get verið alveg jafn ófyndinn og þeir." Til að byrja með var ég duglegur að hringja í hina og þessa og bauðst til að hita upp fyrir þá frítt. Þetta vatt svo upp á sig og á endanum var þetta orðin aukavinnan mín samhliða læknanáminu. Nú er læknisstarfið aukavinna meðfram uppistandinu." Ætlast fólk til þess að þið séuð stöðugt að reyta af ykkur brandarana? Jonas: „Ég upplifi það stundum. Þegar ég var í jarðarför ömmu minnar sagði ég nokkur minningarorð um hana í kirkjunni. Eftir athöfnina frétti ég af því að eftir ræðuna hefði afi snúið sér að frænda mínum og sagt: „Mér fannst þetta nú bara ekkert fyndið hjá honum." Hver er versta martröð uppistandarans? Er það að standa í sviðsljósinu og átta sig á því að enginn hlær að brandaranum? Jonas: „Lélegt hljóðkerfi er mun verra. Það er ekki hægt að redda sér úr því." Craig: „Mín versta martröð er að komast ekki á staðinn. Það gerðist síðast þegar ég átti að koma fram á sýningu í Skotlandi ásamt Frankie Boyle en komst ekki sökum fannfergis. Flugvöllum var lokað og ég komst ekki lengra norður en til Manchester og sat einn yfir kvöldmatnum um það leyti sem sýningin átti að byrja. Sem Kanadamanni fannst mér að ég hefði átt að komast á leiðarenda þrátt fyrir snjóinn og mér leið alveg bölvanlega. Finnst ykkur fyndni vera breytileg frá landi til lands eða eins alls staðar? Craig: „Mér finnst mikill munur á húmor í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bretlandi snýst fyndnin meira um það sem þú segir ekki, frekar en það sem þú segir. Ég kalla það stundum „wink-wink, nudge-nudge" húmor." Finnst ykkur leyfilegt að gera grín að öllu? Jonas: „Ég held að ef brandarinn sé fyndinn, þá mundi ég taka hann. Ég tók fyrir atburðinn á Úteyju nokkrum mánuðum eftir að það gerðist og það spratt upp mikil umræða í samfélaginu í kjölfar þess. Fólk velti því mikið fyrir sér hvort þetta mætti eða ekki. Craig: „Boð og bönn takmarka húmor að mínu mati. Þegar ég byrjaði fyrst í uppistandi var mér sagt að það væru engar reglur í uppistandi; allt væri leyfilegt." Ari: „Ég held að ef uppistandarinn þarf stanslaust að passa sig, þá líður „settið" fyrir það." Craig: „Hvað má og hvað ekki má er mikið rætt á meðal uppistandara í dag, sérstaklega þegar kemur að trúarbrögðum. Einhver sagði eitt sinn að list verður ekki list fyrr en einhver bregst við henni, mér finnst það líka eiga við uppistand. Bandaríkjamenn eru gjarnir á að láta skoðanir sínar í ljós með frammíköllum, mér finnst það ekki í verkahring áhorfandans að ritskoða sýninguna. Ef þú móðgast, gakktu út. Sjálfur móðgast ég af lágkúru." Mér skilst að þið ætlið á skíði á meðan á dvöl ykkar stendur, er eitthvað annað á dagskránni? Craig: „Mig langar í sund." Jonas: „Ég vil finna mér kvonfang … af hverju ertu ekki að skrifa þetta niður?"
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira