Líkaminn refsar þér ef þú notar skyndilausnir 5. apríl 2013 11:30 Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana, er búsett í Danmörku en þjálfar engu að síður fjöldann allan af Íslendingum í gegnum netið. Hún skrifar víða pistla og dreifir flottum fróðleik um heilsu, æfingar og mataræði. Ragga segir líkamann hefna sín ef maður þröngvar upp á hann dramatískum aðgerðum.Ráð Röggu ti að koma sér í form fyrir sumarið eftir páskagleðina Hegðunarmarkmið Settu þér hegðunarmarkmið frekar en að einblína eingöngu á útkomumarkmið. Versla hollt, minnka skammtana, sleppa gosdrykkjum og mæta á allar æfingar vikunnar. Það eru þessar uppsöfnuðu litlu breytingar á hegðun sem verða að lífsstíl. Gerðu samning Til að koma hegðun upp í vana þarf að framkvæma hana í 20-30 daga án þess að svindla. Gerðu samning við sjálfa(n) þig að mæta þrisvar í viku fyrsta mánuðinn – það eiga allir þrjá klukkutíma aflögu á viku. Heilbrigð efnaskipti Markmiðið í fitutapi á alltaf að vera að halda heilbrigðum efnaskiptum. Byrjaðu með kaloríur eins hátt og eins fáar þolæfingar og þú kemst af með. Lyfta þungt til að viðhalda vöðvamassanum. Láttu styrktaræfingar vera í forgangi fremur en þolæfingar. Mældu árangurinn Byrjaðu í efri mörkum hitaeiningaþurrðar og mældu líkamlegar breytingar á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef þú ert að ná árangri, haltu áfram á sömu braut. Ef ekkert er að gerast, gerðu smávægilegar breytingar. Vigtin segir ekki allt Ekki einblína á vigtina sem mælikvarða á árangur. Hún segir þér ekkert um hlutfall vöðva og fitu í samsetningu líkamans. Notaðu frekar þína eigin upplifun af árangri, fötin, málband, spegilinn. Raunhæfar væntingar Það þýðir ekki að byrja í apríl og ætla sér að verða helmassaköttaður í júní. Það tók ekki ársfjórðung að bæta á þig aukakílóunum – það mun því heldur ekki taka örfáar vikur að skafa þau af. Gefðu þér tíma í verkefnið. Því lengri tíma sem þú gefur þér í fitutap þá stuðlar það að langvarandi árangri. Þolinmæði er besti ferðafélaginn Leyfðu líkamanum að vinna á sínum hraða og mundu að góðir hlutir gerast hægt. Ekki detta í skyndilausnapakkann í epískri óþolinmæði eftir árangri. Ef þú gerir rétt fyrir líkamann vinnur hann með þér – ef þú þröngvar honum með dramatískum aðgerðum þá hefnir hann sín. Viðhorfið skiptir máli Stjórnaðu hugsunum þínum og lærðu á veikleika þína. Lærðu á sjálfan þig Ekki fara á enn eitt planið, kúrinn, æfingaprógrammið nema þú gerir vorhreingerningu í hausnum. Lærðu í hvaða aðstæðum þú kokkar upp afsakanir fyrir að fara af beinu brautinni. Vertu tilbúinn með mótrök og réttar aðferðir til að yfirstíga hindranir. Skrifaðu niður hvers vegna það skiptir þig máli að ná markmiðum þínum og dragðu upp þann minnismiða þegar hugsanir sem vilja vinna hryðjuverk á árangrinum læðast inn í kollinn á þér. Uppskriftir: https://ragganagli.wordpress.com/uppskriftir-roggu-nagla/ Heilsupressan: https://www.pressan.is/pressupennar/Ragga_Nagli Fjarþjálfun: https://ragganagli.wordpress.com/about/ Greinar: https://ragganagli.wordpress.com/greinar-roggu-nagla/ Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana, er búsett í Danmörku en þjálfar engu að síður fjöldann allan af Íslendingum í gegnum netið. Hún skrifar víða pistla og dreifir flottum fróðleik um heilsu, æfingar og mataræði. Ragga segir líkamann hefna sín ef maður þröngvar upp á hann dramatískum aðgerðum.Ráð Röggu ti að koma sér í form fyrir sumarið eftir páskagleðina Hegðunarmarkmið Settu þér hegðunarmarkmið frekar en að einblína eingöngu á útkomumarkmið. Versla hollt, minnka skammtana, sleppa gosdrykkjum og mæta á allar æfingar vikunnar. Það eru þessar uppsöfnuðu litlu breytingar á hegðun sem verða að lífsstíl. Gerðu samning Til að koma hegðun upp í vana þarf að framkvæma hana í 20-30 daga án þess að svindla. Gerðu samning við sjálfa(n) þig að mæta þrisvar í viku fyrsta mánuðinn – það eiga allir þrjá klukkutíma aflögu á viku. Heilbrigð efnaskipti Markmiðið í fitutapi á alltaf að vera að halda heilbrigðum efnaskiptum. Byrjaðu með kaloríur eins hátt og eins fáar þolæfingar og þú kemst af með. Lyfta þungt til að viðhalda vöðvamassanum. Láttu styrktaræfingar vera í forgangi fremur en þolæfingar. Mældu árangurinn Byrjaðu í efri mörkum hitaeiningaþurrðar og mældu líkamlegar breytingar á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef þú ert að ná árangri, haltu áfram á sömu braut. Ef ekkert er að gerast, gerðu smávægilegar breytingar. Vigtin segir ekki allt Ekki einblína á vigtina sem mælikvarða á árangur. Hún segir þér ekkert um hlutfall vöðva og fitu í samsetningu líkamans. Notaðu frekar þína eigin upplifun af árangri, fötin, málband, spegilinn. Raunhæfar væntingar Það þýðir ekki að byrja í apríl og ætla sér að verða helmassaköttaður í júní. Það tók ekki ársfjórðung að bæta á þig aukakílóunum – það mun því heldur ekki taka örfáar vikur að skafa þau af. Gefðu þér tíma í verkefnið. Því lengri tíma sem þú gefur þér í fitutap þá stuðlar það að langvarandi árangri. Þolinmæði er besti ferðafélaginn Leyfðu líkamanum að vinna á sínum hraða og mundu að góðir hlutir gerast hægt. Ekki detta í skyndilausnapakkann í epískri óþolinmæði eftir árangri. Ef þú gerir rétt fyrir líkamann vinnur hann með þér – ef þú þröngvar honum með dramatískum aðgerðum þá hefnir hann sín. Viðhorfið skiptir máli Stjórnaðu hugsunum þínum og lærðu á veikleika þína. Lærðu á sjálfan þig Ekki fara á enn eitt planið, kúrinn, æfingaprógrammið nema þú gerir vorhreingerningu í hausnum. Lærðu í hvaða aðstæðum þú kokkar upp afsakanir fyrir að fara af beinu brautinni. Vertu tilbúinn með mótrök og réttar aðferðir til að yfirstíga hindranir. Skrifaðu niður hvers vegna það skiptir þig máli að ná markmiðum þínum og dragðu upp þann minnismiða þegar hugsanir sem vilja vinna hryðjuverk á árangrinum læðast inn í kollinn á þér. Uppskriftir: https://ragganagli.wordpress.com/uppskriftir-roggu-nagla/ Heilsupressan: https://www.pressan.is/pressupennar/Ragga_Nagli Fjarþjálfun: https://ragganagli.wordpress.com/about/ Greinar: https://ragganagli.wordpress.com/greinar-roggu-nagla/
Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira