Kennir Íslendingum indverska matargerð Sara McMahon skrifar 4. apríl 2013 17:00 Shruthi Basappa kennir Íslendingum hvernig megi elda indverska rétti. Hún flutti hingað til lands ásamt manni sínum í júlí í fyrra. fréttablaðið/Vilhelm Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira