Fleiri fréttir

Zumba partý með Palla í Vodafone höll

Einstakur Zumba viðburður fer fram í Vodafone höllinni á morgun, laugardag, klukkan 13:30. Lífið forvitnaðist hjá Jóhanni Erni Ólafssyni dansara með meiru um hvað er að ræða: "Þarna verður geggjað stuð og án efa verður þetta stærsta dans-, fitness-, zumba- og partý ársins. Hundrað mínútur af dúndur zumba tónlist, Páll Óskar syngur vinsælustu lögin sín á meðan við kennararnir leiðum alla í gegnum zumba dansa í takt. Þarna verða líka trommarar og breikarar," segir Jóhann. Viðburður á Facebook Zumbapartý - Bylgjan.is Midi.is

Sindri heimsækir fagurkera

Sindri fer af stað með nýja lífsstílsþætti, Heimsókn, á Stöð 2 þann 15. september. Þar kíkir hann í heimsókn til fólks sem hefur ekki opnað dyr sínar fyrir almenningi áður og kynnist heimilisháttum þeirra og persónulegu lífi.

Stukku á tækifærið og opnuðu búð á mettíma

Íslenska barnafatamerkið Ígló opnar sína eigin búð í Kringlunni í dag. Þetta er fyrsta íslenska barnafatabúðin í Kringlunni og fjórða íslenska merkið sem rekur sína eigin búð í Kringlunni. Lífið spjallaði við þær kjarnakonur sem koma að opnuninni.

Hraðari, hressari og skemmtilegri

"Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum að hefja nýjan vetur," segir Björn Bragi Arnarsson, stjórnandi sjónvarpsþáttarins Týnda kynslóðin, sem hefur göngu sína að nýju í kvöld, en hann naut mikilla vinsælda síðastliðinn vetur.

25 ára afmæli Cosmo

Eins og sjá má á myndunum leiddist engum í 25 ára afmæli tískuverslunarinnar Cosmo...

Ásdís Rán á leiðinni í sjónvarp

"Fram undan er þátttaka mín í sjónvarpsþættinum "VIP Big Brother“ í Búlgaríu. Þættirnir eru með sama stíl og Big Brother nema þar eru þátttakendurnir þekktir einstaklingar og er þetta vinsælasta sjónvarpsefnið hérna. Ég er búin að fá tilboð frá þeim og núna er bara verið að ræða reglur og skilmála. Ef allt gengur vel og ég skrifa undir þá fer ég inn í Big Brother-húsið eftir tvær vikur, Þetta ætti allt að koma í ljós á næstu dögum en eins og er eru 50/50 líkur þar sem ég er ekki sátt við alla skilmála. Framleiðslufyrirtækið velur þátttakendur árlega í þættina en þeir höfðu samband við mig í júní, þannig bauðst mér þetta tækifæri. Ég fékk áður tilboð fyrir tveimur árum með Garðari (Gunnlaugssyni) en það gekk ekki upp þá. Þátturinn virkar þannig að vikulega er einhver kosinn út úr þættinum af almenning. Ég er ekki viss hvort Íslendingar geti kosið en hugsa nú að það sé bara hægt að senda sms úr búlgörskum númerum,“ segir Ásdís Rán spurð um háværar sögusagnir um þátttöku hennar í sjónvarpsraunveruleikaþætti. Ætlar þú að flytja aftur heim til Íslands? "Varðandi að flytja aftur heim þá er það alltaf möguleiki. Ég er að skoða einhver viðskiptatækifæri sem gætu orðið skemmtileg ef ég kem heim og ég er alveg opin fyrir því en ég verð fyrst og fremst að geta gengið inn í eitthvað starf sem gefur mér laun til að lifa, annars er lítið varið í það fyrir mig að koma í einhverja óvissu þegar ég hef það gott hérna,“ segir Ásdís.

Walter Mitty eða Mitt Romney?

Hollywood-stjörnurnar hafa verið landsmönnum hugleiknar undanfarin misseri og fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja mismerkilegar fréttir af þeim stjörnum sem hér hafa dvalið. Í gærmorgun var stórstjarnan Ben Stiller til umræðu í morgunútvarpi Rásar 2.

Nafngreind í The Guardian

Fréttablaðið greindi frá því í ágúst að breska söngkonan Beth Orton hefði beðið leikstjórana Árna & Kinski og stílistann Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur um að vinna tónlistarmyndband fyrir sig.

Kate Boswoth trúlofuð

Leikkonan Kate Boswoth og unnusti hennar til langs tíma, Michael Polish eru nú trúlofuð.

Baulað á sýningu

Nýjasta kvikmynd Terrence Malick fékk vægast sagt slæmar móttökur við frumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um síðustu helgi.

Grennist hratt eftir skilnaðinn

Það tekur ávallt á líkamlega og andlega að skilja það vita allir sem upplifað hafa þá erfiðu reynslu. Þá á fólk það til að hrynja niður í þyngd eins og franska fyrirsætan Vanessa Paradis, 39 ára, sem skildi nýverið við leikarann og barnsföður sinn, Johnny Depp. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í Los Angeles í gærdag hefur Vanessa lagt af eftir að hún skildi en hún var gift Johnny í hvorki meira né minna en fjórtán ár. Fyrirsætan lét hafa eftir sér í tímaritinu Harper’s Bazaar: "Ástin er það sterkasta og jafnvel það viðkvæmasta sem er til í veröldinni. Ekkert er öruggt!" Þar er hún væntanlega að vitna í sambandið milli hennar og leikarans.

Pippa prúð á afmælinu

Systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, vekur athygli hvert sem hún mætir. Hún var klædd í gulan kjól á 29 ára afmælisdeginum sínum þegar hún mætti með slegið hárið á US Open - stórglæsileg að vanda...

Blómstrar eftir skilnaðinn

Það er ekki hægt að segja annað en að leikkonan Katie Holmes, 33 ára, blómstri eftir að hún skildi við leikarann Tom Cruise. Hún mætti glæsileg eins og sjá má á myndunum með hárið tekið í tagl á verðlaunaafhendingu Style Awards í New York. Katie sat við sama borð og hönnuðurinn Joe See og leikkonan Katharine McPhee. Fatalína leikkonunnar Holmes & Yang verður frumsýnd næstu viku - það verður eitthvað.

Rótaði í rusli

Leikkonan Isla Fisher fer með hlutverk í gamanmyndinni Bachelorette sem segir frá vinkonuhópi sem sameinast að nýju fyrir brúðkaup einnar úr hópnum. "Atriðið þar sem við rótum í ruslapokum stendur upp úr sem það eftirminnilegasta. Ég man að ég hugsaði: "Jahérna, hvernig stendur á því að ég er hér á fjórum fótum með höfuðið á kafi í svörtum ruslapoka fyrir framan skemmtistað í New York klukkan fjögur að nóttu til?“ Það var gaman að leika skemmtanaglöðu stúlkuna því sjálf eyði ég helgunum með börnum mínum,“ sagði leikkonan um hlutverk sitt í myndinni.

Heidi Klum blómstrar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og hönnuðurinn Christian Siriano skemmtu sér vel saman við opnun nýrrar verslunar Siriano í New York í gær.

Robbie Williams og Lana Del Rey hlutu verðlaun

Breska tímaritið GQ hélt sína árlegu verðlaunahátíð í vikunni. Rauða dreglinum var rúllað út í London og stjörnurnar flykktust á viðburðinn í sínu fínasta pússi. Söngvarinn Robbie Williams var valinn átrúnaðargoð ársins og söngkonan dimmraddaða Lana Del Rey kona ársins. Svartir síðkjólar og stífpressuð jakkaföt voru vinsæl að þessu sinni.

Frægir fjölmenntu á Frost

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga mættu á frumsýningu kvikmyndarinnar Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal í Sambíó Egilshöll i gærkvöldi. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti. Frost fjallar um ungt par, Öglu, sem er jöklafræðingur, og Gunnar, kvikmyndagerðarmann, sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli. Með aðalhlutverkin fara Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson, Hilmar Jónsson, Valur Freyr Einarsson og eiginkona Reynis, Elma Lísa Gunnarsdóttir.

Átta kvölda uppistandssería

Grínistarnir Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Steinn Ármann Magnússon og Jóhannes Kristjánsson eftirherma verða hluti af nýrri Thule-uppistandsseríu á Gullöldinni í Grafarvogi.

Ójöfnuðurinn er gríðarlegur

Anna Elísabet Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar, varði fyrir skemmstu doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Brunel-háskóla í London. Ritgerðin fjallar um áhrif stjórnunarhátta á gæði og afköst heilbrigðiskerfa.

Ný hlið á Fassbender

Michael Fassbender mun fara með titilhlutverkið í gamanmyndinni Frank. Fassbender leikur sérvitran rokktónlistarmann í myndinni og fer Domnhall Gleeson með hlutverk mislukkaðs tónlistarmanns sem óvart gengur í raðir rokksveitar Franks. Handrit myndarinnar er eftir rithöfundinn Jon Ronson og handritshöfundinn Peter Staughan, sem unnu áður að gerð handrits myndarinnar The Men Who Stare at Goats. Írinn Lenny Abrahamson leikstýrir myndinni.

Verðugur arftaki Damons

Spennumyndin The Bourne Legacy verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Þetta er fjórða myndin í kvikmyndaröðinni sem byggð er á skáldsögum Roberts Ludlum.

Á rauða dregilinn

Á rauða dregilinn Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sá um förðun bresku fyrirsætunnar Suki Waterhouse þegar hún sótti GQ Men of The Year Awards.

Skotvöllur í brúðargjöf

Brad Pitt hefur látið útbúa skotvöll fyrir tilvonandi eiginkonu sína Angelinu Jolie sem fyrirfram brúðargjöf. Pitt ku hafa pungað út hátt í 250 milljónum íslenskra króna fyrir skotvöll og vopn en völlurinn stendur í garði sumarhúss leikaraparsins í Frakklandi.

Svaf og spilaði Alias með setuliðinu

„Ég er eiginlega með víðáttubrjálæði núna, það eru svo margir staðir til,“ segir Brynja Sóley Plaggenborg, sem hreppti heimsreisu frá ferðaskrifstofunni KILROY með því að leggja á sig fjögurra sólarhringa setu utan við skrifstofuna í síðustu viku. „Ávísunin sem ég fékk er upp á 400 þúsund og ég ætla að fá ferðaskrifstofuna til að hjálpa mér að setja saman ferð,“ bætir hún við.

Aronofsky hélt ekki vatni yfir hæfileikum Íslendinga

Ben Stiller var gestur Kastljóss sjónvarpsins í kvöld þar sem hann fjallaði um mynd sína The secret life of Walter Mitty og dvöl sína á Íslandi. Stiller er hrifinn af landinu og segir það hafa upp á margt að bjóða. Til að mynda verði Ísland ekki bara Ísland í mynd Stillers heldur Grænland og Himalaya fjöllin að auki.

Matargikkurinn Taylor

Matur Leikkonan Elizabeth Taylor átti það til að borða hina undarlegustu rétti í þeim tilgangi að halda líkamsvexti sínum og heilsu.

Meira D-vítamín

Heilsa D-vítamín gæti hjálpað líkamanum að berjast gegn berklum. Þetta kemur fram í rannsókn vísindamanna við National Academy of Science í London.

Velur hamingjuna fram yfir megrunarkúra

Jessica Simpson segist fullkomlega meðvituð um að hún hafi bætt of miklu á sig á meðgöngunni og að það gangi ekki nógu vel að komast í fyrra horf.

Barnið og Beyonce á lúxussnekkju

Sögnkonan Beyonce og eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, nutu sín á lúxussnekkju með stúlkunni þeirra, Blue Ivy í Suður- Frakklandi í gær. Þennan dag varð söngkonan 31 árs gömul...

Ekki hætt saman

Söngkonan Katy Perry, 27 ára, átti rómantíska stund með söngvaranum John Mayer, 34 ára, á veitingahúsinu The Little Door í Los Angeles í gærkvöldi....

Gomez gefur eiginhandaráritanir

Leikkonan Selena Gomez átti í töluverðum vandræðum með að komast í gegnum aðdáendaþvöguna sem beið hennar fyrir utan útvarpsstöðina NRJ í París í Frakklandi. Þrátt fyrir það gaf hún sér góðan tíma til að gefa eiginhandaráritanir eins og sjá má í myndasafni.

Svona meikar Kim sig

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 31 árs, sýndi aðdáendum sínum sem eru 16 milljón talsins á Twitter síðunni hennar hvernig hún málar andlit sitt fyrir myndatöku. Eins og sjá má mótar hún andlitið með hvítum farða undir meikið og útkoman stendur ekki á sér. Förðunarmeistarinn Scott Barnes sér um andlit stjörnunnar og hann hikar ekki við að nota nokkur lög af meiki. Skoða má myndir af útkomunni í myndasafni.

Náði sér ekki eftir áfallið

Leikarinn Michael Clarke Duncan lést á mánudaginn. Duncan er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Green Mile.

Með aðrar áherslur

"Við erum allar flottar konur og miklar týpur með sterkar skoðanir. Á síðunni verður að finna eitthvað fyrir alla, þó við einbeitum okkur fyrst og fremst að konum, segir Bryndís Gyða Michelsen.

Falskt Viagra

Í ljós kom að 77% þeirra taflna sem voru seldar undir nafni Viagra voru í raun ekki lyfið vinsæla heldur aðeins með 30 til 50 prósenta virkni þess.

Mið-Ísland snýr aftur

Mið-Ísland snýr aftur Strákarnir í uppistandshópnum Mið-Íslandi eru komnir úr sumarfríi og munu stíga á svið í Þjóðleikhúsinu fjórum sinnum á næstu vikum.

Stiller í stjörnufans

Flestum er kunnugt um dvöl leikarans og leikstjórans Bens Stiller hér á landi við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Á laugardagskvöldið tók Stiller sér greinilega frí frá tökum og til hans sást á barnum á 101 hóteli í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir