Lífið

Leit hafin að nýrri Elite-fyrirsætu

Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina í fyrra og fór í kjölfarið til Kína í aðalkeppnina þar sem hún landaði fyrirsætusamningi.
Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina í fyrra og fór í kjölfarið til Kína í aðalkeppnina þar sem hún landaði fyrirsætusamningi.
Fyrirsætukeppni Elite á Íslandi er að fara af stað á ný. Keppnin er haldin í samstarfi við skrifstofu Elite úti í heimi þar sem sigurvegari íslensku keppninnar tekur þátt í Elite Model Look World í Sjanghæ í Kína í lok árs.

Útsendarar frá Elite á Íslandi verða staddir í Smáralind á laugardaginn milli klukkan 11-15. Þar gefst stúlkum kostur á að taka þátt í prufum fyrir keppnina og komast á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni.

50 stúlkum er svo boðið að taka þátt í undanúrslitakeppni sem fer fram í höfuðstöðvum Elite á Íslandi þann 15. september. Í tilkynningu frá Elite segir að val dómnefndar sé byggt á hversu myndrænir keppendur eru, náttúrulegri fegurð, persónuleika og einnig hversu vel keppendur falla að því útliti sem verið er að leita eftir í tísku- og auglýsingaheiminum í dag. 15 stúlkur taka svo þátt í úrslitakeppninni sjálfri.

Það var Magdalena Sara Leifsdóttir sem var Elite-stúlkan í fyrra og henni gekk það vel úti í aðalkeppninni í Kína að hún kom heim með fyrirsætusamning við Elite World. Margar þekktustu fyrirsætur í heimi eru á skrá hjá Elite og ber þar hæst Gisele Bundchen, Cindy Crawford og Stephanie Seymor. Fyrir þá sem vilja fræðast meira um keppnina er bent á síðuna Elitemodellook.com/is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.