Fleiri fréttir

Glænýtt lag með Bubba og Mugison

Bubbi Morthens er þessa dagana að hefja kynningu á nýjustu plötu sinni, Þorpinu, sem kemur út um miðjan apríl. Bubbi hefur sjálfur lýst plötunni sem "þjóðlagastöffi í anda Sögur af landi".

Brad og börnin

Leikarinn Brad Pitt, 48 ára, og börnin hans Zahara, 7 ára, Shiloh, 5 ára, og Maddox, 10 ára, nutu sín í New Orleans í gær. Eins og sjám á á myndunum hjólaði hann um hverfið á mótorhjólinu sínu. Þá má einnig sjá myndir af Brad í myndasafni ásamt kollega sínu, leikaranum George Clooney á góðgerðarsamkomu í Hollywood á dögunum.

Casey Affleck leikur yngri bróður Bales

Sjarmörinn Casey Affleck fer með hlutverk í nýrri mynd Scotts Cooper, Out Of The Furnace. Christian Bale leikur á móti honum í myndinni og munu þeir leika bræður. Ef marka má fréttirnar skákaði Affleck meðal annars þeim Garrett Hedlund og Channing Tatum sem áður höfðu verið orðaðir við hlutverkið.

Útgáfuteiti Jónínu Leósdóttur

Útgáfu bókarinnar Léttir - hugleiðingar harmonikkukonu eftir Jónínu Leósdóttur var fagnað í Eymundsson Austurstræti í vikunni. Eins og sjá má á myndunum var leikandi létt stemning þar sem spilað var á harmonikku og höfundur las upp úr bókinni.

Jessica Simpson situr nakin fyrir

Jessica Simpson sem á von á sínu fyrsta barni í sumar, gerði sér lítið fyrir og tók þátt í að endurgera eina frægustu forsíðu fyrr og síðar...

Í fullu starfi sem víkingur

Víkingafélagið Einherjar fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag, á baráttudegi kvenna. Formaður félagsins segir víkingalífið vera lífsstíl útaf fyrir sig og sjálfur er hann fullstarfandi víkingur.

Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag

"Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is.

Aldargamalt ævintýri á hvíta tjaldið

Ævintýramyndin John Carter verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögunni A Princess of Mars og segir frá hermanninum John Carter sem lendir óvænt á plánetunni Mars og verður óvænt þátttakandi í stríði milli ólíkra þjóðflokka sem búsettir eru á plánetunni.

Blúnda er það sem koma skal

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 26 ára, var klædd í tvískiptan kjól sem var blúnda að ofan þegar hún mætti á Louis Vuitton tískusýninguna á tískuvikunni í París í Frakklandi í gær. Þá má sjá Söruh á Charles de Gaulle flugvellinum í fyrradag.

Jolie og Pitt dekra við börnin

Það virðist enginn hægðarleikur fyrir stjörnuparið Angelinu Jolie og Prad Pitt að eiga venjulegan dag úti með börnum sínum...

Demi útskrifuð úr meðferð

Leikkonan Demi Moore hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir fimm vikum fékk hún taugaáfall í kjölfar framhjáhalds þáverandi eiginmanns hennar, Ashton Kutcher, sem hún skildi síðan við, og skráði sig í meðferð. Í gær kom hún á einkaþotu til Los Angeles eftir vikudvöl í karabíska hafinu en þar dvaldi hún í sumarhúsi í eigu leikarans Bruce Willis sem hún var gift 1987 - 2000. Ekki er vitað á hvaða meðferðarheimili Demi dvaldi.

Kunis fer lítið út á lífið

Leikkonan Mila Kunis kveðst ekki stunda skemmtistaði heldur kjósi frekar að eyða kvöldum sínum heima í ró og næði. Kunis er forsíðustúlka bandaríska Harper’s Bazaar og viðurkennir þetta í viðtali við blaðið.

Flott hjá Steed

Tískubloggarinn Diane Pernet birti nýverið myndband með hljómsveitinni Steed Lord á bloggi sínu. Myndbandið er við lagið Bed of Needles og skrifar Pernet einfaldlega „Flott!" við færsluna.

Madonna fékk bónorð

Madonna íhugar nú bónorð frá kærasta sínum Brahim Zaibat en þrjár vikur eru síðan hann bað tónlistarkonunnar. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn ShowbizSpy en heimildir greina frá því að Zaibat, sem er 29 árum yngri en Madonna, hafi skellt sér á skeljarnar er þau voru í fríi á Kabbalah-miðstöð.

Tom Cruise og frú flippa

Leikarinn Tom Cruise, 49 ára, og eiginkona hans, leikkonan Katie Holmes brugðu á leik í teiti á vegum Vanity fair tímaritsins sem haldið var á eftir Óskarsverðlaunahátíðinni. Hjónin létu vel að hvort öðru, grettu sig og hlógu eins og sjá má á myndunum.

Pjattrófur fagna

Pjattrófurnar héldu upp á þriggja ára afmæli sitt á laugardaginn var á skemmtistaðnum Austur...

Heidi Klum og börnin bregða á leik

Þýska fyrirsætan og Project Runway sjónvarpsstjarnan Heidi Klum, 38 ára, sleikti sólina á Paradise Cove ströndinni í Malibu í Kaliforníu ásamt börnum sínum Henry, Johan, Leni, og Lou. Fyrirsætan, sem skildi við eiginmann sinn og barnsföður, söngvarann Seal, í janúar síðastliðnum, lék við börnin eins og sjá má í myndasafni.

Katy Perry prúðbúin

Katy Perry fór ekki fram hjá nokkurm einasta manni í stjörnupartýi í París...

Pastellituð Longoria

Desperate Housewives leikkonan Eva Longoria, 36 ára, var klædd í pastelliti þegar hún yfirgaf hárgreiðslustofu í Beverly Hills um helgina. Að vera með sömu manneskjunni alla ævi hljómar frekar leiðinlegt, lét Eva hafa eftir sér.

Brúðkaup í vændum þrátt fyrir 29 ára aldursmun

Það er komin alvara í samband Madonnu, 53 ára, og unnusta hennar, dansarans Brahim Zaibat, 24 ára, en hún íhugar nú bónorð unglambsins. Til fróðleiks má geta að móðir hans er átta árum yngri en Madonna. Meðfylgjandi má skoða myndir af parinu og dóttur Madonnu, Lourdes.

Misheppnuð endurkoma

Lindsay Lohan var gestur í skemmtiþættinum Saturday Night Live um síðustu helgi. Frammistaða hennar þótti ekki eins góð og vonast hafði verið eftir.

Fyrsta Victoria‘s Secret verslunin opnuð á Íslandi

Meðfylgjandi myndir voru teknar í flugstöð Leifs Eiríkssonar 29. febrúar síðastliðinn þegar fyrsta Victoria‘s Secret verslunin var opnuð á Íslandi í brottfararverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria Secret er Íslendingum að góðu kunn en fyrirtækið er leiðandi í smásölu á snyrtivörum og undirfatnaði fyrir konur. Farþegar streymdu inn í verslunina um leið og hún opnað og höfðu úr mörgu að velja, litríkar og fallegar vörur blöstu við. Má þar nefna Victoria‘s Secret Beauty vörulínan ásamt þekktu Bombshell og VS Angel ilmvötnin, sem slegið hafa í gegn víða um heim. Einnig er sérstakt úrval af leðurvörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá Victoria‘s Secret.Hönnunin á þessari fyrstu Victoria's Secret verslun í Fríhöfninni er glæsileg í alla staði, en ljósmyndir af ofurfyrirsætum Victoria‘s Secret sem prýða verslunina undirstrika fágun, kynþokka og unglegt útlit.

Óútgefnum lögum stolið

Tölvuhakkarar hafa stolið yfir fimmtíu þúsund lögum frá útgáfufyrirtækinu Sony, þar á meðal óútgefnum og ókláruðum lögum sem Michael Jackson tók upp með will.i.am. „Allt sem Sony keypti af dánarbúi Michaels Jackson var tekið,“ sagði heimildarmaður The Sunday Times. „Þeir skoðuðu tölvukerfið sitt og eru búnir að stöðva lekann.“

Valli Sport umboðsmaður Damons Younger

„Ég væri ekki að vinna fyrir hann nema ég hefði mikla trú á honum,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA og nú umboðsmaður leikarans Damon Younger.

Svartur á leik sýnd í Hong Kong

Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Svartur á leik, ferðast til Hong Kong í lok mars þar sem myndin verður sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð þar í borg.

Mikill áhugi á Frost erlendis

„Við höfum framleitt fullt af myndum en þessi fer alla leið. Við höfum aldrei fundið fyrir svona spennu úti,“ segir Ingvar Þórðarsson, annar af framleiðendum spennumyndarinnar Frost.

Fyllist meðaumkun

Leikkonan Cate Blanchett er á móti lýtalækningum og mundi ekki gangast undir slíkt sjálf, þetta segir hún í nýju viðtali.

Frumflytur nýtt lag

Hljómsveitin Blur ætlar að frumflytja nýtt lag á lokaathöfn Ólympíuleikanna í London í sumar. Þetta upplýsti bassaleikarinn Alex James í sjónvarpsþættinum Top Gear. „Við ætlum að afhjúpa nýtt lag. Ég hlustaði á það í morgun,“ sagði James og bætti við að lagið hljómaði eins og tilfinningaríkur sálmur.

Glæsileg Gwen Stefani

Söngkonan og hönnuðurinn Gwen Stefani, 42 ára, naut samverunnar með drengjunum sínum Kingston og Zuma, í Kaliforníu á laugardaginn. Þá má sjá Gwen á rauða dreglinum í veislu á vegum Elton John 26. febrúar síðastliðinn klædd í Zuhair Murad kjól.

Mugison fagnað í Boston

Mugison, Pétur Ben, Sóley og Lay Low voru meðal þeirra tónlistarmanna sem héldu vestur um haf og tróðu upp á skemmtistaðnum Paradise Club í Boston á laugardaginn. Mikil stemming var á tónleikunum þar sem Íslendingar búsettir á svæðinu voru í miklum meirihluta og fögnuðu löndum sínum óspart. Tónleikarnir gengu undir heitinu Reykjavík Calling þar sem ofangreindir Íslendingar létu ljós sitt skína ásamt tónlistarmönnum frá Boston. -áp

Heimsótti kynlífsklúbb í Berlín

Leikarinn Robert Pattinson úr myndunum Twilight segist hafa heimsótt þekktan kynlífsklúbb í Þýskalandi sem kallast The Kit Kat Club.

Alls ekki hvítan bíl fyrir Tony Bennett

Eilífðartöffarinn Tony Bennett kemur fram í Eldborgarsal Hörpu ásamt hljómsveit föstudaginn 10 ágúst. Þegar kröfulisti Bennett er skoðaður, sem má finna á vefsíðunni Thesmokinggun.com, kemur í ljós að hann er hógvær maður, nema þegar kemur að samgöngum.

Pippa í Svíþjóð

Pippa Middleton, systir Katrínar hertogaynju af Cambrigde, er stödd í Svíþjóðar þar sem hún tók þátt í hinni árlegu skíðagöngu Vasaloppet sem fór fram í gær. Pippa er ekki ein á báti í Svíþjóð en hún tók með sér litla bróður sinn James og saman gengu þau um 90 kílómetra leið á gönguskíðum.

Í hlutverki Janet Leigh

Scarlett Johansson og James D"Arcy hafa tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Alfred Hitchcock and the Making Of Psycho. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um gerð þessarar sígildu spennumyndar eftir meistara Hitchock.

Frumsýna myndband á Íslandi

Norska poppstjarnan Atle Pettersen og rapparinn Rex koma til Íslands í dag. Tilefnið er frumsýningarpartí á skemmtistaðnum Austur vegna myndbands sem þeir tóku upp hér á landi við lagið Amazing.

Fólk kaupir og lætur gera upp gömul tekkhúsgögn

Tekkhúsgögn frá sjöunda áratugnum njóta mikilla vinsælda. Kreppan varð til þess að fólk kaupir mikið af notuðum húsgögnum og lætur gera þau upp hjá bólstrurum Heimili "Það eru rosalega skemmtilegar breytingar í gangi,“ segir húsgagnasalinn Arnar Laufdal Aðalsteinsson.

Eiginkona Colins Firth

Nicole Kidman fer með hlutverk eiginkonu Colins Firth í kvikmyndinni The Railway Man sem fer í framleiðslu í næsta mánuði. Rachel Weisz átti áður að leika hlutverkið en varð að hætta við vegna leiks síns í myndunum The Bourne Legacy og Oz the Great. The Railway Man er drama sem Jonathan Teplitzky leikstýrir. Hún er byggð á sjálfsævisögu Erics Lomax sem starfaði nauðugur viljugur í seinni heimsstyrjöldinni við gerð járnbrautar á milli Taílands og Mjanmar. 250 þúsund manns létust á meðan á gerð hennar stóð.

Áttræðir sofa betur

Eldra fólk á auðveldara með svefn og þjáist síður af svefntruflunum eða þreytu ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir