Lífið

Áttræðir sofa betur

Gera má ráð fyrir að svefninn batni með aldrinum.
Gera má ráð fyrir að svefninn batni með aldrinum.
Eldra fólk á auðveldara með svefn og þjáist síður af svefntruflunum eða þreytu ef marka má nýja rannsókn sem framkvæmd var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem náði til 155.000 fullorðinna einstaklinga, voru birtar í blaðinu SLEEP í síðustu viku og báru með sér að fólk 80 ára og eldra hefði yfir minnstu að kvarta í þessum efnum. Svo virðist sem svefnvandamál aukist hjá fólki á aldrinum 40 og 59 ára, sérstaklega konum, en minnka svo aftur. „Þessar niðurstöður eru andstætt við það sem flestir halda," sagði Dr. Michael Grandner sem stýrði rannsókninni og bætti við að þær kölluðu eftir því að skoða þyrfti það sem vitað væri um svefn eldra fólks.

Rannsóknin var framkvæmd þannig að lagðar voru spurningar fyrir þátttakendur í gegnum síma og þeir látnir meta sig sjálfir. Grandner viðurkenndi því að minni væntingar eldra fólks til svefns síns gætu haft áhrif á niðurstöður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.