Lífið

Óútgefnum lögum stolið

Óútgefnum lögum með Michael Jackson var stolið frá Sony.
Óútgefnum lögum með Michael Jackson var stolið frá Sony.
Tölvuhakkarar hafa stolið yfir fimmtíu þúsund lögum frá útgáfufyrirtækinu Sony, þar á meðal óútgefnum og ókláruðum lögum sem Michael Jackson tók upp með will.i.am. „Allt sem Sony keypti af dánarbúi Michaels Jackson var tekið,“ sagði heimildarmaður The Sunday Times. „Þeir skoðuðu tölvukerfið sitt og eru búnir að stöðva lekann.“

Sony keypti réttinn til að selja öll lög Jacksons árið 2010, ári eftir að hann lést. Fyrirtækið tryggði sér einnig réttinn til að gefa út allt að tíu plötur með popparanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.