Lífið

Mikill áhugi á Frost erlendis

Mikill áhugi er fyrir spennumyndinni Frost erlendis.
Mikill áhugi er fyrir spennumyndinni Frost erlendis.
„Við höfum framleitt fullt af myndum en þessi fer alla leið. Við höfum aldrei fundið fyrir svona spennu úti,“ segir Ingvar Þórðarsson, annar af framleiðendum spennumyndarinnar Frost.

Tökum á myndinni lauk uppi á Langjökli í lok janúar og eftirvinnsla er í fullum gangi um þessar mundir. Frumsýning er áætluð í ágúst. Skandinavíska fyrirtækið TrustNordisk hefur tryggt sér söluréttinn á myndinni á heimsvísu og ætlar að kynna hana á Cannes-hátíðinni í maí.

„Við sýndum úr henni í Berlín og það voru allir mjög spenntir fyrir henni. Ég hef framleitt 101 Reykjavík og fleiri myndir en hef aldrei kynnst svona áður,“ segir Ingvar. „Við tókum smá áhættu með að fara upp á jökul í janúar og allt hefði getað farið til fjandans en þetta tókst.“

Leikstjórinn Reynir Lyngdal er mjög ánægður tökurnar. „Þetta var tíu sinnum flottara en það sem við vorum að vonast til að yrði. Náttúran hjálpaði mikið til og gerði þetta mikilfenglegra. Það var ekki hægt að óska sér neitt betra en að fá alla þessa storma sem við fengum.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.