Lífið

Madonna fékk bónorð

Madonna fékk bónorð frá kærasta sínum Brahim Zaibat fyrir þremur vikum og er enn að íhuga málið.
Madonna fékk bónorð frá kærasta sínum Brahim Zaibat fyrir þremur vikum og er enn að íhuga málið. Nordicphotos/getty
Madonna íhugar nú bónorð frá kærasta sínum Brahim Zaibat en þrjár vikur eru síðan hann bað tónlistarkonunnar. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn ShowbizSpy en heimildir greina frá því að Zaibat, sem er 29 árum yngri en Madonna, hafi skellt sér á skeljarnar er þau voru í fríi á Kabbalah-miðstöð.

Madonna ku vera yfir sig ástfangin af dansaranum en miðilinn greinir frá því að söngkonan sé ekki viss hvort hún vilji ganga í hjónaband í þriðja sinn á ævinni. Þetta er því erfið ákvörðun fyrir Madonnu sem áður hefur lýst því yfir að hún eigi erfitt með að vera ein og að Zaibat geri hana hamingjusama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.