Fleiri fréttir

Kanar kynnast Gnarr

Heimildarmyndin Gnarr í leikstjórn Gauks Úlfarssonar um framboð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 hlaut ágætis viðtökur þegar hún kom út hér á landi. Myndin var í kjölfarið kynnt á fjölda kvikmyndahátíða erlendis og hlaut sums staðar talsvert lof.

Madonna klippti út dóttur sína

Tónlistarkonan og nú leikstjórinn Madonna klippti dóttur sína, Lourdes, út úr mynd sinni W.E. Madonna fékk Lourdes, sem er 17 ára gömul, til að hoppa inn í lítið hlutverk í myndinni en klippti svo atriðið út á síðustu stundu.

Jogginggallinn gerir góða hluti

Meðfylgjandi má sjá Khloe Kardasian stilla sér upp á rauða dreglinum og þar sem hún fær sér kaffitár klædd í bláan íþróttagalla. Eins og sjá má á myndunum er hún alls ekki síðri í gallanum en sparifötunum. Þú skalt hafa það fyrir reglu að fyrirgefa óvinum þínum. Ekkert pirrar þá jafn mikið og fyrirgefning, lét Khloe hafa eftir sér.

Spilar í Pompidou-listasafninu

„Það verður mjög spennandi að spila þarna,“ segir tónlistarkonan Jarþrúður Karlsdóttir, Jara, sem hefur verið boðið að spila í Pompidou, nýlistasafni Frakklands og einu virtasta listasafni heims. „Þetta er mikill heiður. Það er ekkert auðvelt að komast þarna inn.“

Hilmar til Berlínar

Leikarinn Hilmar Guðjónsson fer á Kvikmyndahátíðina í Berlín um næstu helgi þar sem hann tekur þátt í verkefninu Shooting Stars á kvikmyndahátíðinni.

Lindsay mætt á rauða dregilinn

Leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum í hvítum Tom Ford kjól og Prada skóm. Ég hef lært að kunna að meta það sem náttúran gaf mér, segir Lindsay sem er orðin hvíthærð eins og sjá má í myndasafni.

Arabískur plötusnúður á Selfossi

„Ég elska Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað og þetta er mjög fallegt land,“ segir plötusnúðurinn DJ Slim sem kom til Akureyrar í gær eftir sólarhringsferðalag frá Katar. „Ég gæti vel hugsað mér að taka upp næsta tónlistarmyndband mitt hérna.“

Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár

"Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag. "Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér.“ Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði.

Drengur fæddur

Exton Elias Downey heitir glænýr sonur Roberts Downey Jr. og konu hans, Susan Downey. Drengurinn er við hestaheilsu og litla fjölskyldan er sögð í skýjunum yfir þessari nýju viðbót sem kom í heiminn síðastliðinn þriðjudag.

Hinn frábæri köngulóarmaður

Nýju sýnishorni frá myndinni The Amazing Spider-Man hefur verið lekið á netið en myndin verður frumsýnd í sumar. Um fjórðu Spiderman-myndina er að ræða en leikarinn ungi, Andrew Garfield, tekur við af Tobey Maquire sem köngulóarmaðurinn knái undir leikstjórn Marcs Webb.

Don Juan nútímans

Leikarinn ungi Joseph Gordon-Levitt stefnir nú að gerð myndar þar sem hann leikur aðalhlutverkið, leikstýrir og skrifar handritið. Myndin hefur enn ekki hlotið nafn en Gordon-Levitt segir hana koma til með að vera gamanmynd um mann sem er eins konar Don Juan nútímans.

Heidi ennþá með hringinn

Project Runway stjarnan, þýska fyrirsætan Heidi Klum, sem er nýskilin við eiginmann sinn og barnsföður, söngvarann Seal, var mynduð á LAX flugvelli í Los Angeles á leiðinni til New York...

Hallgrímur Helgason við 1000°

Í kvöld klukkan 20 verður blásið til dagskrár á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Þar verður fjallað um bókina Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason en sú bók hefur talsvert verið í umræðunni uppá síðkastið.

Stórglæsileg korter eftir barnsburð

Beyonce Knowles, 30 ára, var stórglæsileg í Monique Lhuillier kjól og Gucci skóm, með Chanel veski og Lorraine Schwartz skartgripi þegar hún var mynduð á tónleikum eiginmannsins Jay-Z. Eins og sjá má á myndunum lítur Beyonce stórkostlega út aðeins rúmum mánuði eftir að hún fæddi dóttur sína Blue Ivy.

Sólstafir spila Svarta sanda í heild sinni

Rokksveitin Sólstafir heldur útgáfutónleika í Gamla bíói á fimmtudag þar sem platan Svartir sandar verður leikin í heild sinni með aðstoð reynslubolta úr rokksenunni.

Stjórnmálamenn fá ekki að veita verðlaun Xins

Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir tónlistarverðlaunum í næstu viku. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson segir stöðina vera að svara kallinu, enda hafi slíkar hátíðir verið leiðinlegar síðustu ár.

Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt

„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum.

Beckham mæðgur án lífvarða

Victoria Beckham og dóttir hennar Harper Seven voru myndaðar á LAX flugvellinum í Los Angeles. Með mæðgunum var barnfóstra í för en engir lífverðir. Öryggisverðir fylgdu þeim úr flugstöðvarbyggingunni sökum ágengra ljósmyndara.

Keðjur og fuglafætur í myndbandinu

Stúlkurnar í The Charlies eru nú komnar aftur til Los Angeles eftir stutt jólafrí á Íslandi og slá ekki slöku við. Á Facebook síðu sveitarinnar greina þær frá því að þær séu byrjaðar að taka upp myndband við lagið Tickin Like a Bomb. Leikstjóri myndbandsins er Raphael Chatelain og hefur undirbúningur staðið yfir í þrjár vikur. Alma, Klara og Steinunn leika lykilhlutverk í myndbandinu ásamt dönsurunum en þær greina einnig frá því að kampavín, slökkviliðsbúningur, sprengjuefni, fuglafætur og keðjur verði hluti af leikmunum. Ekki er vitað hvenær myndbandið fer í sýningu. -áp

Sætari bumbur sjást varla

Leikkonan Jennifer Garner, 39 ára, var mynduð ásamt eldri dóttur sinni, Violet, í Santa Monica í Kaliforníu. Fegurðin kemur frá reynslu okkar í lífinu. Ef þú hefur átt hamingjusamt líf eru broslínurnar þínar á réttum stað, lét leikkonan hafa eftir sér. Eins og sjá má á myndunum er ekki langt þangað til Jennifer eignast sitt þriðja barn.

Í ullarpeysum á Prikinu

Lopapeysan 2012 var haldin hátíðleg á Prikinu um helgina. Lopapeysan er árlegt þorrablót skemmtistaðarins en fjölmargir lögðu leið sína á Prikið þar sem flestir skörtuðu þjóðlegum lopapeysum í tilefni kvöldsins.

Ómótstæðileg þrátt fyrir gretturnar

Þegar krakkarnir hótuðu að lumbra á mér eftir skóla ráðlagði pabbi mér að ráðast á þá strax í staðinn fyrir að bíða óttaslegin heilan skóladag með hnút í maganum, sagði leikkonan Cameron Diaz sem skoða má gretta sig í meðfylgjandi myndaalbúmi. Cameron er glæsileg eins og ávallt þrátt fyrir gretturnar.

Nei alls ekki fleiri lýtaaðgerðir

Bandaríska sjónvarpsraunveruleikastjarnan Angela "Big Ang" Raiola sem hefur vakið athygli vestan hafs fyrir útlit sitt sér í lagi og hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Mob Wives stillti sér upp á rauða dreglinum. Eins og sjá má á myndunum hefur hún látið eiga við nefið, varirnar og barminn. Sjón er sögu ríkari.

Undrandi á Bítlunum

Sir Paul McCartney er ennþá undrandi á því að hafa verið meðlimur í einni vinsælustu hljómsveit heims, Bítlunum.

Þessi kjóll er alls ekki slæmur

Leikkonan Katherine Heigl, 33 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum klædd í sebra-munstraðan Michael Kors kjól sem fór henni þetta líka svona rosalega vel. Þá má sjá leikkonuna heilsa upp á krúttlegan hund sem varð á vegi hennar.

Gallabuxurnar eru nefnilega málið

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, mætti í Super Bowl teiti með bjórkassa í fanginu. Eins og sjá má er leikkonan sem er vön á pósa á rauða dreglinum uppáklædd stórglæsileg með hárið tekið í tagl klædd í gallabuxur. Hei! Ég er stelpa og mér finnst gaman að vera fín, lét leikkonan hafa eftir sér.

Madonna á leið í tónleikaferð

Poppstjarnan Madonna ætlar að fara í tónleikaferð í maí, en það verður fyrsta tónleikaferð hennar í þrjú ár. Ferðalagið mun hefjast í Ísrael en svo mun hún halda til Evrópu. Madonna ætlar einnig að koma við í Suður-Ameríku og Ástralíu á ferð sinni, en þangað hefur hún ekki komið í tuttugu ár, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Madonna vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fram á svokölluðum SuperBowl leik í ameríska fótboltanum á sunnudag.

Beyonce frumsýnir kroppinn

Beyonce sást í fyrsta sinn opinberlega eftir fæðingu dóttur sinnar Blue Ivy er hún mætti til að horfa á eiginmann sinn Jay-Z á tónleikum í New York í vikunni.

Sumir eru sjóðheitir eins og vanalega

David Beckham, 36 ára, naut sín í karatetíma með syni sínum Romeo eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Kappinn léki á alls oddi var skælbrosandi með húfu og gleraugu...

Sviðið stækkað fyrir Eurovision

Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum Eurovision á einn eða annan hátt í Eldborgarsal Hörpunnar næsta laugardag.

Hefur ekki drukkið í sjö ár

Tónlistarkonan Lana Del Rey hefur ekki drukkið áfengi í sjö ár en þetta viðurkennir söngkonan í viðtali við bandaríska Vogue.

Axl Rose fimmtugur

Axl Rose, söngvari Guns N"Roses, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær. Hann hefur tilkynnt um sex tónleika hljómsveitarinnar á bandarískum klúbbum á næstunni. Þar af verða þrennir í New York.

Stakk sér ofan í undirheimana

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur Stebba "psycho“, sitt fyrsta aðalhlutverk í bíó, í myndinni Svartur á leik sem frumsýnd er í byrjun næsta mánaðar. Leikarinn býr í Los Angeles en hitti Kjartan Guðmundsson í stuttum skreppitúr til Íslands í

Enginn smá munur

Á meðfylgjandi myndum má sjá leikkonuna Nicole Kidman og eiginmann hennar, tónlistarmanninn Keith Urban, ásamt stúlkunum Rose og Faith. Ég vil trúa því að við eigum að gefa samhliða því að þiggja. Við eigum að gefa af okkur og ekki vera of upptekin af eigin frammistöðu, sagði Nicole. Þá má sjá hjónin uppábúin á rauða dreglinum.

Veit kærastinn að þú ert hérna?

Umræðan um samkynhneigð og íþróttir minnti rækilega á sig í Bretlandi í síðustu viku í kjölfar átaks leikmannasamtaka ensku deildarinnar til að berjast gegn fordómum og sýningu sjónvarpsþáttar um efnið. Kjartan Guðmundsson kannaði málið.

Ósköp venjuleg mamma

Söngkonan Mel B, sem eignaðist stúlku, Madison, í september í fyrra er stödd í Sydney í Ástralíu ásamt eiginmanni sínum Stephen Belafonte sem hún giftist árið 2007. Madison er fyrsta barn hjónanna en Mel heldur á henni á meðfylgjandi myndum. Fyrir á Mel dæturnar Phoenix, 12 ára, og Angel, 4 ára, og Stephen á eina stúlku fyrir, Giselle, 6 ára.

Angelina og Brad selja sjónvarpsstjörnu húsið sitt

Brad Pitt og Angelina Jolie seldu heimili þeirra í Malibu í Kaliforníu á 12 milljónir Bandaríkjadala. Sjónvarpsstjarnan EllenDeGeneres keypti húsið sem er hið glæsilegasta með fjórum svefnherbergjum, klikkuðu útsýni, sundlaug, tennisvelli...

Sér Pearl Jam þrisvar í júní og safnar grugghúðflúrum

"Eddie Vedder hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Benedikt Jón Sigmundsson, 33 ára rafvirki uppalinn á Akranesi. Hann ætlar að sjá Vedder og félaga í bandarísku rokksveitinni Pearl Jam á þrennum tónleikum á aðeins fjórum dögum í júní næstkomandi. Ekki nóg með það því hann hefur látið húðflúra andlit Vedders á handlegg sinn.

Lopez án andlitsfarða

Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer Lopez, 42 ára, á ströndinni í Santa Monica um helgina. Söngkonan er ávallt glæsileg hvort sem hún er með andlitsfarða eða ekki. Eins og sjá má var hún klædd í gallabuxur með hárið tekið í tagl með dóttur sinni, Emmu. Þá má sjá hana í myndasafni með nýja kærastanum Casper Smart.

Sjá næstu 50 fréttir