Lífið

Axl Rose fimmtugur

Söngvarinn og sérvitringurinn Axel Rose er orðinn fimmtugur.
Söngvarinn og sérvitringurinn Axel Rose er orðinn fimmtugur.
Axl Rose, söngvari Guns N"Roses, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær. Hann hefur tilkynnt um sex tónleika hljómsveitarinnar á bandarískum klúbbum á næstunni. Þar af verða þrennir í New York.

Rose verður eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar sem spilar á tónleikunum, sem kemur kannski ekki á óvart því hann þykir afar erfiður í umgengni.

Síðasta plata Guns N"Roses, Chinese Democracy, kom út fyrir fimm árum við misjafnar undirtektir. Þá höfðu liðið fimmtán ár frá útgáfu síðustu plötu sveitarinnar, The Spaghetti Incident?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.