Lífið

Keðjur og fuglafætur í myndbandinu

Stúlkurnar í The Charlies eru nú komnar aftur til Los Angeles eftir stutt jólafrí á Íslandi og slá ekki slöku við. Á Facebook síðu sveitarinnar greina þær frá því að þær séu byrjaðar að taka upp myndband við lagið Tickin Like a Bomb. Leikstjóri myndbandsins er Raphael Chatelain og hefur undirbúningur staðið yfir í þrjár vikur. Alma, Klara og Steinunn leika lykilhlutverk í myndbandinu ásamt dönsurunum en þær greina einnig frá því að kampavín, slökkviliðsbúningur, sprengjuefni, fuglafætur og keðjur verði hluti af leikmunum. Ekki er vitað hvenær myndbandið fer í sýningu. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.