Stjórnmálamenn fá ekki að veita verðlaun Xins 8. febrúar 2012 12:30 Frosti og Máni ætla ekki að bjóða stjórnmálamönnum að veita tónlistarverðlaun X977. fréttablaðið/stefán Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir tónlistarverðlaunum í næstu viku. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson segir stöðina vera að svara kallinu, enda hafi slíkar hátíðir verið leiðinlegar síðustu ár. „Þetta í raun og veru einu tónlistarverðlaun sem eru haldin á Íslandi. Ég segi þetta fullur af auðmýkt og kærleik,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson. Tónlistarverðlaun X-977 fara fram á Nasa fimmtudaginn 16. febrúar. Björk, Mugison, GusGus og Retro Stefson eru á meðal þeirra listamanna sem eru tilnefndir, en kosning fer fram inni á X977.is. Spurður hvernig hann getur kallað verðlaunin þau einu á Íslandi, þegar til stendur að veita íslensku tónlistarverðlaunin 29. febrúar, segir Máni að hinn almenni borgari sé ekki velkominn þangað. „Íslensku tónlistarverðlaunin? Fólki er bara boðið þangað. Hvað er íslenskt við íslensku tónlistarverðlaunin þegar fólk getur ekki einu sinni keypt sér miða og mætt á staðinn?“ Máni segir stoltur að allir listamennirnir sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna X977 kunni á hljóðfæri. „Svo er enginn að setja sig í sérstakar stellingar. Það er enginn klíkuskapur eða leyninefnd,“ segir hann. Xið hefur ekki veitt tónlistarverðlaun síðustu ár og Máni segir stöðina nú vera að svara kallinu. „Það er svolítið síðan við veittum tónlistarverðlaun. Við höfum fylgst með þessum tónlistarhátíðum í gegnum árin og þær hafa verið svo lélegar,“ segir hann. „Við erum að gera þetta af brýnni nauðsyn. Þetta hefur verið svo leiðinlegt.“ Hann segir verðlaunin fyrst og fremst vera gott partí sem hinn góðkunningi útvarpstöðvarinnar, Gunnar Sigurðarsson, stýrir, kynnir og veitir verðlaun. „Við ætlum ekki að kalla upp míníseleba og stjórnmálamenn til að veita verðlaun. Við sjáum ekki tilgang í því,“ segir Máni. „Ásgeir Kolbeins, Logi Bergmann og allt þetta lið verður ekki þarna.“ Miðasala á hátíðina fer fram á vefsíðunni Dílar.is. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Útvarpsstöðin X977 stendur fyrir tónlistarverðlaunum í næstu viku. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson segir stöðina vera að svara kallinu, enda hafi slíkar hátíðir verið leiðinlegar síðustu ár. „Þetta í raun og veru einu tónlistarverðlaun sem eru haldin á Íslandi. Ég segi þetta fullur af auðmýkt og kærleik,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson. Tónlistarverðlaun X-977 fara fram á Nasa fimmtudaginn 16. febrúar. Björk, Mugison, GusGus og Retro Stefson eru á meðal þeirra listamanna sem eru tilnefndir, en kosning fer fram inni á X977.is. Spurður hvernig hann getur kallað verðlaunin þau einu á Íslandi, þegar til stendur að veita íslensku tónlistarverðlaunin 29. febrúar, segir Máni að hinn almenni borgari sé ekki velkominn þangað. „Íslensku tónlistarverðlaunin? Fólki er bara boðið þangað. Hvað er íslenskt við íslensku tónlistarverðlaunin þegar fólk getur ekki einu sinni keypt sér miða og mætt á staðinn?“ Máni segir stoltur að allir listamennirnir sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna X977 kunni á hljóðfæri. „Svo er enginn að setja sig í sérstakar stellingar. Það er enginn klíkuskapur eða leyninefnd,“ segir hann. Xið hefur ekki veitt tónlistarverðlaun síðustu ár og Máni segir stöðina nú vera að svara kallinu. „Það er svolítið síðan við veittum tónlistarverðlaun. Við höfum fylgst með þessum tónlistarhátíðum í gegnum árin og þær hafa verið svo lélegar,“ segir hann. „Við erum að gera þetta af brýnni nauðsyn. Þetta hefur verið svo leiðinlegt.“ Hann segir verðlaunin fyrst og fremst vera gott partí sem hinn góðkunningi útvarpstöðvarinnar, Gunnar Sigurðarsson, stýrir, kynnir og veitir verðlaun. „Við ætlum ekki að kalla upp míníseleba og stjórnmálamenn til að veita verðlaun. Við sjáum ekki tilgang í því,“ segir Máni. „Ásgeir Kolbeins, Logi Bergmann og allt þetta lið verður ekki þarna.“ Miðasala á hátíðina fer fram á vefsíðunni Dílar.is.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira