Lífið

Madonna sögð tilbiðja djöfulinn í hálfleiksatriði

Madonna með „djöflahornin“ í hálfleik Ofurbikarins.
Madonna með „djöflahornin“ í hálfleik Ofurbikarins. nordicphotos/getty
Vefsíður eru misjafnar eins og þær eru margar. Ein þeirra heldur því fram að Madonna hafi verið að tilbiðja djöfulinn í hálfsleiksatriði sínu í Ofurbikarnum.

Vefsíðan Hollywoodilluminati.com heldur því fram í fullri alvöru að tónlistaratriði Madonnu í hálfleik Ofurbikarsins í bandaríska fótboltanum hafi verið eitt stórt ákall til djöfulsins.

Vefsíðan vill meina að samtökin The Illuminati, sem Dan Brown fjallaði um í bókinni Da Vinci Code, hafi staðið á bak við atriðið. Til stuðnings segir hún að til að hægt sé að tilbiðja djöfulinn þurfi athöfnin að vera haldin á milli nýs tungls og fulls tungls og sú var einmitt raunin á sunnudagskvöld þegar aðeins tveir dagar voru í fullt tungl. Sem sagt, fullkomin tímasetning.

Þrátt fyrir að þema atriðins hjá Madonnu hafi verið rómverskt voru hornin á hjálmi hennar augljós tilvísun til djöfulsins að mati síðunnar, því engin slík horn voru á hjálmum Rómverja fyrr á öldum. Hásætið sem hún tyllti sér í tengir vefsíðan einnig við hásæti djöfulsins.

Vefsíðan bætir við að í fyrsta laginu, Vogue, hafi náungi dansað í kringum Madonnu með englavængi og hörpu. Lúsífer var einmitt engill tónlistarinnar í himnaríki áður en hann féll þaðan. Til að færa enn frekari rök fyrir tengingunni við djöfulinn er minnst á annað lag sem Madonna söng, Like a Prayer, sem fjallar um Lúsífer.

Litanotkun Madonnu í hálfleiksatriðinu er einnig týnd til, eða rauði liturinn, sá svarti og sá gulllitaði sem eru einmitt allir tengdir við djöfulinn og tilbeiðslu við hann.

Orðið heimsfriður var svo sýnt með stórum stöfum í lok atriðisins og það mun einungis vera skilgreining The Illuminati á heimsfriði, samkvæmt Hollywoodilluminati.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.