Lífið

Hinn frábæri köngulóarmaður

Andrew Garfield
Andrew Garfield
Nýju sýnishorni frá myndinni The Amazing Spider-Man hefur verið lekið á netið en myndin verður frumsýnd í sumar. Um fjórðu Spiderman-myndina er að ræða en leikarinn ungi, Andrew Garfield, tekur við af Tobey Maquire sem köngulóarmaðurinn knái undir leikstjórn Marcs Webb.

Emma Stone leikur á móti Garfield í myndinni en hennar hlutverk var mjög eftirsóknarvert og þurfti hún að berjast um það við leikkonur á borð við Lindsay Lohan, Ashley Green, Emmu Roberts og Hilary Duff.

Það er öllu tjaldað til í myndinni, sem þykir hraðari og með meiri tæknibrellum en fyrirrennarar hennar. Hinn breski Rhys Ifans leikur óþokkann í myndinni, prófessorinn Curt Connors sem getur stökkbreyst í eðlu en Ifans leikur öll sín áhættuatriði sjálfur. Myndin The Amazing Spider-Man er líkleg til að hreppa hnossið sem sumarmynd ársins 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.