Lífið

Madonna á leið í tónleikaferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Madonna vakti gríðarlega athygli á Superbowl leiknum á sunnudaginn.
Madonna vakti gríðarlega athygli á Superbowl leiknum á sunnudaginn. mynd/ afp.
Poppstjarnan Madonna ætlar að fara í tónleikaferð í maí, en það verður fyrsta tónleikaferð hennar í þrjú ár. Ferðalagið mun hefjast í Ísrael en svo mun hún halda til Evrópu. Madonna ætlar einnig að koma við í Suður-Ameríku og Ástralíu á ferð sinni, en þangað hefur hún ekki komið í tuttugu ár, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Madonna vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fram á svokölluðum SuperBowl leik í ameríska fótboltanum á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.