Lífið

Ævintýri og spenna um helgina

Sex myndir verða frumsýndar í bíóhúsunum um helgina, fimm á morgun og ein á laugardag.

Denzel Washington og Ryan Reynolds leika aðalhlutverkin undir leikstjórn Daniels Espinosa í bíómyndinni Safe House. Einn hættulegasti liðhlaupi CIA (Washington) er gómaður og komið fyrir í afdrep þar sem ungur CIA fulltrúi (Reynolds) er látinn sitja yfir honum. Þegar málaliðar ráðast á húsið neyðast þeir til að taka höndum saman og flýja.

Myndin Shame, með Michael Fassbender og Carey Mulligan í aðalhlutverkum, fjallar um farsælan mann í New York sem glímir við kynlífsfíkn. Hann missir stjórn á tilveru sinni þegar systir hans kemur í heimsókn til hans. Fjölskyldumyndin Skrímsli í París fjallar um skrímsli sem gengur lausum hala í París og veldur mikilli hræðslu. Í ljós kemur að aðeins sé um ofvaxna en meinlausa fló að ræða og taka nokkrir einstaklingar sig saman um að bjarga henni frá vægðarlausum og metorðagjörnum lögreglustjóranum.

Síðast en ekki síst verður Star Wars Episode I: The Phantom Menace frumsýnd í 3D á morgun. Til stendur að sýna allar Star Wars myndirnar sex í þrívídd á næstu sex árum, í réttri röð.

Á laugardaginn frumsýna Sambíóin svo óperuna Götterdämmerung í leikstjórn Roberts Lepage. Um er að ræða lokin á Niflungahring Wagners með Ragnarökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.