Lífið

Gallabuxurnar eru nefnilega málið

myndir/cover media
Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, mætti í Super Bowl teiti með bjórkassa í fanginu.

Eins og sjá má er leikkonan sem er vön á pósa á rauða dreglinum uppáklædd stórglæsileg með hárið tekið í tagl klædd í gallabuxur.

„Hei! Ég er stelpa og mér finnst gaman að vera fín," lét leikkonan hafa eftir sér.

Burtséð frá gallabuxunum var Charlize mjög ánægð þegar hún fékk tækifæri til að vinna með leikstjóranum Ridley Scott við myndina Prometheus. Leikkonan hafði lengi viljað vinna með honum og loksins rættist það við gerð Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi síðasta sumar.

Theron skemmti sér vel við tökurnar á myndinni. „Það var frábært að vinna með Ridley. Það eru líkast til þrír meistarar í kvikmyndagerð af sömu kynslóð og Ridley og hann er einn af þeim," sagði hún. „Alla leikara dreymir um að vinna með einhverjum leikstjóra og hjá mér var það Ridley."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.