Lífið

Undrandi á Bítlunum

Sir Paul McCartney finnst ótrúlegt að hafa verið í Bítlunum.
Sir Paul McCartney finnst ótrúlegt að hafa verið í Bítlunum.
Sir Paul McCartney er ennþá undrandi á því að hafa verið meðlimur í einni vinsælustu hljómsveit heims, Bítlunum.

„Var ég virkilega í Bítlunum? Hver þremillinn,“ sagði McCartney í viðtali við Metro þegar hann skoðaði mynd af honum og George Harrison um borð í flugvél. „Þetta er undarleg tilhugsun en ég er ánægður með að ég sé ekki enn búinn að venjast þessu.“

McCartney gaf í gær út nýja plötu sem nefnist Kisses on the Bottom. Á henni eru mörg af uppáhaldslögum hans úr æsku. Meðal gesta eru Eric Clapton og Stevie Wonder.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.