Fleiri fréttir Tveir er hin fullkomna tala Út eru komnar tvær plötur sem eiga það sameiginlegt að Henrik Björnsson í Singapore Sling er á þeim báðum. Þetta er platan Songs for the birds með dúettinum Hank & Tank (Henrik og Þorgeir Guðmundsson) og samnefnd plata með dúettinum The Go-Go Darkness (Henrik og Elsa María Blöndal). Öll þrjú hittu Dr. Gunna. 23.12.2009 06:00 Söngleikur með lögum Magga Eiríks „Hann er náttúrlega einn allra besti lagahöfundur landsins,“ segir Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri, sem staðfestir að í undirbúningi sé söngleikur með lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Það eru flottar sögur í mörgum lögunum hans og við teljum að það sé þarna efni í virkilega flotta sýningu. Hér er verið að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig er hægt að nálgast þetta á sviði. Svo sjáum við til hvað verður úr því.“ 23.12.2009 05:00 Jólaþulir borða konfekt og kaffi Guðmundur Benediktsson þulur er einn þeirra sem les upp jólakveðjurnar á Rás 1 í dag. Upplesturinn er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra landsmanna og hefur kveðjunum rignt inn frá 14. desember, en hætt var að taka á móti kveðjum klukkan fimm í gær. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er fjöldi kveðja svipaður og hefur verið undanfarin ár og því ljóst að þjóðin nýtur þess enn að senda náunganum kveðju á öld sms-skeyta og tölvupósta. 23.12.2009 04:00 Kryddpíur fullar um jólin Emma Bunton lýsti því yfir í samtali við Daily Express að um hver jól safnist kryddstúlkurnar saman heima hjá Victoriu og David Beckham, drekki slatta af víni og borði góðan mat. Þau syngi síðan með gömlum Spice Girls-slögurum. 23.12.2009 02:00 Sonurinn á spítala Sonur Jon Bon Jovi var fluttur í skyndi á spítala í New Jersey. Ekki er vitað hvaða sonur þetta var en atvikið var ekki talið alvarlegt. Sökum fannfergis sem hefur truflað flestar samgöngur á vesturströnd Bandaríkjanna var kallað út snjóruðningstæki til að flytja son gallabuxnarokkarans á sjúkrahús. Jon Bon Jovi á þrjá syni: Jesse sem er fjórtán ára, hinn sjö ára gamla Jacob og fimm ára gamla Romeo. Hann hefur haldið hlífðarskildi yfir fjölskyldu sinni og því hafa fjölmiðlar átt erfitt um vik að fá upplýsingar um hvað gerðist. 23.12.2009 01:00 Hatar jólin Ozzy Osbourne verður seint sakaður um að vera jólabarn. Hann segir bestu jólin hafa verið árið 2003 en þá lá hann meðvitundarlaus á spítala eftir mótorhjólaslys. Í viðtali við breska fjölmiðla segist Ozzy hreinlega hata jólin og jafnvel gjafir frá eiginkonunni Sharon hjálpi lítið til. 23.12.2009 00:30 Briem í Búdapest yfir jólin „Ég verð í Búdapest um jólin með kærustunni sem er þaðan," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvar hann verður yfir jólin á Jól.is. „Við röltum á milli jólamarkaða, förum kannski á skauta eða í bíó og fáum okkur jólaglögg og Kurtös Kalács sem er einskonar konunglegt hringbrauð bakað á teini." 22.12.2009 19:00 Andlátið eyðilagði heiminn minn - myndir Breski handritshöfundurinn Simon Monjack, sem giftist leikkonunni Brittany Murphy árið 2007, ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn í gær eftir að eiginkona hans lést síðasta sunnudag. Hann sagði sorgmæddur: „Heimurinn minn var eyðilagður í gær." Þá lagði Simon áherslu á að um var að ræða ósköp venjulegan dag í lífi þeirra hjóna daginn sem hún lést. 22.12.2009 17:30 Stjörnufans áritar - myndir Prinsessan og froskurinn, nýjasta meistaraverk Disney, var forsýnd í Sambíóunum síðustu helgi. Eins og myndirnar sýna mættu Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr, Laddi og Egill Ólafsson á svæðið og árituðu plaköt fyrir krakkana. Þau fara með helstu hlutverkin í myndinni. 22.12.2009 16:45 Tjúttað á fullu um jólin Tónleika- og skemmtanalífið í Reykjavík fer ekki í frí nema rétt yfir blájólin. Það er hellingur í gangi á Þorláksmessu og svo byrjar stuðið strax aftur á annan í jólum. 22.12.2009 06:45 Laddi gaf Jólasögu Þórhallur Sigurðsson, Laddi, afhenti Barnaspítala Hringsins fimmtíu eintök af plötunni Jólasaga sem hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti hans í Loftkastalanum. Áður hafði Laddi gefið Hjálparstarfi kirkjunnar tæplega eitt hundrað plötur og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans átján, auk þess sem plötur hafa verið gefnar á Facebook-síðu leikritsins. Á plötunni, rétt eins og í leikritinu, bregður Laddi sér í allra kvikinda líki. Fyrirferðarmestur er þó Skröggur gamli sem hefur óbeit á jólunum en er gefið óvænt tækifæri í lífinu til að láta gott af sér leiða. Jólasaga er þriðja platan sem Heyr Heyr gefur út. Í fyrra gaf fyrirtækið út plöturnar Íslenskar þjóðsögur I og II og Icelandic Folk Tales. 22.12.2009 06:30 Lærir söng í Los Angeles Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. 22.12.2009 06:15 Íslensk leikkona leggur Danmörk að fótum sér Stefanía Ómarsdóttir hefur heillað Dani uppúr skónum sem hin níu ára gamla Ásta í verkinu Seest. Henni er spáð miklum frama í dönsku leikhúsi og hún var á forsíðu Berlingske Tidende um helgina þar sem henni er hælt við hvert reipi. 22.12.2009 06:00 „Ég er búinn til fyrir sjónvarp“ „Ég er búinn til fyrir sjónvarp – ég er ekki með andlit fyrir útvarp,“ segir einkaþjálfarinn og rithöfundurinn Egill Einarsson. 22.12.2009 06:00 X-Factor í stað Idol Talið er að Idol-dómarinn Simon Cowell ætli að hætta í American Idol og snúa sér í staðinn að bandarísku útgáfunni af X-Factor. Sá þáttur hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi og telur Cowell að tími sé kominn til að finna honum farveg vestanhafs. „Það eru viðræður í gangi við forsvarsmenn American Idol og einnig um möguleikann á að færa X-Factor yfir til Bandaríkjanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og ekki hefur verið gengið frá neinum samningum,“ sagði talsmaður Cowells. 22.12.2009 06:00 Misnotaði lyfseðilsskyld lyf Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs. 22.12.2009 06:00 Valin á virta stuttmyndahátíð Vefsíðan rikivatnajokuls.is greindi frá því fyrir skemmstu að stuttmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hefði verið valin á árlega stuttmyndahátíð í Clermont í Frakklandi sem er ein af virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu. Stuttmyndin ber heitið Jóel og fjallar hún um unglingsstrákinn Jóel sem reynir að komast inn í krossaraklíku. 22.12.2009 06:00 Sigga og Móses í kvöld Hljómsveitirnar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar og Moses Hightower halda sameiginlega tónleika á Batteríinu í kvöld. Sigríður og hennar Heiðurspiltar hafa slegið í gegn á árinu, allt frá því að platan Á ljúflingshól kom út. Þar eru lög úr safni Jóns Múla sett í nýjan búning. Þetta verða líklegast síðustu tónleikar Sigríðar og Heiðurspilta í dágóðan tíma. 22.12.2009 05:15 Vill Tiger í Hangover 2 Todd Phillips vill fá golfarann Tiger Woods í framhaldsmyndina af Hangover. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum um allan heim komst núverið upp um framhjáhald Woods. Málið hefur valdið mikilli hneykslan, en golfarinn hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, Elin Nordegren. 22.12.2009 05:00 Hundur töframannsins of ljúfur fyrir illmennið Sykes „Hún kom á eitt rennsli en bara kolféll á krúttheitum,“ segir Þórir Sæmundsson sem leikur illmennið Bill Sykes í söngleiknum Oliver! sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. 22.12.2009 04:30 Avatar kemst í metabækurnar „Við bjuggumst við miklu en þetta er klárlega umfram gríðarlegar væntingar,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. 22.12.2009 04:15 Fegurðardís afhenti plötu Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir afhenti Jógvani og Friðriki Ómari platínuplötu í gærkvöldi fyrir góða sölu á plötunni Vinalög. Platan hefur selst í tíu þúsundum eintaka og er sú söluhæsta á landinu það sem af er þessu ári. Á plötunni, sem er tvöföld, syngur Friðrik Ómar þekkt færeysk lög á meðan Jógvan syngur íslenska slagara á færeysku, þar á meðal hið vinsæla Þú komst við hjartað í mér. Aðrar plötur sem gætu náð platínusölu fyrir jólin er Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma sem hafa báðar selst sérlega vel upp á síðkastið. 22.12.2009 04:00 Sótti um skilnað Tímaritið National Enquirer flutti í október frétt af því að Mathew Knowles, faðir og umboðsmaður söngkonunnar Beyonce, hafi feðrað barn utan hjónabands. Kanadísk kona hafði komið fram og sagst hafa átt í stuttu sambandi við Mathew og fór fram á faðernispróf til að sanna að Mathew væri í raun faðir barns hennar. Vefritið TMZ segir frá því að Tina Knowles, eiginkona Mathews, hafi sótt um skilnað eftir 29 ára hjónaband. 22.12.2009 03:45 Wood ekkert án Jo Meðlimir hljómsveitarinnar Rolling Stones hafa ákveðið að gefa Ronnie Wood úrslitakosti, annað hvort hættir hann drykkjunni eða hann hættir í hljómsveitinni. Samkvæmt erlendum tímaritum var það fyrrum eiginkona Woods sem gerði honum kleift að sinna tónlistinni sem skyldi. 22.12.2009 03:15 Demi í hart við ljósmyndara Leikkonan Demi Moore ætlar að draga ljósmyndarann Anthony Citrano fyrir dómstóla. Lögfræðingur Moore hefur sent Citrano bréf þar sem honum er hótað lögsókn dragi hann ekki ummæli sín um Moore til baka. Citrano benti á að svo virtist sem að forsíðumynd af Moore hefði verið ofunnin af myndvinnslumönnum tímaritsins W og því virðist sem hluta af læri leikkonunnar vanti. 22.12.2009 03:00 Sex ára raftónlistarmaður Isis Helga Pollock er sex ára gamall raftónlistarmaður sem semur tónlist undir heitinu The Form. Hún heldur úti eigin MySpace-síðu þar sem fólk getur hlýtt á tónlist hennar. 22.12.2009 03:00 Leiður á heilsufæðinu Tónlistarmaðurinn Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er sagður vera kominn leið á heilsufæðinu sem Nicole eldar á heimili þeirra. Leikkonan notar ekki sykur, salt, olíu eða smjör í eldamennskuna og er Urban oft sagður koma við á skyndibitastöðum, svo sem Wendy‘s, til að borða sig saddan. 22.12.2009 02:30 Fóru á stefnumót Samkvæmt heimildum áttu Madonna og George Clooney stefnumót saman stuttu eftir skilnað söngkonunnar við Guy Ritchie. Parið hittist á vinsælum veitingastað í New York en stefnumótið var að sögn heimildarmannsins hrein martröð. „George hugsaði með sér „afhverju ekki?“. Madonna er vel gefin, metnaðargjörn og falleg kona, því ætti hann ekki að fara á stefnumót með henni? Þau snæddu saman kvöldverð í New York en kvöldið reyndist vera hrein martröð. Hún reyndi stanslaust að vera fyndin en brandarar hennar voru ekki að hitta í mark og vildi ekki ræða við George á alvarlegu nótunum. Hann gat ekki beðið eftir að kvöldinu lyki,“ sagði heimildarmaðurinn. 22.12.2009 02:00 Jackass í þrívídd Johnny Knoxville og félagar hafa fengið grænt ljós á að framleiða næstu Jackass-mynd í þrívídd. Áætlað er að Jackass 3D komi út í október á næsta ári. 22.12.2009 01:15 Rage á toppnum í Bretlandi Killing in the Name með hljómsveitinni Rage Against the Machine situr á toppi breska vinsældarlistans um jólin - 17 árum eftir að lagið kom út. 22.12.2009 00:00 Jólalyktin fær alla Íslendinga til að gubba „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba," útskýrir Jógvan Hanson einlægur í viðtali við Jól.is. Lesa viðtalið í heild sinni hér. 21.12.2009 13:30 Klikkað stuð á Nasa - myndir Árlegur jólagrautur var haldinn á NASA um helgina í boði Jameson. Hljómsveitirnar Hjálmar, Múm og Hjaltalín sáu til þess að gestir skemmtu sér stórvel. Eins og myndirnar, sem Þorgeir Ólafsson ljósmyndari tók, sýna var vel mætt á tónleikana og fílingurinn vægast sagt frábær. 21.12.2009 10:45 Ráðherrar fengu kaldar kveðjur á frumsýningu Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson, sendi ráðamönnum þjóðarinnar kaldar kveðjur þegar hann flutti stutta tölu á undan frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói. Fyrirhugaður niðurskurður ríkistjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Kvikmyndamiðstöð og þar af leiðandi kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hefur mætt harðri andspyrnu kvikmyndagerðarmanna sem telja að með honum verði atvinnugreininni hreinlega slátrað. Menningamálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún muni reyna að fá þessum niðurskurði breytt. 21.12.2009 07:00 Fallnar stjörnur Fjöldi þekktra einstaklinga féll frá árið 2009 og var poppgoðið Michael Jackson þar á meðal. Andláti frægra stjarna fylgir ávalt mikil eftirsjá, en víst er að minning þeirra mun lifa áfram um ókomna tíð. 21.12.2009 06:15 Eltihrellir sakfelldur 37 ára maður hefur verið fangelsaður fyrir að hafa setið um leikaraparið Jennifer Garner og Ben Affleck. Hann var handtekinn síðastliðinn mánudag eftir að hann birtist skyndilega í leikskóla dóttur þeirra. Réttað var í málinu fyrir skömmu þar sem maðurinn lýsti yfir sakleysi sínu. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið nálgunarbann sem Garner fékk sett á hann á síðasta ári. Hann var einnig dæmdur til að halda sig fjarri Garner og fjölskyldu hennar um leið og hann yrði leystur úr varðhaldi. 21.12.2009 06:00 Vill eignast fleiri börn Sarah Jessica Parker segist gjarnan vilja eignast fleiri börn. Leikkonan á soninn James, sjö ára, og fimm mánaða tvíburana Lorettu og Tabithu með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today útilokar leikkonan ekki ættleiðingu, en þau hjón eignuðust tvíburana með hjálp staðgöngumóður. 21.12.2009 06:00 Djassað í kvöld Í kvöld verða haldnir tónleikar í djasskjallaranum Café Cultura við Hverfisgötu. Saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson munu leiða djasshljómsveit með úrvalstónlistarmönnum. Haukur og Óskar eru tveir af okkar allra bestu djassleikurum og verður án efa líf í tuskunum. Eftir hlé verður að venju svokölluð “djammsession” en þá er þeim sem það kjósa frjálst að koma upp og leika með þeim félögum af fingrum fram. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bebopfélags Reykjavíkur en félagið hefur staðið fyrir tónleikum á hverjum mánudegi í allt haust. Blásið verður til leiks kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur. 21.12.2009 06:00 Buffari selur fimmaurabrandara „Þetta eru fimmaurabrandarar fyrir lengra komna,“ segir Pétur Örn Guðmundsson - Pétur „Jesús“ í Buffinu - um boli sem hann hefur hafið framleiðslu á. Hann kallar fyrirtækið Kríp í dós. „Maður hefur verið að skrifa niður allskonar hugmyndir í gegnum tíðina en ég hef aldrei gert neitt í því. Núna ákvað ég að kýla loksins á þetta,“ segir hann. Pétur hefur búið til fimm tegundir af bolum til að byrja með. „Þetta eru meðal annars bolirnir Ég kemst í hátíðarsaab og Afi María. Einn er stílaður upp á krakkana og er með mynd af krókódíl með dekkjum og það stendur „Krókóbíll“ á honum. Ein týpan enn er af Jesú að tala voða mikið fyrir framan eitthvað fólk og undir stendur „Kristsmas“.“ 21.12.2009 05:00 Eins og tvær doktorsritgerðir „Ég held að það liggi um þrjú þúsund heimildir til grundvallar þessari bók. Þetta er heimildarvinna á við tvær doktorsritgerðir,“ segir Jónas Knútsson, sem sendi á dögunum frá sér Bíósögu Bandaríkjanna. 21.12.2009 04:00 Danir bera saman Yrsu og Hallgrím Hallgrímur Helgason fær frábæra dóma fyrir bók sína 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp í danska blaðinu Berlinske Tidende, eða fimm stjörnur. Í umfjölluninni er bókin borin saman við glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, þar sem Hallgrímur hefur vinninginn. „Hallgrímur Helgason leikur sér að glæpasagnaforminu og fær íslensku glæpasagnadrottinguna Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í samanburðinum,“ skrifaði gagnrýnandinn. Áður hafði bók Hallgríms fengið fjórar stjörnur í Politiken fimm stjörnur í Jyllandsposten . Í sjónvarpi sagði menningarritstjóri Jyllandsposten hana eina af tveimur bestu bókum haustsins. 21.12.2009 03:45 Mætti óvænt á ráðstefnu Thom Yorke, söngvari Radiohead, mætti óvænt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Umhverfismál hafa verið Yorke afar hugleikin um árin og hefur hann að undanförnu bloggað óspart um ráðstefnuna á heimasíðu Radiohead. Svo virðist sem honum hafi leiðst þófið því skyndilega birtist hann í Kaupmannahöfn með blaðamannapassa um hálsinn til að fylgjast með framvindu mála með eigin augum. Hann segir gagnsæi hafi vantað á ráðstefnuna og að hinn almenni borgari botni hvorki upp né niður í þróun mála. 21.12.2009 03:30 Stórstjörnur á Nine Heimsfrægir leikara og tónlistarmenn lögðu leið sína á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Nine í London fyrr í mánuðinum. Á meðal leikara í myndinni eru Kate Hudson, Nicole Kidman, Penelope Cruz og Daniel Day-Lewis og mættu þau öll á rauða dregilinn fyrir frumsýninguna, en myndin er væntanleg í kvikmyndahús út um allan heim eftir jól. -ag 21.12.2009 03:00 Föt Coldplay til sölu Coldplay ætla að selja föt sín og gefa ágóðann til góðgerðarmála. Hljómsveitin vonast til að safna þúsundum punda fyrir Kids Company góðgerðarsamtökin með því að selja fatnað svo sem skó sem þeir klæddust á Glastonbury tónlistarhátíðinni og fyrsta gítar söngvarans Chris Martin. Þá ætla þeir að selja jakkana fjóra sem hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu sjálfir til og klæddust á heimstónleikaferðalagi sínu Viva la Vida. 21.12.2009 02:30 Jafnar sig á árás Breska söngkonan Leona Lewis segist vera búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í bókabúð í London í október. Þá vatt sér ókunnur maður upp að henni er hún var að árita sjálfsævisögu sína og sló hana í andlitið. „Til að byrja með var þetta mikið áfall og ég var í miklu uppnámi en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Ég vil bara horfa fram á veginn og ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Enda hefur það ekki gert það,“ sagði hin 24 ára Lewis. 21.12.2009 02:00 Presturinn fullur „Þetta var með skemmtilegri messum sem ég hef farið í verð ég að segja," segir Elíza Geirsdóttir Newman. „Ég eyddi jólunum í Cornwall í Englandi fyrir nokkrum árum og fór í miðnæturmessu sem var alveg óskaplega skemmtileg," segi hún. „Rafmagnið fór af, jólatréð datt ofan á einhvern gamlan kall, presturinn var fullur, kórinn alveg svakalega falskur og svo kom flóð og enginn komst út í klukkutíma." Sjá viðtalið við Elízu hér. 20.12.2009 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir er hin fullkomna tala Út eru komnar tvær plötur sem eiga það sameiginlegt að Henrik Björnsson í Singapore Sling er á þeim báðum. Þetta er platan Songs for the birds með dúettinum Hank & Tank (Henrik og Þorgeir Guðmundsson) og samnefnd plata með dúettinum The Go-Go Darkness (Henrik og Elsa María Blöndal). Öll þrjú hittu Dr. Gunna. 23.12.2009 06:00
Söngleikur með lögum Magga Eiríks „Hann er náttúrlega einn allra besti lagahöfundur landsins,“ segir Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri, sem staðfestir að í undirbúningi sé söngleikur með lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Það eru flottar sögur í mörgum lögunum hans og við teljum að það sé þarna efni í virkilega flotta sýningu. Hér er verið að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig er hægt að nálgast þetta á sviði. Svo sjáum við til hvað verður úr því.“ 23.12.2009 05:00
Jólaþulir borða konfekt og kaffi Guðmundur Benediktsson þulur er einn þeirra sem les upp jólakveðjurnar á Rás 1 í dag. Upplesturinn er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra landsmanna og hefur kveðjunum rignt inn frá 14. desember, en hætt var að taka á móti kveðjum klukkan fimm í gær. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er fjöldi kveðja svipaður og hefur verið undanfarin ár og því ljóst að þjóðin nýtur þess enn að senda náunganum kveðju á öld sms-skeyta og tölvupósta. 23.12.2009 04:00
Kryddpíur fullar um jólin Emma Bunton lýsti því yfir í samtali við Daily Express að um hver jól safnist kryddstúlkurnar saman heima hjá Victoriu og David Beckham, drekki slatta af víni og borði góðan mat. Þau syngi síðan með gömlum Spice Girls-slögurum. 23.12.2009 02:00
Sonurinn á spítala Sonur Jon Bon Jovi var fluttur í skyndi á spítala í New Jersey. Ekki er vitað hvaða sonur þetta var en atvikið var ekki talið alvarlegt. Sökum fannfergis sem hefur truflað flestar samgöngur á vesturströnd Bandaríkjanna var kallað út snjóruðningstæki til að flytja son gallabuxnarokkarans á sjúkrahús. Jon Bon Jovi á þrjá syni: Jesse sem er fjórtán ára, hinn sjö ára gamla Jacob og fimm ára gamla Romeo. Hann hefur haldið hlífðarskildi yfir fjölskyldu sinni og því hafa fjölmiðlar átt erfitt um vik að fá upplýsingar um hvað gerðist. 23.12.2009 01:00
Hatar jólin Ozzy Osbourne verður seint sakaður um að vera jólabarn. Hann segir bestu jólin hafa verið árið 2003 en þá lá hann meðvitundarlaus á spítala eftir mótorhjólaslys. Í viðtali við breska fjölmiðla segist Ozzy hreinlega hata jólin og jafnvel gjafir frá eiginkonunni Sharon hjálpi lítið til. 23.12.2009 00:30
Briem í Búdapest yfir jólin „Ég verð í Búdapest um jólin með kærustunni sem er þaðan," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvar hann verður yfir jólin á Jól.is. „Við röltum á milli jólamarkaða, förum kannski á skauta eða í bíó og fáum okkur jólaglögg og Kurtös Kalács sem er einskonar konunglegt hringbrauð bakað á teini." 22.12.2009 19:00
Andlátið eyðilagði heiminn minn - myndir Breski handritshöfundurinn Simon Monjack, sem giftist leikkonunni Brittany Murphy árið 2007, ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn í gær eftir að eiginkona hans lést síðasta sunnudag. Hann sagði sorgmæddur: „Heimurinn minn var eyðilagður í gær." Þá lagði Simon áherslu á að um var að ræða ósköp venjulegan dag í lífi þeirra hjóna daginn sem hún lést. 22.12.2009 17:30
Stjörnufans áritar - myndir Prinsessan og froskurinn, nýjasta meistaraverk Disney, var forsýnd í Sambíóunum síðustu helgi. Eins og myndirnar sýna mættu Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr, Laddi og Egill Ólafsson á svæðið og árituðu plaköt fyrir krakkana. Þau fara með helstu hlutverkin í myndinni. 22.12.2009 16:45
Tjúttað á fullu um jólin Tónleika- og skemmtanalífið í Reykjavík fer ekki í frí nema rétt yfir blájólin. Það er hellingur í gangi á Þorláksmessu og svo byrjar stuðið strax aftur á annan í jólum. 22.12.2009 06:45
Laddi gaf Jólasögu Þórhallur Sigurðsson, Laddi, afhenti Barnaspítala Hringsins fimmtíu eintök af plötunni Jólasaga sem hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti hans í Loftkastalanum. Áður hafði Laddi gefið Hjálparstarfi kirkjunnar tæplega eitt hundrað plötur og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans átján, auk þess sem plötur hafa verið gefnar á Facebook-síðu leikritsins. Á plötunni, rétt eins og í leikritinu, bregður Laddi sér í allra kvikinda líki. Fyrirferðarmestur er þó Skröggur gamli sem hefur óbeit á jólunum en er gefið óvænt tækifæri í lífinu til að láta gott af sér leiða. Jólasaga er þriðja platan sem Heyr Heyr gefur út. Í fyrra gaf fyrirtækið út plöturnar Íslenskar þjóðsögur I og II og Icelandic Folk Tales. 22.12.2009 06:30
Lærir söng í Los Angeles Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. 22.12.2009 06:15
Íslensk leikkona leggur Danmörk að fótum sér Stefanía Ómarsdóttir hefur heillað Dani uppúr skónum sem hin níu ára gamla Ásta í verkinu Seest. Henni er spáð miklum frama í dönsku leikhúsi og hún var á forsíðu Berlingske Tidende um helgina þar sem henni er hælt við hvert reipi. 22.12.2009 06:00
„Ég er búinn til fyrir sjónvarp“ „Ég er búinn til fyrir sjónvarp – ég er ekki með andlit fyrir útvarp,“ segir einkaþjálfarinn og rithöfundurinn Egill Einarsson. 22.12.2009 06:00
X-Factor í stað Idol Talið er að Idol-dómarinn Simon Cowell ætli að hætta í American Idol og snúa sér í staðinn að bandarísku útgáfunni af X-Factor. Sá þáttur hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi og telur Cowell að tími sé kominn til að finna honum farveg vestanhafs. „Það eru viðræður í gangi við forsvarsmenn American Idol og einnig um möguleikann á að færa X-Factor yfir til Bandaríkjanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og ekki hefur verið gengið frá neinum samningum,“ sagði talsmaður Cowells. 22.12.2009 06:00
Misnotaði lyfseðilsskyld lyf Leikkonan Brittany Murphy hafði tekið lyfseðilsskyld lyf við flensueinkennum í nokkra daga áður en hún lést úr hjartaáfalli á sunnudaginn. Fjölmörg slík lyf fundust á heimili hennar. Hún byrjaði að kasta upp snemma á sunnudagsmorgninum og sagði hún meðlimum úr fjölskyldu sinni að sér liði mjög illa. Murphy hneig síðan niður á baðherbergi sínu og var í framhaldinu flutt á sjúkrahús. Þar var þrívegis reynt að lífga hana við en án árangurs. 22.12.2009 06:00
Valin á virta stuttmyndahátíð Vefsíðan rikivatnajokuls.is greindi frá því fyrir skemmstu að stuttmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hefði verið valin á árlega stuttmyndahátíð í Clermont í Frakklandi sem er ein af virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu. Stuttmyndin ber heitið Jóel og fjallar hún um unglingsstrákinn Jóel sem reynir að komast inn í krossaraklíku. 22.12.2009 06:00
Sigga og Móses í kvöld Hljómsveitirnar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar og Moses Hightower halda sameiginlega tónleika á Batteríinu í kvöld. Sigríður og hennar Heiðurspiltar hafa slegið í gegn á árinu, allt frá því að platan Á ljúflingshól kom út. Þar eru lög úr safni Jóns Múla sett í nýjan búning. Þetta verða líklegast síðustu tónleikar Sigríðar og Heiðurspilta í dágóðan tíma. 22.12.2009 05:15
Vill Tiger í Hangover 2 Todd Phillips vill fá golfarann Tiger Woods í framhaldsmyndina af Hangover. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum um allan heim komst núverið upp um framhjáhald Woods. Málið hefur valdið mikilli hneykslan, en golfarinn hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, Elin Nordegren. 22.12.2009 05:00
Hundur töframannsins of ljúfur fyrir illmennið Sykes „Hún kom á eitt rennsli en bara kolféll á krúttheitum,“ segir Þórir Sæmundsson sem leikur illmennið Bill Sykes í söngleiknum Oliver! sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. 22.12.2009 04:30
Avatar kemst í metabækurnar „Við bjuggumst við miklu en þetta er klárlega umfram gríðarlegar væntingar,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu. 22.12.2009 04:15
Fegurðardís afhenti plötu Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir afhenti Jógvani og Friðriki Ómari platínuplötu í gærkvöldi fyrir góða sölu á plötunni Vinalög. Platan hefur selst í tíu þúsundum eintaka og er sú söluhæsta á landinu það sem af er þessu ári. Á plötunni, sem er tvöföld, syngur Friðrik Ómar þekkt færeysk lög á meðan Jógvan syngur íslenska slagara á færeysku, þar á meðal hið vinsæla Þú komst við hjartað í mér. Aðrar plötur sem gætu náð platínusölu fyrir jólin er Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma sem hafa báðar selst sérlega vel upp á síðkastið. 22.12.2009 04:00
Sótti um skilnað Tímaritið National Enquirer flutti í október frétt af því að Mathew Knowles, faðir og umboðsmaður söngkonunnar Beyonce, hafi feðrað barn utan hjónabands. Kanadísk kona hafði komið fram og sagst hafa átt í stuttu sambandi við Mathew og fór fram á faðernispróf til að sanna að Mathew væri í raun faðir barns hennar. Vefritið TMZ segir frá því að Tina Knowles, eiginkona Mathews, hafi sótt um skilnað eftir 29 ára hjónaband. 22.12.2009 03:45
Wood ekkert án Jo Meðlimir hljómsveitarinnar Rolling Stones hafa ákveðið að gefa Ronnie Wood úrslitakosti, annað hvort hættir hann drykkjunni eða hann hættir í hljómsveitinni. Samkvæmt erlendum tímaritum var það fyrrum eiginkona Woods sem gerði honum kleift að sinna tónlistinni sem skyldi. 22.12.2009 03:15
Demi í hart við ljósmyndara Leikkonan Demi Moore ætlar að draga ljósmyndarann Anthony Citrano fyrir dómstóla. Lögfræðingur Moore hefur sent Citrano bréf þar sem honum er hótað lögsókn dragi hann ekki ummæli sín um Moore til baka. Citrano benti á að svo virtist sem að forsíðumynd af Moore hefði verið ofunnin af myndvinnslumönnum tímaritsins W og því virðist sem hluta af læri leikkonunnar vanti. 22.12.2009 03:00
Sex ára raftónlistarmaður Isis Helga Pollock er sex ára gamall raftónlistarmaður sem semur tónlist undir heitinu The Form. Hún heldur úti eigin MySpace-síðu þar sem fólk getur hlýtt á tónlist hennar. 22.12.2009 03:00
Leiður á heilsufæðinu Tónlistarmaðurinn Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er sagður vera kominn leið á heilsufæðinu sem Nicole eldar á heimili þeirra. Leikkonan notar ekki sykur, salt, olíu eða smjör í eldamennskuna og er Urban oft sagður koma við á skyndibitastöðum, svo sem Wendy‘s, til að borða sig saddan. 22.12.2009 02:30
Fóru á stefnumót Samkvæmt heimildum áttu Madonna og George Clooney stefnumót saman stuttu eftir skilnað söngkonunnar við Guy Ritchie. Parið hittist á vinsælum veitingastað í New York en stefnumótið var að sögn heimildarmannsins hrein martröð. „George hugsaði með sér „afhverju ekki?“. Madonna er vel gefin, metnaðargjörn og falleg kona, því ætti hann ekki að fara á stefnumót með henni? Þau snæddu saman kvöldverð í New York en kvöldið reyndist vera hrein martröð. Hún reyndi stanslaust að vera fyndin en brandarar hennar voru ekki að hitta í mark og vildi ekki ræða við George á alvarlegu nótunum. Hann gat ekki beðið eftir að kvöldinu lyki,“ sagði heimildarmaðurinn. 22.12.2009 02:00
Jackass í þrívídd Johnny Knoxville og félagar hafa fengið grænt ljós á að framleiða næstu Jackass-mynd í þrívídd. Áætlað er að Jackass 3D komi út í október á næsta ári. 22.12.2009 01:15
Rage á toppnum í Bretlandi Killing in the Name með hljómsveitinni Rage Against the Machine situr á toppi breska vinsældarlistans um jólin - 17 árum eftir að lagið kom út. 22.12.2009 00:00
Jólalyktin fær alla Íslendinga til að gubba „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba," útskýrir Jógvan Hanson einlægur í viðtali við Jól.is. Lesa viðtalið í heild sinni hér. 21.12.2009 13:30
Klikkað stuð á Nasa - myndir Árlegur jólagrautur var haldinn á NASA um helgina í boði Jameson. Hljómsveitirnar Hjálmar, Múm og Hjaltalín sáu til þess að gestir skemmtu sér stórvel. Eins og myndirnar, sem Þorgeir Ólafsson ljósmyndari tók, sýna var vel mætt á tónleikana og fílingurinn vægast sagt frábær. 21.12.2009 10:45
Ráðherrar fengu kaldar kveðjur á frumsýningu Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson, sendi ráðamönnum þjóðarinnar kaldar kveðjur þegar hann flutti stutta tölu á undan frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói. Fyrirhugaður niðurskurður ríkistjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Kvikmyndamiðstöð og þar af leiðandi kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hefur mætt harðri andspyrnu kvikmyndagerðarmanna sem telja að með honum verði atvinnugreininni hreinlega slátrað. Menningamálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún muni reyna að fá þessum niðurskurði breytt. 21.12.2009 07:00
Fallnar stjörnur Fjöldi þekktra einstaklinga féll frá árið 2009 og var poppgoðið Michael Jackson þar á meðal. Andláti frægra stjarna fylgir ávalt mikil eftirsjá, en víst er að minning þeirra mun lifa áfram um ókomna tíð. 21.12.2009 06:15
Eltihrellir sakfelldur 37 ára maður hefur verið fangelsaður fyrir að hafa setið um leikaraparið Jennifer Garner og Ben Affleck. Hann var handtekinn síðastliðinn mánudag eftir að hann birtist skyndilega í leikskóla dóttur þeirra. Réttað var í málinu fyrir skömmu þar sem maðurinn lýsti yfir sakleysi sínu. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið nálgunarbann sem Garner fékk sett á hann á síðasta ári. Hann var einnig dæmdur til að halda sig fjarri Garner og fjölskyldu hennar um leið og hann yrði leystur úr varðhaldi. 21.12.2009 06:00
Vill eignast fleiri börn Sarah Jessica Parker segist gjarnan vilja eignast fleiri börn. Leikkonan á soninn James, sjö ára, og fimm mánaða tvíburana Lorettu og Tabithu með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today útilokar leikkonan ekki ættleiðingu, en þau hjón eignuðust tvíburana með hjálp staðgöngumóður. 21.12.2009 06:00
Djassað í kvöld Í kvöld verða haldnir tónleikar í djasskjallaranum Café Cultura við Hverfisgötu. Saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson munu leiða djasshljómsveit með úrvalstónlistarmönnum. Haukur og Óskar eru tveir af okkar allra bestu djassleikurum og verður án efa líf í tuskunum. Eftir hlé verður að venju svokölluð “djammsession” en þá er þeim sem það kjósa frjálst að koma upp og leika með þeim félögum af fingrum fram. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bebopfélags Reykjavíkur en félagið hefur staðið fyrir tónleikum á hverjum mánudegi í allt haust. Blásið verður til leiks kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur. 21.12.2009 06:00
Buffari selur fimmaurabrandara „Þetta eru fimmaurabrandarar fyrir lengra komna,“ segir Pétur Örn Guðmundsson - Pétur „Jesús“ í Buffinu - um boli sem hann hefur hafið framleiðslu á. Hann kallar fyrirtækið Kríp í dós. „Maður hefur verið að skrifa niður allskonar hugmyndir í gegnum tíðina en ég hef aldrei gert neitt í því. Núna ákvað ég að kýla loksins á þetta,“ segir hann. Pétur hefur búið til fimm tegundir af bolum til að byrja með. „Þetta eru meðal annars bolirnir Ég kemst í hátíðarsaab og Afi María. Einn er stílaður upp á krakkana og er með mynd af krókódíl með dekkjum og það stendur „Krókóbíll“ á honum. Ein týpan enn er af Jesú að tala voða mikið fyrir framan eitthvað fólk og undir stendur „Kristsmas“.“ 21.12.2009 05:00
Eins og tvær doktorsritgerðir „Ég held að það liggi um þrjú þúsund heimildir til grundvallar þessari bók. Þetta er heimildarvinna á við tvær doktorsritgerðir,“ segir Jónas Knútsson, sem sendi á dögunum frá sér Bíósögu Bandaríkjanna. 21.12.2009 04:00
Danir bera saman Yrsu og Hallgrím Hallgrímur Helgason fær frábæra dóma fyrir bók sína 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp í danska blaðinu Berlinske Tidende, eða fimm stjörnur. Í umfjölluninni er bókin borin saman við glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, þar sem Hallgrímur hefur vinninginn. „Hallgrímur Helgason leikur sér að glæpasagnaforminu og fær íslensku glæpasagnadrottinguna Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í samanburðinum,“ skrifaði gagnrýnandinn. Áður hafði bók Hallgríms fengið fjórar stjörnur í Politiken fimm stjörnur í Jyllandsposten . Í sjónvarpi sagði menningarritstjóri Jyllandsposten hana eina af tveimur bestu bókum haustsins. 21.12.2009 03:45
Mætti óvænt á ráðstefnu Thom Yorke, söngvari Radiohead, mætti óvænt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Umhverfismál hafa verið Yorke afar hugleikin um árin og hefur hann að undanförnu bloggað óspart um ráðstefnuna á heimasíðu Radiohead. Svo virðist sem honum hafi leiðst þófið því skyndilega birtist hann í Kaupmannahöfn með blaðamannapassa um hálsinn til að fylgjast með framvindu mála með eigin augum. Hann segir gagnsæi hafi vantað á ráðstefnuna og að hinn almenni borgari botni hvorki upp né niður í þróun mála. 21.12.2009 03:30
Stórstjörnur á Nine Heimsfrægir leikara og tónlistarmenn lögðu leið sína á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Nine í London fyrr í mánuðinum. Á meðal leikara í myndinni eru Kate Hudson, Nicole Kidman, Penelope Cruz og Daniel Day-Lewis og mættu þau öll á rauða dregilinn fyrir frumsýninguna, en myndin er væntanleg í kvikmyndahús út um allan heim eftir jól. -ag 21.12.2009 03:00
Föt Coldplay til sölu Coldplay ætla að selja föt sín og gefa ágóðann til góðgerðarmála. Hljómsveitin vonast til að safna þúsundum punda fyrir Kids Company góðgerðarsamtökin með því að selja fatnað svo sem skó sem þeir klæddust á Glastonbury tónlistarhátíðinni og fyrsta gítar söngvarans Chris Martin. Þá ætla þeir að selja jakkana fjóra sem hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu sjálfir til og klæddust á heimstónleikaferðalagi sínu Viva la Vida. 21.12.2009 02:30
Jafnar sig á árás Breska söngkonan Leona Lewis segist vera búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í bókabúð í London í október. Þá vatt sér ókunnur maður upp að henni er hún var að árita sjálfsævisögu sína og sló hana í andlitið. „Til að byrja með var þetta mikið áfall og ég var í miklu uppnámi en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Ég vil bara horfa fram á veginn og ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Enda hefur það ekki gert það,“ sagði hin 24 ára Lewis. 21.12.2009 02:00
Presturinn fullur „Þetta var með skemmtilegri messum sem ég hef farið í verð ég að segja," segir Elíza Geirsdóttir Newman. „Ég eyddi jólunum í Cornwall í Englandi fyrir nokkrum árum og fór í miðnæturmessu sem var alveg óskaplega skemmtileg," segi hún. „Rafmagnið fór af, jólatréð datt ofan á einhvern gamlan kall, presturinn var fullur, kórinn alveg svakalega falskur og svo kom flóð og enginn komst út í klukkutíma." Sjá viðtalið við Elízu hér. 20.12.2009 17:15