Lífið

X-Factor í stað Idol

Cowell mun hugsanlega hætta í American Idol og snúa sér í staðinn að X-Factor.
Cowell mun hugsanlega hætta í American Idol og snúa sér í staðinn að X-Factor.

Talið er að Idol-dómarinn Simon Cowell ætli að hætta í American Idol og snúa sér í staðinn að bandarísku útgáfunni af X-Factor. Sá þáttur hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi og telur Cowell að tími sé kominn til að finna honum farveg vestanhafs. „Það eru viðræður í gangi við forsvarsmenn American Idol og einnig um möguleikann á að færa X-Factor yfir til Bandaríkjanna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og ekki hefur verið gengið frá neinum samningum,“ sagði talsmaður Cowells.

Samningur hans við Idol rennur út í maí næstkomandi. Undanfarin átta ár hefur Cowell verið aðalstjarna þáttanna og grætt á tá og fingri. Hann hefur einnig verið dómari í X-Factor í Bretlandi en fjögur ár eru liðin síðan þátturinn hóf göngu sína. Þátturinn hefur aldrei verið vinsælli þar í landi því í síðustu viku horfðu nítján milljónir á lokaþáttinn, sem er nýtt met.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.