Lærir söng í Los Angeles 22. desember 2009 06:15 Gréta Karen stundar nám í Musicians Institute í Hollywood og útskrifast í mars á næsta ári.Fréttablaðið/GVA Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var fjögurra ára með sippuband inni í stofu,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir, spurð hvenær söngáhuginn kviknaði. „Ég var í klassísku píanónámi frá tíu ára til sextán og var alltaf syngjandi. Ég endaði svo í Complete Vocal tecnique skólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan jólin 2007, en það var Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem hvatti mig til að skella mér þangað,“ útskýrir Gréta sem stundar nú nám við Musicians Institute í Hollywood. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í vinnu sem mér hundleiddist í. Þá hitti ég kunningja minn sem hafði áður búið í LA og hann stakk upp á við færum þangað saman. 1. apríl í fyrra fórum við út og ætluðum að vera í tvær vikur en ég framlengdi ferðina og sótti um í Musicians Institute. Um sumarið fékk ég svo að vita að ég kæmist inn svo ég flutti út um haustið,“ útskýrir Gréta sem lærir meðal annars hljómborðsleik, tónfræði, lagasmíðar og hljómsveitastjórnun í skólanum sem er staðsettur á Hollywood Boulevard . „Þetta er eins og hálfs árs nám, en þá lýk ég associate of art degree,“ segir hún. Spurð segist Gréta hafa mest gaman af því að syngja blústónlist. „Ég hef gaman af soul, gospel, r&b og sérstaklega blús. Það er það sem heillar mig mest,“ segir hún, en viðurkennir að hún hafi verið haldin miklum sviðsskrekk áður en hún fór til Danmerkur sem hún varð að vinna bug á. „Ég gat alveg sungið en þorði varla að syngja fyrir framan nokkurn mann. Enginn trúði því samt fyrr en fólk sá mig skjálfandi á gólfinu. Ég vissi að ég varð að hætta þessu rugli svo ég bjó mér svo bara til annan karakter sem fer upp á svið. Ég fæ samt ennþá alltaf sting í magann þegar ég kem fram.“ Gréta er dóttir Grétars Örvarssonar, tónlistarmanns og segir hún hann hafa stutt við bakið á sér í náminu. „Pabbi vildi fyrst að ég yrði lögfræðingur eða læknir og vildi ekki að ég færi í tónlistarbransann. Hann vildi að ég væri viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun svo það var ekki fyrr en hann sá að mér var alvara að hann fór að styðja mig og hefur gert allar götur síðan“ útskýrir hún og segist einnig hafa notið dyggs stuðnings Atla Örvarssonar föðurbróður síns sem er búsettur í Los Angeles. Sjálf segist hún kunna vel við sig í borginni. „Mér líkar vel við mig í LA, en er samt búin að þurfa að flytja nokkrum sinnum og vera í íbúð með kakkalökkum og termítum. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri, sérstaklega þegar hrunið varð og ég svaf á vindsæng fyrstu mánuðina. Þá var ekki hægt að senda peninga út, en svo fór þetta allt að verða betra,“ bætir hún við. Gréta útskrifast í mars á næsta ári og að útskrift lokinni segist hún ætla að vinna í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég hef áhuga á að verða aðstoðarkona „music supervisor“ sem sér um að koma lögum í sjónvarpsþætti eða bíómyndir. Samtímis því er planið að reyna að semja mitt eigið efni, spila og taka gigg í LA. Draumurinn er svo náttúrulega að geta unnið við tónlist alla ævi, hvar svo sem það verður.“ alma@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var fjögurra ára með sippuband inni í stofu,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir, spurð hvenær söngáhuginn kviknaði. „Ég var í klassísku píanónámi frá tíu ára til sextán og var alltaf syngjandi. Ég endaði svo í Complete Vocal tecnique skólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan jólin 2007, en það var Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem hvatti mig til að skella mér þangað,“ útskýrir Gréta sem stundar nú nám við Musicians Institute í Hollywood. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í vinnu sem mér hundleiddist í. Þá hitti ég kunningja minn sem hafði áður búið í LA og hann stakk upp á við færum þangað saman. 1. apríl í fyrra fórum við út og ætluðum að vera í tvær vikur en ég framlengdi ferðina og sótti um í Musicians Institute. Um sumarið fékk ég svo að vita að ég kæmist inn svo ég flutti út um haustið,“ útskýrir Gréta sem lærir meðal annars hljómborðsleik, tónfræði, lagasmíðar og hljómsveitastjórnun í skólanum sem er staðsettur á Hollywood Boulevard . „Þetta er eins og hálfs árs nám, en þá lýk ég associate of art degree,“ segir hún. Spurð segist Gréta hafa mest gaman af því að syngja blústónlist. „Ég hef gaman af soul, gospel, r&b og sérstaklega blús. Það er það sem heillar mig mest,“ segir hún, en viðurkennir að hún hafi verið haldin miklum sviðsskrekk áður en hún fór til Danmerkur sem hún varð að vinna bug á. „Ég gat alveg sungið en þorði varla að syngja fyrir framan nokkurn mann. Enginn trúði því samt fyrr en fólk sá mig skjálfandi á gólfinu. Ég vissi að ég varð að hætta þessu rugli svo ég bjó mér svo bara til annan karakter sem fer upp á svið. Ég fæ samt ennþá alltaf sting í magann þegar ég kem fram.“ Gréta er dóttir Grétars Örvarssonar, tónlistarmanns og segir hún hann hafa stutt við bakið á sér í náminu. „Pabbi vildi fyrst að ég yrði lögfræðingur eða læknir og vildi ekki að ég færi í tónlistarbransann. Hann vildi að ég væri viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun svo það var ekki fyrr en hann sá að mér var alvara að hann fór að styðja mig og hefur gert allar götur síðan“ útskýrir hún og segist einnig hafa notið dyggs stuðnings Atla Örvarssonar föðurbróður síns sem er búsettur í Los Angeles. Sjálf segist hún kunna vel við sig í borginni. „Mér líkar vel við mig í LA, en er samt búin að þurfa að flytja nokkrum sinnum og vera í íbúð með kakkalökkum og termítum. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri, sérstaklega þegar hrunið varð og ég svaf á vindsæng fyrstu mánuðina. Þá var ekki hægt að senda peninga út, en svo fór þetta allt að verða betra,“ bætir hún við. Gréta útskrifast í mars á næsta ári og að útskrift lokinni segist hún ætla að vinna í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég hef áhuga á að verða aðstoðarkona „music supervisor“ sem sér um að koma lögum í sjónvarpsþætti eða bíómyndir. Samtímis því er planið að reyna að semja mitt eigið efni, spila og taka gigg í LA. Draumurinn er svo náttúrulega að geta unnið við tónlist alla ævi, hvar svo sem það verður.“ alma@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira