Lærir söng í Los Angeles 22. desember 2009 06:15 Gréta Karen stundar nám í Musicians Institute í Hollywood og útskrifast í mars á næsta ári.Fréttablaðið/GVA Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var fjögurra ára með sippuband inni í stofu,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir, spurð hvenær söngáhuginn kviknaði. „Ég var í klassísku píanónámi frá tíu ára til sextán og var alltaf syngjandi. Ég endaði svo í Complete Vocal tecnique skólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan jólin 2007, en það var Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem hvatti mig til að skella mér þangað,“ útskýrir Gréta sem stundar nú nám við Musicians Institute í Hollywood. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í vinnu sem mér hundleiddist í. Þá hitti ég kunningja minn sem hafði áður búið í LA og hann stakk upp á við færum þangað saman. 1. apríl í fyrra fórum við út og ætluðum að vera í tvær vikur en ég framlengdi ferðina og sótti um í Musicians Institute. Um sumarið fékk ég svo að vita að ég kæmist inn svo ég flutti út um haustið,“ útskýrir Gréta sem lærir meðal annars hljómborðsleik, tónfræði, lagasmíðar og hljómsveitastjórnun í skólanum sem er staðsettur á Hollywood Boulevard . „Þetta er eins og hálfs árs nám, en þá lýk ég associate of art degree,“ segir hún. Spurð segist Gréta hafa mest gaman af því að syngja blústónlist. „Ég hef gaman af soul, gospel, r&b og sérstaklega blús. Það er það sem heillar mig mest,“ segir hún, en viðurkennir að hún hafi verið haldin miklum sviðsskrekk áður en hún fór til Danmerkur sem hún varð að vinna bug á. „Ég gat alveg sungið en þorði varla að syngja fyrir framan nokkurn mann. Enginn trúði því samt fyrr en fólk sá mig skjálfandi á gólfinu. Ég vissi að ég varð að hætta þessu rugli svo ég bjó mér svo bara til annan karakter sem fer upp á svið. Ég fæ samt ennþá alltaf sting í magann þegar ég kem fram.“ Gréta er dóttir Grétars Örvarssonar, tónlistarmanns og segir hún hann hafa stutt við bakið á sér í náminu. „Pabbi vildi fyrst að ég yrði lögfræðingur eða læknir og vildi ekki að ég færi í tónlistarbransann. Hann vildi að ég væri viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun svo það var ekki fyrr en hann sá að mér var alvara að hann fór að styðja mig og hefur gert allar götur síðan“ útskýrir hún og segist einnig hafa notið dyggs stuðnings Atla Örvarssonar föðurbróður síns sem er búsettur í Los Angeles. Sjálf segist hún kunna vel við sig í borginni. „Mér líkar vel við mig í LA, en er samt búin að þurfa að flytja nokkrum sinnum og vera í íbúð með kakkalökkum og termítum. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri, sérstaklega þegar hrunið varð og ég svaf á vindsæng fyrstu mánuðina. Þá var ekki hægt að senda peninga út, en svo fór þetta allt að verða betra,“ bætir hún við. Gréta útskrifast í mars á næsta ári og að útskrift lokinni segist hún ætla að vinna í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég hef áhuga á að verða aðstoðarkona „music supervisor“ sem sér um að koma lögum í sjónvarpsþætti eða bíómyndir. Samtímis því er planið að reyna að semja mitt eigið efni, spila og taka gigg í LA. Draumurinn er svo náttúrulega að geta unnið við tónlist alla ævi, hvar svo sem það verður.“ alma@frettabladid.is Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Gréta Karen Grétarsdóttir ákvað ung að árum að hún vildi leggja sönginn fyrir sig. Í dag stundar hún tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum, en hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var fjögurra ára með sippuband inni í stofu,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir, spurð hvenær söngáhuginn kviknaði. „Ég var í klassísku píanónámi frá tíu ára til sextán og var alltaf syngjandi. Ég endaði svo í Complete Vocal tecnique skólanum í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan jólin 2007, en það var Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona sem hvatti mig til að skella mér þangað,“ útskýrir Gréta sem stundar nú nám við Musicians Institute í Hollywood. „Eftir að ég útskrifaðist var ég í vinnu sem mér hundleiddist í. Þá hitti ég kunningja minn sem hafði áður búið í LA og hann stakk upp á við færum þangað saman. 1. apríl í fyrra fórum við út og ætluðum að vera í tvær vikur en ég framlengdi ferðina og sótti um í Musicians Institute. Um sumarið fékk ég svo að vita að ég kæmist inn svo ég flutti út um haustið,“ útskýrir Gréta sem lærir meðal annars hljómborðsleik, tónfræði, lagasmíðar og hljómsveitastjórnun í skólanum sem er staðsettur á Hollywood Boulevard . „Þetta er eins og hálfs árs nám, en þá lýk ég associate of art degree,“ segir hún. Spurð segist Gréta hafa mest gaman af því að syngja blústónlist. „Ég hef gaman af soul, gospel, r&b og sérstaklega blús. Það er það sem heillar mig mest,“ segir hún, en viðurkennir að hún hafi verið haldin miklum sviðsskrekk áður en hún fór til Danmerkur sem hún varð að vinna bug á. „Ég gat alveg sungið en þorði varla að syngja fyrir framan nokkurn mann. Enginn trúði því samt fyrr en fólk sá mig skjálfandi á gólfinu. Ég vissi að ég varð að hætta þessu rugli svo ég bjó mér svo bara til annan karakter sem fer upp á svið. Ég fæ samt ennþá alltaf sting í magann þegar ég kem fram.“ Gréta er dóttir Grétars Örvarssonar, tónlistarmanns og segir hún hann hafa stutt við bakið á sér í náminu. „Pabbi vildi fyrst að ég yrði lögfræðingur eða læknir og vildi ekki að ég færi í tónlistarbransann. Hann vildi að ég væri viss um að ég væri að taka rétta ákvörðun svo það var ekki fyrr en hann sá að mér var alvara að hann fór að styðja mig og hefur gert allar götur síðan“ útskýrir hún og segist einnig hafa notið dyggs stuðnings Atla Örvarssonar föðurbróður síns sem er búsettur í Los Angeles. Sjálf segist hún kunna vel við sig í borginni. „Mér líkar vel við mig í LA, en er samt búin að þurfa að flytja nokkrum sinnum og vera í íbúð með kakkalökkum og termítum. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri, sérstaklega þegar hrunið varð og ég svaf á vindsæng fyrstu mánuðina. Þá var ekki hægt að senda peninga út, en svo fór þetta allt að verða betra,“ bætir hún við. Gréta útskrifast í mars á næsta ári og að útskrift lokinni segist hún ætla að vinna í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég hef áhuga á að verða aðstoðarkona „music supervisor“ sem sér um að koma lögum í sjónvarpsþætti eða bíómyndir. Samtímis því er planið að reyna að semja mitt eigið efni, spila og taka gigg í LA. Draumurinn er svo náttúrulega að geta unnið við tónlist alla ævi, hvar svo sem það verður.“ alma@frettabladid.is
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist