Fleiri fréttir Naktir kappar slá í gegn á Ísafirði Fótboltakapparnir í Boltafélagi Ísafjarðar fækkuðu fötum á dögunum í fjáröflunarskyni. Ljósmyndarinn Spessi tók af þeim myndir sem verða gefnar út á dagatali á næstunni. Formaðurinn er ánægður með útkomuna og hefur ekki ennþá heyrt gagnrýnisraddir. 19.12.2009 06:00 Sirkusandinn lét á sér kræla í Færeyjum Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði með pompi og prakt í Færeyjum um síðustu helgi. Fjöldi heimamanna og Íslendinga sóttu opnunarkvöldið og að sögn Jóels Briem, eins eiganda staðarins, var fullt út að dyrum. 19.12.2009 06:00 Gott bland í Eurovision-pokanum Fimmtán lög reyna með sér í janúar í íslenska Eurovision-forvalinu. Haldin verða þrjú undanúrslitakvöld og áhorfendur kjósa tvö lög áfram í hvert skipti. Sex lög keppa því til úrslita 6. febrúar og eitt fer til Noregs í maí. 19.12.2009 06:00 Sátt við viðtalið í Marie Claire Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal við bandaríska tískutímaritið Marie Claire. Viðtalið birtist í sérstökum heilsuhluta í nýju desemberhefti tímaritsins þar sem Helga er meðal annars spurð út í mataræði sitt og líkamsrækt. 19.12.2009 05:00 Rokkuð og pungsveitt próflok Í kvöld halda þrjár rokksveitir pungsveitta próflokatónleika í Batteríinu. Þetta eru sveitirnar Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who? Strákarnir í Cliff Clavin eru frá Garðabæ og leggja nú lokahönd á sína fyrstu breiðskífu. Lagið Midnight Getaways hefur fengið góða spilun á öldum ljósvakans að undanförnu. 19.12.2009 04:00 Daníel vann jólalagakeppni Rásar 2 í annað sinn Laga- og textahöfundurinn Daníel Geir Moritz vann jólalagakeppni Rásar 2 ásamt Jólabandinu með laginu Jólastress. Þetta er í annað sinn sem hann ber sigur úr býtum í keppninni. 19.12.2009 04:00 Stefán Karl kom Slash í jólaskapið „Hann kom á fimmtudagskvöldið, allur gataður í klessu með hatt á hausnum, klæddur í leðurjakka og þröngar gallabuxur með kurteisa krakka með sér og ljóshærða frú. Þau voru mjög falleg fjölskylda og ég held hreinlega að ég hafi komið Slash í jólaskapið," segir Stefán Karl Stefánsson. 19.12.2009 04:00 Jóladagatal Norræna hússins Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er jóladagatal Norræna hússins opnað daglega, nánar tiltekið í hádeginu klukkan 12.34, og kemur þá í ljós hvað er í boði þann daginn. Fjöldi listamanna hefur þegar komið fram, en þeir sem eiga eftir að troða þar upp fram að jólum eru Eivör Pálsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Agent Fresco, Hjaltalín, Wonder Brass, Jógvan og Friðrik Ómar. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið upp á piparkökur og norrænt jólaglögg. - ag 19.12.2009 04:00 Meira múm á Havarí Stórhljómsveitin múm lætur ekki staðar numið eftir funheita tónleika í Iðnó í gærkvöldi. Í dag gerir sveitin sig heimakomna í listamannabúllunni Havarí í Austurstræti og heldur þar tónleika kl. 16. Um kvöldið fer múm svo á svið á Nasa þar sem standa yfir fimmtu árlegu Jólagrautstónleikarnir. Hjálmar og Hjaltalín spila líka. Múm verður fyrsta sveitin til að stíga á stokk. Húsið verður opnað klukkan 23 og voru enn til miðar síðast þegar til spurðist. Þeir kosta 2.500 krónur við dyrnar. 19.12.2009 03:00 Tvöfaldur Henrik Henrik Baldvin Björnsson, oftast kenndur við Singapore Sling, verður með síðustu skipunum á jólaplötumarkaðinn í ár. Hann er á tveimur plötum sem væntanlegar eru um eða eftir helgina. Henrik og hinn ofurdjúpraddaði Toggi Guðmundsson eru Hank & Tank og ljúfsárt og snargrípandi rokkpopp þeirra verður hægt að heyra á plötunni Songs for the birds. Henrik er svo með unnustu sinni Elsu Maríu Blöndal í dúettinum The Go-go darkness, sem reiðir fram ýkt svalt töffararokk á samnefndri plötu. 19.12.2009 03:00 Hátindar frá Insol Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda. Um hálfgerða safnplötu er að ræða með bestu lögum Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gefa plötuna út. Henni er lýst sem sundurleitri en þó heildrænni, einlægri, fyndinni og fallegri frá manni sem þorir að vera hann sjálfur. 19.12.2009 02:30 Kennir sér um einveru Leikarinn Hugh Grant kennir sjálfum sér um að hann sé ennþá einhleypur. Grant, sem er 49 ára, hefur átt vingott við margar af eftirsóttustu konum heims, þar á meðal Elizabeth Hurley og Jemimu Khan. „Ég ætti að festa ráð mitt. Þetta er allt mér að kenna, ég hef átt margar yndislegar kærustur," sagði Grant. Fimmtugsafmæli hans á næsta ári nálgast óðfluga, en hann óttast það mjög. „Ég veit ekkert hvernig ég ætla að glíma við það." Nýjasta mynd Grants nefnist Did You Hear About the Morgans? og í henni leikur hann á móti Söruh Jessicu Parker. 19.12.2009 02:15 Upplestur í kvennafangelsinu „Þetta gekk gríðarlega vel. Þetta var mjög áhrifamikil og eftirminnileg stund,“ segir rithöfundurinn Sindri Freysson. 19.12.2009 02:00 Úr Twilight í einkaþjálfun Twilight-stjarnan Taylor Lautner er strax kominn með plan B ef leikferillinn fer í vaskinn; hann er búinn að taka einkaþjálfarapróf. Taylor er ein heitasta stjarna heims um þessar mundir og hreint gríðarlega vinsæll, sérstaklega á meðal unglingsstúlkna. Hann ku vera að búa í haginn þar sem leikferillinn endist ekki að eilífu og ætlar því að kenna fólki að rífa í lóðin eins og hann. 19.12.2009 01:00 Yesmine Olsson í útrás Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. 19.12.2009 01:00 Miley gæti fengið Óskar Óskarsakademían birti í vikunni lista yfir lög sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu. 63 lög eru á listanum og þar á meðal er Disney-barnastjarnan Miley Cyrus. 19.12.2009 00:30 Hilton verslar jólagjafir - myndir Paris Hilton verslaði jólagjafir í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vestan hafs er Paris gagnrýnd fyrir klæðaburðinn þennan dag. Skoða má Paris betur í myndasafni. 18.12.2009 19:00 Jólapakkarall í miðborginni í dag Í dag klukkan 15:00, laugardaginn 19. desember, munu tveir mjólkurpallbílar leggja upp í sérstakt jólapakkarall. Lagt verður af stað frá Hlemmtorgi annars vegar og Skólavörðuholti hins vegar, þeirra erinda að safna jólapökkum handa þeim sem minnst eiga í vændum. Jólapakkarallið gengur þannig fyrir sig að fólk safnast saman á gangstéttum beggja vegna Laugavegs og Skólavörðustígs með innpakkaðar gjafir. Síðan er þeim kastað upp til jólasveinanna um borð, sem svo afhenda Mæðratyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni pakkana í Jólaþorpinu síðar um daginn. Taktu þátt og gefðu gjöf. Sjá nánar hér. 18.12.2009 17:15 Pakkar jólagjöfunum inn í október „Í ár var ég snemma á ferðinni út af vinnutörn sem ég vissi að var í vændum en ég á eftir að kaupa fjórar gjafir og jólamatinn," segir Selma Björnsdóttir í viðtali við Jól.is. „Ég byrja alltaf snemma að undirbúa jólin. Hef meira að segja einu sinni verið búin að kaupa allar gjafir, pakka þeim inn og merkja þann 16. október sem er pínu kreisí, en þannig er ég."," segir hún. Sjá allt viðtalið hér. 18.12.2009 17:00 Hrikalegt að eyða jólunum með mömmu og pabba „Ég man alltaf eftir jólunum sem ég var fyrst einn með foreldrum mínum," svarar Friðrik Ómars aðspurður um eftirminnileg jól á Jól.is. „Mér fannst það hrikalegt fyrst en síðan vandist ég því og kann vel við það í dag. Ég er nefninlega örverpið og öll systkinin fóru að heiman á undan mér." Sjá viðtalið við Friðrik Ómar í heild sinni hér. 18.12.2009 14:00 Almennilegt partí - myndir Á meðfylgjandi myndum má greinilega sjá að almennilegt partí var haldið á Apótekinu í gær í samvinnu við Civas Regal. Jaguar skemmti gestum og það var frítt inn, sem er mjög sjaldgjæft þegar hljómsveit af þessari stærð skemmtir. Eins og myndirnar sýna var góð mæting enda flottur viðburður. 18.12.2009 12:00 Partí fyrir framúrskarandi Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í fyrradag. 18.12.2009 10:00 Worm is Green tilnefndtil bandarískra verðlauna Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. 18.12.2009 06:00 Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Stöð 2 „Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. 18.12.2009 06:00 Ian seldi líf sitt á eBay og vill sjá norðurljósin á Íslandi Bretinn Ian Usher tók upp á því í fyrra sumar að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið sem hann hafði sett sér á jafnmörgum vikum. Ian er nú staddur hér á landi þar sem hann hyggst sjá ísjaka á Jökulárslóni og hin margrómuðu norðurljós. 18.12.2009 06:00 Jólamarkaður í Hinu húsinu „Markmiðið er að þarna fái ungt fólk að selja sitt eigið handverk og hönnun," segir Berglind Sunna Stefánsdóttir hjá upplýsingamiðstöð Hins hússins, miðstöð ungs fólks. Þar fer fram jólamarkaður á morgun milli klukkan 14 og 18, í Pósthússtræti 3-5. 18.12.2009 05:00 Fjölskyldan syngur með Regínu Regína Ósk Óskarsdóttir heldur tvenna jólatónleika um helgina. Þar mun hún koma fram ásamt stúlkna- og barnakór auk þess sem eiginmaður hennar og dóttir munu syngja á tónleikunum. 18.12.2009 05:00 Milli himins og jarðar Nú standa yfir æfingar á sviðsetningu Vesturports og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi á Faust. Leikmyndina fyrir sýninguna gerir Axel Hallkell Jóhannesson en hún er afar sérstök og mótar í raun þessa aldagömlu arfsögn vestrænnar menningar alveg upp á nýtt. Sá Faust sem leikhúsgestir munu sjá frá frumsýningunni þann 15. janúar verður allt allt öðruvísi en leikhúsgestir hafa til þessa séð og þótt víðar væri leitað. 18.12.2009 05:00 Seabear lýsir eftir upphitun Norðrið nefnist tónleikaröð sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Iceland Express standa saman að. Nú er auglýst eftir upphitunaratriði fyrir fjórðu tónleikaferðina, sem leidd verður af hljómsveitinni Seabear. Markmiðið er að styðja við bakið á íslenskum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem eru að hasla sér völl í Þýskalandi. 18.12.2009 04:00 Elin skilur við Tiger Tímaritið People vill meina að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods, hafi ákveðið að skilja við kylfinginn strax eftir jól. Ástæðan fyrir því að hún mun ekki flytja út fyrr er sú að hún vill að börnin fái að njóta jólanna með báðum foreldrum. 18.12.2009 04:00 Brotnaði saman í Soweto Ungfrú Ísland, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, er nýkomin heim eftir sex vikna ævintýri í Suður-Afríku þar sem hún tók þátt í keppninni Ungfrú heimur. Guðrún Dögg segir að það hafi verið mjög góð reynsla að taka þátt í keppninni en engu að síður erfitt. „Við fengum ekki mikinn svefn. Við vorum alltaf uppstrílaðar og fínar allan daginn. Þetta var rosalega mikil keyrsla," segir hún. 18.12.2009 03:15 Hrifinn af leikkonu Rapparinn P. Diddy fór um víðan völl í nýlegu viðtali við tímaritið Playboy. Þar segist hann hafa misst sveindóminn þrettán ára og að hann hafi verið heltekinn af stúlkum og kynlífi á þeim aldri. Í viðtalinu viðurkennir hann einnig að hafa átt í ástarsambandi við fræga leikkonu en neitar að segja hver hún er. 18.12.2009 03:00 Ekkert að spá í sigurgönguna Nú er víða verið að gera upp áratuginn sem er að líða. Þegar plötur áratugarins eru teknar saman er nánast öruggt að einhver plata með Sigur Rós ratar á listann. Þótt Ágætis byrjun hafi komið út árið 1999 og tilheyri því síðustu öld í íslenskum annálum kom hún út árið 2000 á alþjóðamarkaði. Síðan komu ( ), Takk og Með suð í eyrum við spilum endalaust, auk ýmissa aukaplatna. 18.12.2009 03:00 Spennt fyrir Hangover 2 Heather Graham segist ekki geta beðið eftir að leika í framhaldsmynd af kvikmyndinni The Hangover. Leikkonan segist eiga eftir að sjá handritið, en hlakkar til að leika óléttan strippara. Í viðtali við vefsíðuna Eonline.com segist leikkonan þegar vera farin að gefa handritshöfundinum Todd Phillips hugmyndir fyrir karakter sinn, Jade. 18.12.2009 03:00 Fyrsta jólalag leynigestsins Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa næstkomandi miðvikudag þar sem spiluð verða jólalög í bland við þekktar dægurperlur. „Þetta er búið að vera ótrúlega vinælt,“ segir Eyjólfur Kristjánsson. 18.12.2009 03:00 Jónsi og Alex sætastir Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag er Sigur Rós víða með plötur á listum yfir bestu plötur áratugarins. Jónsi kemur sterkur inn sjálfur með Alex Somers kærastanum sínum, en þeir eru valdir sætasta parið af tímaritinu Out, vinsælasta tímariti samkynhneigðra í Bandaríkjunum. 18.12.2009 03:00 Daryl vill enga plastbolla Daryl Hannah vill að allir hætti að nota plastbolla. Leikkonan, sem er 49 ára, er mikill náttúruverndarsinni og hefur nokkrum sinnum verið handtekin fyrir róttækar aðgerðir. Í viðtali við breska dagblaðið The Sun segist hún vilja að fólk fari að verða meðvitaðra um umhverfi sitt og trúir því að það þurfi aðeins litlar breytingar til að hafa áhrif. 18.12.2009 02:45 Indí í Háteigskirkju Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. 18.12.2009 02:45 Fuller með nýjan þátt Tónlistarmógúllinn Simon Fuller er að undirbúa nýjan raunveruleikaþátt sem verður sendur út á netinu og í útvarpinu. Þátturinn nefnist If I Can Dream, eða Ef ég gæti látið mig dreyma, og fjallar um líf þriggja ungra leikara, tónlistarmanns og fyrirsætu. 18.12.2009 02:45 Kýr sparkaði í Parker Sarah Jessica Parker, sem er þekktust fyrir leik sinn í Sex and the City, lenti í því að kýr sparkaði í hana við tökur á myndinni Did You Hear about the Morgans? Atvikið var notað í lokaútgáfu myndarinnar, Parker til mikillar óánægju. „Mér fannst ekki gaman að reyna að mjólka kú, fara á hestbak eða skjóta úr riffli. Mér finnst ýmislegt annað skemmtilegra," sagði hún. „Kýrin sparkaði í mig í miðju atriði og þeir settu það í myndina. Það geta allir séð það. En ég finn til með kúnni. Ég átti ekkert að vera þarna og hún vissi það." 18.12.2009 02:30 Basterds fékk tilnefningar Kvikmyndirnar Inglorious Basterds, Precious og Up in the Air hlutu þrjár tilnefningar hver til hinna Screen Actors Guild-verðlaunanna, sem bandarískir kvikmynda- og sjónvarpsleikarar standa á bak við. 18.12.2009 02:30 Aftur hættur í Chili Peppers Gítarleikarinn John Frusciante er hættur í hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Hann segist á heimasíðu sinni í raun hafa hætt fyrir ári. „Þegar ég hætti í hljómsveitinni fyrir rúmu ári vorum við komnir í frí um óákveðinn tíma," skrifaði Frusciante. „Það var engin dramatík eða reiði í gangi og hinir strákarnir voru mjög skilningsríkir. Þeir skilja að ég vil gera það sem gerir mig hamingjusaman og þannig líður mér líka gagnvart þeim. Tónlistin sem ég aðhyllist núna hefur einfaldlega leitt mig í aðra átt," skrifaði hann og bætti við: 18.12.2009 02:15 Stónsmenn bragða kæsta skötu Hljómsveitin Stóns heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri fara fram í kvöld á Græna hattinum á Akureyri og þeir seinni annað kvöld á Sódómu í Reykjavík. Blaðamaður hitti þá á Þremur frökkum og lét þá smakka kæsta skötu. Enda ekki á hverjum degi sem Stóns fá sér skötu. 18.12.2009 02:00 Keyrði á Peaches Geldof, dóttir tónlistarmannsins Bob Geldof, var á leið til Disneylands ásamt vinum sínum þegar þau lentu í hörðum árekstri. Bíllinn skemmdist illa en vinahópurinn slapp þó með skrekkinn og eftir að hafa skoðað skemmdirnar tóku þau til Twittersins og deildu reynslunni með umheiminum. „Ég trúi ekki að við skulum enn vera á lífi. Bíllinn er skemmdur en við höldum ferðinni áfram til Disneylands," ritaði stúlkan. 18.12.2009 01:45 Kaupir skáldsögu Leikstjórinn Steven Spielberg hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Warhorse eftir Michael Morpurgo sem kom út árið 1982. 18.12.2009 01:00 Sjá næstu 50 fréttir
Naktir kappar slá í gegn á Ísafirði Fótboltakapparnir í Boltafélagi Ísafjarðar fækkuðu fötum á dögunum í fjáröflunarskyni. Ljósmyndarinn Spessi tók af þeim myndir sem verða gefnar út á dagatali á næstunni. Formaðurinn er ánægður með útkomuna og hefur ekki ennþá heyrt gagnrýnisraddir. 19.12.2009 06:00
Sirkusandinn lét á sér kræla í Færeyjum Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði með pompi og prakt í Færeyjum um síðustu helgi. Fjöldi heimamanna og Íslendinga sóttu opnunarkvöldið og að sögn Jóels Briem, eins eiganda staðarins, var fullt út að dyrum. 19.12.2009 06:00
Gott bland í Eurovision-pokanum Fimmtán lög reyna með sér í janúar í íslenska Eurovision-forvalinu. Haldin verða þrjú undanúrslitakvöld og áhorfendur kjósa tvö lög áfram í hvert skipti. Sex lög keppa því til úrslita 6. febrúar og eitt fer til Noregs í maí. 19.12.2009 06:00
Sátt við viðtalið í Marie Claire Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal við bandaríska tískutímaritið Marie Claire. Viðtalið birtist í sérstökum heilsuhluta í nýju desemberhefti tímaritsins þar sem Helga er meðal annars spurð út í mataræði sitt og líkamsrækt. 19.12.2009 05:00
Rokkuð og pungsveitt próflok Í kvöld halda þrjár rokksveitir pungsveitta próflokatónleika í Batteríinu. Þetta eru sveitirnar Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who? Strákarnir í Cliff Clavin eru frá Garðabæ og leggja nú lokahönd á sína fyrstu breiðskífu. Lagið Midnight Getaways hefur fengið góða spilun á öldum ljósvakans að undanförnu. 19.12.2009 04:00
Daníel vann jólalagakeppni Rásar 2 í annað sinn Laga- og textahöfundurinn Daníel Geir Moritz vann jólalagakeppni Rásar 2 ásamt Jólabandinu með laginu Jólastress. Þetta er í annað sinn sem hann ber sigur úr býtum í keppninni. 19.12.2009 04:00
Stefán Karl kom Slash í jólaskapið „Hann kom á fimmtudagskvöldið, allur gataður í klessu með hatt á hausnum, klæddur í leðurjakka og þröngar gallabuxur með kurteisa krakka með sér og ljóshærða frú. Þau voru mjög falleg fjölskylda og ég held hreinlega að ég hafi komið Slash í jólaskapið," segir Stefán Karl Stefánsson. 19.12.2009 04:00
Jóladagatal Norræna hússins Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er jóladagatal Norræna hússins opnað daglega, nánar tiltekið í hádeginu klukkan 12.34, og kemur þá í ljós hvað er í boði þann daginn. Fjöldi listamanna hefur þegar komið fram, en þeir sem eiga eftir að troða þar upp fram að jólum eru Eivör Pálsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Agent Fresco, Hjaltalín, Wonder Brass, Jógvan og Friðrik Ómar. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið upp á piparkökur og norrænt jólaglögg. - ag 19.12.2009 04:00
Meira múm á Havarí Stórhljómsveitin múm lætur ekki staðar numið eftir funheita tónleika í Iðnó í gærkvöldi. Í dag gerir sveitin sig heimakomna í listamannabúllunni Havarí í Austurstræti og heldur þar tónleika kl. 16. Um kvöldið fer múm svo á svið á Nasa þar sem standa yfir fimmtu árlegu Jólagrautstónleikarnir. Hjálmar og Hjaltalín spila líka. Múm verður fyrsta sveitin til að stíga á stokk. Húsið verður opnað klukkan 23 og voru enn til miðar síðast þegar til spurðist. Þeir kosta 2.500 krónur við dyrnar. 19.12.2009 03:00
Tvöfaldur Henrik Henrik Baldvin Björnsson, oftast kenndur við Singapore Sling, verður með síðustu skipunum á jólaplötumarkaðinn í ár. Hann er á tveimur plötum sem væntanlegar eru um eða eftir helgina. Henrik og hinn ofurdjúpraddaði Toggi Guðmundsson eru Hank & Tank og ljúfsárt og snargrípandi rokkpopp þeirra verður hægt að heyra á plötunni Songs for the birds. Henrik er svo með unnustu sinni Elsu Maríu Blöndal í dúettinum The Go-go darkness, sem reiðir fram ýkt svalt töffararokk á samnefndri plötu. 19.12.2009 03:00
Hátindar frá Insol Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda. Um hálfgerða safnplötu er að ræða með bestu lögum Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gefa plötuna út. Henni er lýst sem sundurleitri en þó heildrænni, einlægri, fyndinni og fallegri frá manni sem þorir að vera hann sjálfur. 19.12.2009 02:30
Kennir sér um einveru Leikarinn Hugh Grant kennir sjálfum sér um að hann sé ennþá einhleypur. Grant, sem er 49 ára, hefur átt vingott við margar af eftirsóttustu konum heims, þar á meðal Elizabeth Hurley og Jemimu Khan. „Ég ætti að festa ráð mitt. Þetta er allt mér að kenna, ég hef átt margar yndislegar kærustur," sagði Grant. Fimmtugsafmæli hans á næsta ári nálgast óðfluga, en hann óttast það mjög. „Ég veit ekkert hvernig ég ætla að glíma við það." Nýjasta mynd Grants nefnist Did You Hear About the Morgans? og í henni leikur hann á móti Söruh Jessicu Parker. 19.12.2009 02:15
Upplestur í kvennafangelsinu „Þetta gekk gríðarlega vel. Þetta var mjög áhrifamikil og eftirminnileg stund,“ segir rithöfundurinn Sindri Freysson. 19.12.2009 02:00
Úr Twilight í einkaþjálfun Twilight-stjarnan Taylor Lautner er strax kominn með plan B ef leikferillinn fer í vaskinn; hann er búinn að taka einkaþjálfarapróf. Taylor er ein heitasta stjarna heims um þessar mundir og hreint gríðarlega vinsæll, sérstaklega á meðal unglingsstúlkna. Hann ku vera að búa í haginn þar sem leikferillinn endist ekki að eilífu og ætlar því að kenna fólki að rífa í lóðin eins og hann. 19.12.2009 01:00
Yesmine Olsson í útrás Yesmine Olsson hefur haft í mörgu að snúast frá því að bók hennar Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, kom út í fyrra. Eftir áramót ætlar hún að halda matreiðslunámskeið í Turninum auk þess sem Bollywood-sýning hennar mun hefja þar göngu sína á ný. 19.12.2009 01:00
Miley gæti fengið Óskar Óskarsakademían birti í vikunni lista yfir lög sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu. 63 lög eru á listanum og þar á meðal er Disney-barnastjarnan Miley Cyrus. 19.12.2009 00:30
Hilton verslar jólagjafir - myndir Paris Hilton verslaði jólagjafir í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vestan hafs er Paris gagnrýnd fyrir klæðaburðinn þennan dag. Skoða má Paris betur í myndasafni. 18.12.2009 19:00
Jólapakkarall í miðborginni í dag Í dag klukkan 15:00, laugardaginn 19. desember, munu tveir mjólkurpallbílar leggja upp í sérstakt jólapakkarall. Lagt verður af stað frá Hlemmtorgi annars vegar og Skólavörðuholti hins vegar, þeirra erinda að safna jólapökkum handa þeim sem minnst eiga í vændum. Jólapakkarallið gengur þannig fyrir sig að fólk safnast saman á gangstéttum beggja vegna Laugavegs og Skólavörðustígs með innpakkaðar gjafir. Síðan er þeim kastað upp til jólasveinanna um borð, sem svo afhenda Mæðratyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni pakkana í Jólaþorpinu síðar um daginn. Taktu þátt og gefðu gjöf. Sjá nánar hér. 18.12.2009 17:15
Pakkar jólagjöfunum inn í október „Í ár var ég snemma á ferðinni út af vinnutörn sem ég vissi að var í vændum en ég á eftir að kaupa fjórar gjafir og jólamatinn," segir Selma Björnsdóttir í viðtali við Jól.is. „Ég byrja alltaf snemma að undirbúa jólin. Hef meira að segja einu sinni verið búin að kaupa allar gjafir, pakka þeim inn og merkja þann 16. október sem er pínu kreisí, en þannig er ég."," segir hún. Sjá allt viðtalið hér. 18.12.2009 17:00
Hrikalegt að eyða jólunum með mömmu og pabba „Ég man alltaf eftir jólunum sem ég var fyrst einn með foreldrum mínum," svarar Friðrik Ómars aðspurður um eftirminnileg jól á Jól.is. „Mér fannst það hrikalegt fyrst en síðan vandist ég því og kann vel við það í dag. Ég er nefninlega örverpið og öll systkinin fóru að heiman á undan mér." Sjá viðtalið við Friðrik Ómar í heild sinni hér. 18.12.2009 14:00
Almennilegt partí - myndir Á meðfylgjandi myndum má greinilega sjá að almennilegt partí var haldið á Apótekinu í gær í samvinnu við Civas Regal. Jaguar skemmti gestum og það var frítt inn, sem er mjög sjaldgjæft þegar hljómsveit af þessari stærð skemmtir. Eins og myndirnar sýna var góð mæting enda flottur viðburður. 18.12.2009 12:00
Partí fyrir framúrskarandi Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í fyrradag. 18.12.2009 10:00
Worm is Green tilnefndtil bandarískra verðlauna Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverðlauna Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. 18.12.2009 06:00
Þorláksmessutónleikar Bubba í beinni á Stöð 2 „Þetta breytir engu fyrir mig, ég mun rappa og rífa kjaft ef ég er í þeim gírnum. Menn munu bara sjá framan í mig þegar ég byrja," segir Bubbi Morthens. Stöð 2 sýnir beint frá Þorláksmessutónleikum hans en þetta verður í 25. sinn sem Bubbi spilar á þessum tíma. Tónleikarnir eru í Háskólabíói en Rás 2 útvarpaði þeim um árabil. Því var hins vegar hætt þegar stjórnendum í Efstaleitinu þótti tónlistarmaðurinn fara yfir strikið í töluðu máli. 18.12.2009 06:00
Ian seldi líf sitt á eBay og vill sjá norðurljósin á Íslandi Bretinn Ian Usher tók upp á því í fyrra sumar að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið sem hann hafði sett sér á jafnmörgum vikum. Ian er nú staddur hér á landi þar sem hann hyggst sjá ísjaka á Jökulárslóni og hin margrómuðu norðurljós. 18.12.2009 06:00
Jólamarkaður í Hinu húsinu „Markmiðið er að þarna fái ungt fólk að selja sitt eigið handverk og hönnun," segir Berglind Sunna Stefánsdóttir hjá upplýsingamiðstöð Hins hússins, miðstöð ungs fólks. Þar fer fram jólamarkaður á morgun milli klukkan 14 og 18, í Pósthússtræti 3-5. 18.12.2009 05:00
Fjölskyldan syngur með Regínu Regína Ósk Óskarsdóttir heldur tvenna jólatónleika um helgina. Þar mun hún koma fram ásamt stúlkna- og barnakór auk þess sem eiginmaður hennar og dóttir munu syngja á tónleikunum. 18.12.2009 05:00
Milli himins og jarðar Nú standa yfir æfingar á sviðsetningu Vesturports og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi á Faust. Leikmyndina fyrir sýninguna gerir Axel Hallkell Jóhannesson en hún er afar sérstök og mótar í raun þessa aldagömlu arfsögn vestrænnar menningar alveg upp á nýtt. Sá Faust sem leikhúsgestir munu sjá frá frumsýningunni þann 15. janúar verður allt allt öðruvísi en leikhúsgestir hafa til þessa séð og þótt víðar væri leitað. 18.12.2009 05:00
Seabear lýsir eftir upphitun Norðrið nefnist tónleikaröð sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Iceland Express standa saman að. Nú er auglýst eftir upphitunaratriði fyrir fjórðu tónleikaferðina, sem leidd verður af hljómsveitinni Seabear. Markmiðið er að styðja við bakið á íslenskum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem eru að hasla sér völl í Þýskalandi. 18.12.2009 04:00
Elin skilur við Tiger Tímaritið People vill meina að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods, hafi ákveðið að skilja við kylfinginn strax eftir jól. Ástæðan fyrir því að hún mun ekki flytja út fyrr er sú að hún vill að börnin fái að njóta jólanna með báðum foreldrum. 18.12.2009 04:00
Brotnaði saman í Soweto Ungfrú Ísland, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, er nýkomin heim eftir sex vikna ævintýri í Suður-Afríku þar sem hún tók þátt í keppninni Ungfrú heimur. Guðrún Dögg segir að það hafi verið mjög góð reynsla að taka þátt í keppninni en engu að síður erfitt. „Við fengum ekki mikinn svefn. Við vorum alltaf uppstrílaðar og fínar allan daginn. Þetta var rosalega mikil keyrsla," segir hún. 18.12.2009 03:15
Hrifinn af leikkonu Rapparinn P. Diddy fór um víðan völl í nýlegu viðtali við tímaritið Playboy. Þar segist hann hafa misst sveindóminn þrettán ára og að hann hafi verið heltekinn af stúlkum og kynlífi á þeim aldri. Í viðtalinu viðurkennir hann einnig að hafa átt í ástarsambandi við fræga leikkonu en neitar að segja hver hún er. 18.12.2009 03:00
Ekkert að spá í sigurgönguna Nú er víða verið að gera upp áratuginn sem er að líða. Þegar plötur áratugarins eru teknar saman er nánast öruggt að einhver plata með Sigur Rós ratar á listann. Þótt Ágætis byrjun hafi komið út árið 1999 og tilheyri því síðustu öld í íslenskum annálum kom hún út árið 2000 á alþjóðamarkaði. Síðan komu ( ), Takk og Með suð í eyrum við spilum endalaust, auk ýmissa aukaplatna. 18.12.2009 03:00
Spennt fyrir Hangover 2 Heather Graham segist ekki geta beðið eftir að leika í framhaldsmynd af kvikmyndinni The Hangover. Leikkonan segist eiga eftir að sjá handritið, en hlakkar til að leika óléttan strippara. Í viðtali við vefsíðuna Eonline.com segist leikkonan þegar vera farin að gefa handritshöfundinum Todd Phillips hugmyndir fyrir karakter sinn, Jade. 18.12.2009 03:00
Fyrsta jólalag leynigestsins Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa næstkomandi miðvikudag þar sem spiluð verða jólalög í bland við þekktar dægurperlur. „Þetta er búið að vera ótrúlega vinælt,“ segir Eyjólfur Kristjánsson. 18.12.2009 03:00
Jónsi og Alex sætastir Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag er Sigur Rós víða með plötur á listum yfir bestu plötur áratugarins. Jónsi kemur sterkur inn sjálfur með Alex Somers kærastanum sínum, en þeir eru valdir sætasta parið af tímaritinu Out, vinsælasta tímariti samkynhneigðra í Bandaríkjunum. 18.12.2009 03:00
Daryl vill enga plastbolla Daryl Hannah vill að allir hætti að nota plastbolla. Leikkonan, sem er 49 ára, er mikill náttúruverndarsinni og hefur nokkrum sinnum verið handtekin fyrir róttækar aðgerðir. Í viðtali við breska dagblaðið The Sun segist hún vilja að fólk fari að verða meðvitaðra um umhverfi sitt og trúir því að það þurfi aðeins litlar breytingar til að hafa áhrif. 18.12.2009 02:45
Indí í Háteigskirkju Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. 18.12.2009 02:45
Fuller með nýjan þátt Tónlistarmógúllinn Simon Fuller er að undirbúa nýjan raunveruleikaþátt sem verður sendur út á netinu og í útvarpinu. Þátturinn nefnist If I Can Dream, eða Ef ég gæti látið mig dreyma, og fjallar um líf þriggja ungra leikara, tónlistarmanns og fyrirsætu. 18.12.2009 02:45
Kýr sparkaði í Parker Sarah Jessica Parker, sem er þekktust fyrir leik sinn í Sex and the City, lenti í því að kýr sparkaði í hana við tökur á myndinni Did You Hear about the Morgans? Atvikið var notað í lokaútgáfu myndarinnar, Parker til mikillar óánægju. „Mér fannst ekki gaman að reyna að mjólka kú, fara á hestbak eða skjóta úr riffli. Mér finnst ýmislegt annað skemmtilegra," sagði hún. „Kýrin sparkaði í mig í miðju atriði og þeir settu það í myndina. Það geta allir séð það. En ég finn til með kúnni. Ég átti ekkert að vera þarna og hún vissi það." 18.12.2009 02:30
Basterds fékk tilnefningar Kvikmyndirnar Inglorious Basterds, Precious og Up in the Air hlutu þrjár tilnefningar hver til hinna Screen Actors Guild-verðlaunanna, sem bandarískir kvikmynda- og sjónvarpsleikarar standa á bak við. 18.12.2009 02:30
Aftur hættur í Chili Peppers Gítarleikarinn John Frusciante er hættur í hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Hann segist á heimasíðu sinni í raun hafa hætt fyrir ári. „Þegar ég hætti í hljómsveitinni fyrir rúmu ári vorum við komnir í frí um óákveðinn tíma," skrifaði Frusciante. „Það var engin dramatík eða reiði í gangi og hinir strákarnir voru mjög skilningsríkir. Þeir skilja að ég vil gera það sem gerir mig hamingjusaman og þannig líður mér líka gagnvart þeim. Tónlistin sem ég aðhyllist núna hefur einfaldlega leitt mig í aðra átt," skrifaði hann og bætti við: 18.12.2009 02:15
Stónsmenn bragða kæsta skötu Hljómsveitin Stóns heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri fara fram í kvöld á Græna hattinum á Akureyri og þeir seinni annað kvöld á Sódómu í Reykjavík. Blaðamaður hitti þá á Þremur frökkum og lét þá smakka kæsta skötu. Enda ekki á hverjum degi sem Stóns fá sér skötu. 18.12.2009 02:00
Keyrði á Peaches Geldof, dóttir tónlistarmannsins Bob Geldof, var á leið til Disneylands ásamt vinum sínum þegar þau lentu í hörðum árekstri. Bíllinn skemmdist illa en vinahópurinn slapp þó með skrekkinn og eftir að hafa skoðað skemmdirnar tóku þau til Twittersins og deildu reynslunni með umheiminum. „Ég trúi ekki að við skulum enn vera á lífi. Bíllinn er skemmdur en við höldum ferðinni áfram til Disneylands," ritaði stúlkan. 18.12.2009 01:45
Kaupir skáldsögu Leikstjórinn Steven Spielberg hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Warhorse eftir Michael Morpurgo sem kom út árið 1982. 18.12.2009 01:00