Lífið

„Ég er búinn til fyrir sjónvarp“

Egill hyggst kenna þjóðinni mannasiði sína í sjónvarpi á næsta ári.
Egill hyggst kenna þjóðinni mannasiði sína í sjónvarpi á næsta ári.

„Ég er búinn til fyrir sjónvarp – ég er ekki með andlit fyrir útvarp,“ segir einkaþjálfarinn og rithöfundurinn Egill Einarsson.

Framleiðandinn Kristófer Dignus vinnur nú að sjónvarpsþætti ásamt Agli, sem verða lauslega byggðir á bókinni Mannasiðir Gillz, sem kom út fyrir jól.

„Þykki rúllar upp að vera með sjónvarpsþátt. Það er „lightweight“ eins og við segjum á lyftingamáli,“ segir Egill hógvær og bætir við að hann hafi fundið fyrir gríðarlegum þrýstingi frá fólki sem vill sjá hann í sjónvarpi. „Ég var síðast með sjónvarpsþátt árið 2006, á Sirkus. Þá var ég amatör í þessum bransa en er orðinn atvinnumaður í dag.“

Ýmsir þekktir menn eru nefndir á nafn í Mannasiðabók Egils og búast má við að þeim verði boðið að koma fram í þáttunum. Á meðal þeirra sem nefndir eru er Egill Helgason, en sá þykki ráðleggur karlmönnum að ímynda sér nafna sinn í G-streng til að svæfa litla vininn ef hann vaknar í nuddi. „Ég hef ekki heyrt í nafna mínum, en ég trúi ekki öðru en að hann sé til í að sippa sér í G-strenginn fyrir þykka frænda sinn.“

En hvað viltu segja við þá sem hefa enga trú á þér í sjónvarpi?

„Ég hef ekki hitt þann mann sem hefur ekki trú á Þykka í sjónvarpi. Það hlýtur að vera einhver fáviti.“

Framleiðsla þáttanna hefst snemma á næsta ári að sögn Kristófers Dignus, en óvíst er hvaða sjónvarpsstöð sýnir þættina. Kristófer segist finna fyrir áhuga, en hyggst ljúka undirbúningi áður en ákvörðun verður tekin. Aðspurður segir Egill að það skipti ekki öllu máli hvar þátturinn verður sýndur. „…Staðan er þannig að það verið að hugsa um hvernig er hægt að kokka upp Edduverðlaunaþátt,“ segir hann. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.