Fleiri fréttir Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. 9.11.2009 02:00 Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. 8.11.2009 22:37 Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. 8.11.2009 19:54 Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. 8.11.2009 18:15 Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. 7.11.2009 18:15 EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. 7.11.2009 06:00 Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. 7.11.2009 06:00 Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. 7.11.2009 06:00 Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. 7.11.2009 06:00 Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. 7.11.2009 06:00 Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. 7.11.2009 06:00 Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster 7.11.2009 06:00 Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. 7.11.2009 05:00 Beðið eftir Hjaltalín Nýja platan með Hjaltalín heitir Terminal og fylgir eftir Sleepdrunk Seasons, sem kom út fyrir jólin 2007. Nýja platan er í vinnslu erlendis um þessar mundir og kemur til landsins eftir tæpar tvær vikur. Nokkur spenna hefur skapast fyrir plötunni, sem minnir kannski helst á þá stemningu sem var í gangi þegar Sigur Rós sendi frá sér Ágætis byrjun fyrir rúmum tíu árum. 7.11.2009 04:45 Ósáttir popparar Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvuleikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir persónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í stafrænan karókísirkus," var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani. 7.11.2009 04:00 Látúnsbarkinn snýr aftur „Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn. 7.11.2009 04:00 Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. 7.11.2009 03:30 Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. 7.11.2009 03:00 Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. 7.11.2009 02:00 Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. 7.11.2009 01:45 STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is 7.11.2009 01:00 Hrædd við Mini-Me Fyrrverandi kærasta leikarans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana. 7.11.2009 00:30 Erna meðal andfætlinga Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. 6.11.2009 06:00 ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter" kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýningin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. 6.11.2009 06:00 Duplex haldin í fyrsta sinn Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laugardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician. 6.11.2009 06:00 Veski og skór Anitu vekja athygli Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Hollywood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood. 6.11.2009 06:00 Óttar Norðfjörð á spænsku í tuttugu löndum Samningar hafa náðst á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones um útgáfu á Sólkrossi og Hnífi Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. „Þetta er mjög öflugur útgefandi," segir Tómas Hermannsson hjá Sögum. 6.11.2009 06:00 Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. 6.11.2009 06:00 Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. 6.11.2009 06:00 Shakiru-dansinn vekur athygli „Shakira kveikir hreinlega í dýnunni með heitum dansaralegum náunga og sannar að hún getur enn þá dansað eins og hún gerði í myndbandinu við lagið Whenever, Wherever árið 2001." Þetta skrifar Tanner Stransky, blaðamaður vefútgáfu Entertainment Weekly, á vefsíðu tímaritsins. 6.11.2009 06:00 Eftirmynd Katie brennd Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakling sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjölmiðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bálkesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein. 6.11.2009 05:30 Samningaleiðin reynd Lögfræðingur breska viðburðafyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reiknings og ágreinings um lokauppgjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetningu fyrir nýja fyrirtöku málsins," segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögfræðingur élan. 6.11.2009 05:00 Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs „Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Árnason. Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Selfossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfréttablaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldraðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddssonar, sem rak læknastofu í kjallaranum. 6.11.2009 04:30 Skeggkokkar verða jólasveinar „Þetta er orðið þannig að maður er vakinn á morgnana og tilkynnt hvernig þetta hafi farið. Menn bíða því spenntir eftir þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson, martreiðslumaður á Þremur Frökkum. Hann og Tómas Tómasson, oftast kenndur við Hamborgarabúlluna, eru orðnar hálfgerðar stýrivaxtahetjur. Þeir hafa ekki skert skegg sitt í næstum hálft ár og ætla sér ekki að gera það fyrr en stýrivextirnir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka stýrivexti niður í ellefu prósent þannig að enn sér ekki fyrir endann á skeggvexti kokkanna. Þeir verða að minnsta kosti skeggprúðir þegar jólaösin gengur í garð. „Við gefumst ekkert upp,“ segir Úlfar. 6.11.2009 04:00 Farin frá Hollywood Robin Wright, fyrrverandi eiginkona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborginni ekki vera heilbrigt á nokkurn hátt. „Þetta samfélag er haldið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki," sagði Wright á blaðamannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skapstóra Penn í ágúst síðastliðnum. 6.11.2009 03:30 Barnabókahöfundar á þingi Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Margrét Tryggvadóttir skiptust á barnabókum fyrr í vikunni. Bók Guðmundar um Svínið Pétur kemur út fyrir jól en bók Margrétar, Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, hlaut barnabókaverðlaun árið 2006. 6.11.2009 03:15 Titillinn góður í ferilskrána „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. 6.11.2009 03:00 Kýld fyrir peninga Tveir meðlimir Kardashian-fjölskyldunnar stigu inn í hnefaleikahringinn þar sem þau öttu kappi við fólk sem hafði greitt háar fjárhæðir til þess að geta lúskrað á einum Kardashian. Loturnar fóru fram í Commerce-spilavítinu í Kaliforníu og var hluti af góðgerðaviðburði sem haldinn var til að safna fé til styrktar samtökunum Dream Foundation. 6.11.2009 02:30 Umbreyting flutt ytra Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhúsinu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar. 6.11.2009 02:00 Nýir söngvarar í Drykknum Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýningunni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráðgert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morgun, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárusdóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlutverk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemorinos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. 6.11.2009 01:30 Vilja ekki sjást saman Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson munu kynna nýjustu myndina í Twilight-seríunni hvort í sínu lagi. Stewart og meðleikari hennar, Taylor Lautner, munu verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Brasilíu á meðan Pattinson og leikstjóri myndarinnar, Chris Weitz, verða við frumsýningu New Moon í Japan. „Þau eru mjög góðir vinir, en það er allt og sumt. Það er stanslaust verið að taka myndir af þeim og alltaf fer sami orðrómurinn af stað. Þau báðu um að fá að gera þetta hvort í sínu lagi til þess að umtalið yrði eilítið minna," var haft eftir innanbúðarmanni. „Þetta fjölmiðlafár í kringum þau gerir þeim erfitt um vik. Kannski hefðu þau getað endað sem par, en með þessa pressu og þetta umtal held ég að búið sé að drepa mögulega rómantík á milli þeirra." 6.11.2009 01:00 Skammaðist sín Söngkonan Rihanna hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um skilnað sinn við fyrrverandi kærasta sinn, söngvarann Chris Brown, sem réðst grimmilega á hana fyrr á árinu. Hún skammast sín fyrir að hafa í upphafi snúið aftur til Brown þrátt fyrir ofbeldið. „Ég skammast mín fyrir að ég skuli hafa orðið svona óendanlega ástfangin af svona persónuleika," sagði hún í viðtali við ABC-fréttastofuna. Rihanna áttaði sig á því að með því að yfirgefa ekki Brown myndi hún senda röng skilaboð til annarra kvenna í sömu sporum. Þess vegna ákvað hún að taka af skarið og sér ekki eftir því í dag. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til samfélagsþjónustu. 6.11.2009 00:30 Ánægt afmælisbarn Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og segist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönnum. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásamlega fallegur." Gjöfin frá foreldrum hennar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af tegundinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseðill. Ég kalla hann Sid og hann er æði," sagði Kelly. 6.11.2009 00:30 Gerningar fara á kvikmynd Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvikmyndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Curver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíðina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskagavita ásamt lúðrasveitinni Svaninum. Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gerningur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit. 5.11.2009 06:00 LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. 5.11.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. 9.11.2009 02:00
Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. 8.11.2009 22:37
Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. 8.11.2009 19:54
Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. 8.11.2009 18:15
Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. 7.11.2009 18:15
EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. 7.11.2009 06:00
Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. 7.11.2009 06:00
Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. 7.11.2009 06:00
Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. 7.11.2009 06:00
Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. 7.11.2009 06:00
Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. 7.11.2009 06:00
Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster 7.11.2009 06:00
Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. 7.11.2009 05:00
Beðið eftir Hjaltalín Nýja platan með Hjaltalín heitir Terminal og fylgir eftir Sleepdrunk Seasons, sem kom út fyrir jólin 2007. Nýja platan er í vinnslu erlendis um þessar mundir og kemur til landsins eftir tæpar tvær vikur. Nokkur spenna hefur skapast fyrir plötunni, sem minnir kannski helst á þá stemningu sem var í gangi þegar Sigur Rós sendi frá sér Ágætis byrjun fyrir rúmum tíu árum. 7.11.2009 04:45
Ósáttir popparar Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvuleikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir persónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í stafrænan karókísirkus," var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani. 7.11.2009 04:00
Látúnsbarkinn snýr aftur „Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn. 7.11.2009 04:00
Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. 7.11.2009 03:30
Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. 7.11.2009 03:00
Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. 7.11.2009 02:00
Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. 7.11.2009 01:45
STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is 7.11.2009 01:00
Hrædd við Mini-Me Fyrrverandi kærasta leikarans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana. 7.11.2009 00:30
Erna meðal andfætlinga Hinum megin á hnettinum hefur Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, verið að vinna við danssmíði og frumsköpun. Það hefur hún gert í samstarfi við Damien Jalet og tókst svo til að þau sömdu og sýndu nýtt verk, Black Marrow, Svartamerg, þann 20. október á hinni virtu og öldnu listahátíð í Melbourne. Var verkið á dagskrá hátíðarinnar og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var á allar sex sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. 6.11.2009 06:00
ÞRÍLEIKUR UM ÁST OG ÓGN Nú um helgina verður dansparið og höfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke með sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu: „Crazy Love Butter" kalla þau dagskrá sem verður samsett af þremur dönsum sem þau hafa unnið saman og sýnt víða um álfur. Sýningin verður flutt í tvígang, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. 6.11.2009 06:00
Duplex haldin í fyrsta sinn Tónleikaserían Duplex verður haldin í fyrsta sinn á Sódómu og Batteríinu á laugardaginn. Þar koma fram Retro Stefson, XXX Rottweiler, Sykur, Snorri Helgason, Nolo og DJ Musician. 6.11.2009 06:00
Veski og skór Anitu vekja athygli Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Hollywood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood. 6.11.2009 06:00
Óttar Norðfjörð á spænsku í tuttugu löndum Samningar hafa náðst á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones um útgáfu á Sólkrossi og Hnífi Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. „Þetta er mjög öflugur útgefandi," segir Tómas Hermannsson hjá Sögum. 6.11.2009 06:00
Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. 6.11.2009 06:00
Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. 6.11.2009 06:00
Shakiru-dansinn vekur athygli „Shakira kveikir hreinlega í dýnunni með heitum dansaralegum náunga og sannar að hún getur enn þá dansað eins og hún gerði í myndbandinu við lagið Whenever, Wherever árið 2001." Þetta skrifar Tanner Stransky, blaðamaður vefútgáfu Entertainment Weekly, á vefsíðu tímaritsins. 6.11.2009 06:00
Eftirmynd Katie brennd Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakling sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjölmiðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bálkesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein. 6.11.2009 05:30
Samningaleiðin reynd Lögfræðingur breska viðburðafyrirtækisins élan annars vegar og lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur hins vegar reyna nú að semja vegna ógreidds reiknings og ágreinings um lokauppgjör í tengslum við brúðkaup þeirra hjóna í nóvember fyrir tveimur árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fyrirtöku málsins frestað á miðvikudaginn og ekki liggur fyrir hvort eða hvenær það verður tekið fyrir að nýju. „Ef okkur tekst að semja þá verður málið fellt niður. Ef það tekst ekki mun dómari ákveða nýja dagsetningu fyrir nýja fyrirtöku málsins," segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögfræðingur élan. 6.11.2009 05:00
Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs „Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Árnason. Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Selfossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfréttablaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldraðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddssonar, sem rak læknastofu í kjallaranum. 6.11.2009 04:30
Skeggkokkar verða jólasveinar „Þetta er orðið þannig að maður er vakinn á morgnana og tilkynnt hvernig þetta hafi farið. Menn bíða því spenntir eftir þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson, martreiðslumaður á Þremur Frökkum. Hann og Tómas Tómasson, oftast kenndur við Hamborgarabúlluna, eru orðnar hálfgerðar stýrivaxtahetjur. Þeir hafa ekki skert skegg sitt í næstum hálft ár og ætla sér ekki að gera það fyrr en stýrivextirnir eru komnir niður fyrir tíu prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á fundi sínum í gærmorgun að lækka stýrivexti niður í ellefu prósent þannig að enn sér ekki fyrir endann á skeggvexti kokkanna. Þeir verða að minnsta kosti skeggprúðir þegar jólaösin gengur í garð. „Við gefumst ekkert upp,“ segir Úlfar. 6.11.2009 04:00
Farin frá Hollywood Robin Wright, fyrrverandi eiginkona Sean Penn, hefur flutt með börnin sín frá Hollywood. Hún segir samfélagið í kvikmyndaborginni ekki vera heilbrigt á nokkurn hátt. „Þetta samfélag er haldið þráhyggju gagnvart frægð og frægu fólki," sagði Wright á blaðamannafundi nýverið en hún sótti um skilnað frá hinum skapstóra Penn í ágúst síðastliðnum. 6.11.2009 03:30
Barnabókahöfundar á þingi Þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Margrét Tryggvadóttir skiptust á barnabókum fyrr í vikunni. Bók Guðmundar um Svínið Pétur kemur út fyrir jól en bók Margrétar, Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, hlaut barnabókaverðlaun árið 2006. 6.11.2009 03:15
Titillinn góður í ferilskrána „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. 6.11.2009 03:00
Kýld fyrir peninga Tveir meðlimir Kardashian-fjölskyldunnar stigu inn í hnefaleikahringinn þar sem þau öttu kappi við fólk sem hafði greitt háar fjárhæðir til þess að geta lúskrað á einum Kardashian. Loturnar fóru fram í Commerce-spilavítinu í Kaliforníu og var hluti af góðgerðaviðburði sem haldinn var til að safna fé til styrktar samtökunum Dream Foundation. 6.11.2009 02:30
Umbreyting flutt ytra Bernd Ogrodnik brúðuleikari er nú farinn í útrás til að svara kalli stjórnvalda um að færa heim dýrmætan gjaldeyri. Bernd er fullbókaður vestra í einar átta vikur, þar sem hann sýnir tvær til þrjár sýningar á dag, bæði í leikhúsum og í skólum um alla vesturströnd Kanada. Síðustu tvær vikur hefur hann verið að sýna í Michael Jay Fox-leikhúsinu í Vancouver, fyrir um 600 börn á hverri sýningu, og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar. 6.11.2009 02:00
Nýir söngvarar í Drykknum Þau Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson verða í aðalhlutverkum í Ástardrykknum á sýningunni næstkomandi sunnudag, 8. nóvember. Syngja þau þá hlutverk Adinu og Nemorinos, eins og ráðgert hefur verið frá upphafi. Á sýningunni á morgun, 7. nóvember, syngja hins vegar Dísella Lárusdóttir og Garðar Thór Cortes aðalhlutverkin, og föstudaginn 13. nóvember verður enn ný útfærsla í hlutverkaskipaninni, því þá syngur Þóra aftur hlutverk Adinu en Garðar Thór syngur hlutverk Nemorinos. Í öðrum hlutverkum í öllum sýningum eru þau Bjarni Thor Kristinsson, Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir. 6.11.2009 01:30
Vilja ekki sjást saman Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson munu kynna nýjustu myndina í Twilight-seríunni hvort í sínu lagi. Stewart og meðleikari hennar, Taylor Lautner, munu verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Brasilíu á meðan Pattinson og leikstjóri myndarinnar, Chris Weitz, verða við frumsýningu New Moon í Japan. „Þau eru mjög góðir vinir, en það er allt og sumt. Það er stanslaust verið að taka myndir af þeim og alltaf fer sami orðrómurinn af stað. Þau báðu um að fá að gera þetta hvort í sínu lagi til þess að umtalið yrði eilítið minna," var haft eftir innanbúðarmanni. „Þetta fjölmiðlafár í kringum þau gerir þeim erfitt um vik. Kannski hefðu þau getað endað sem par, en með þessa pressu og þetta umtal held ég að búið sé að drepa mögulega rómantík á milli þeirra." 6.11.2009 01:00
Skammaðist sín Söngkonan Rihanna hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um skilnað sinn við fyrrverandi kærasta sinn, söngvarann Chris Brown, sem réðst grimmilega á hana fyrr á árinu. Hún skammast sín fyrir að hafa í upphafi snúið aftur til Brown þrátt fyrir ofbeldið. „Ég skammast mín fyrir að ég skuli hafa orðið svona óendanlega ástfangin af svona persónuleika," sagði hún í viðtali við ABC-fréttastofuna. Rihanna áttaði sig á því að með því að yfirgefa ekki Brown myndi hún senda röng skilaboð til annarra kvenna í sömu sporum. Þess vegna ákvað hún að taka af skarið og sér ekki eftir því í dag. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina og til samfélagsþjónustu. 6.11.2009 00:30
Ánægt afmælisbarn Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og segist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönnum. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásamlega fallegur." Gjöfin frá foreldrum hennar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af tegundinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseðill. Ég kalla hann Sid og hann er æði," sagði Kelly. 6.11.2009 00:30
Gerningar fara á kvikmynd Í dag kl. 17 verður sýning í Regnboganum á kvikmyndum, vídeóverkum eftir Gjörningaklúbbinn, Curver, Bjarna Massa og samstarfsmynd 16 íslenskra og pólskra listamanna í tengslum við Sequences-hátíðina. Sýndar verða myndirnar Vitaskuld, Auðvitað! eftir Gjörningaklúbbinn, vídeóverk frá gerningi þeirra 17. maí síðastliðinn er átti sér stað í Garðskagavita ásamt lúðrasveitinni Svaninum. Verkin Four New York Minutes og Ode to An Ode eftir Curver, en annað verkið er einnar mínútu gerningur í New York og hitt er vídeóverk tileinkað verki Finnboga Péturssonar Ode, unnið í samstarfi við Rafskinnu tímarit. 5.11.2009 06:00
LJÚFSÁR, ALÍSLENSK JÓLAMYND Kvikmyndin Desember eftir Hilmar Oddsson verður frumsýnd á morgun. Hún fjallar á ljúfsáran hátt um alvarlega hluti í íslensku samfélagi. 5.11.2009 06:00