Lífið

Ánægt afmælisbarn

Kelly Osbourne
Kelly Osbourne
Kelly Osbourne hélt upp á 25 ára afmæli sitt í síðustu viku og segist hún hafa fengið dásamlegar gjafir frá vinum og vandamönnum. Bestu gjafirnar segir hún þó vera gjöfina frá unnusta sínum, fyrirsætunni Luke Worrall, en sá gaf henni demantshring. „Hann er búinn að vera að safna fyrir þessu. Hringurinn er hjartalaga úr hvítagulli og er alveg dásamlega fallegur." Gjöfin frá foreldrum hennar var þó ekki síðri en þau gáfu henni hvolp. „Hvolpurinn er svartur og af tegundinni Pomeranian. Hann er álíka stór og peningaseðill. Ég kalla hann Sid og hann er æði," sagði Kelly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.