Fleiri fréttir Paris Hilton gerð arflaus Fangelsisvist, djammlíf og grasreykingar Parisar Hilton féllu ekki betur í kramið hjá afa hennar en svo að hann hefur gert hana arflausa. Afinn, Barron Hilton, er sonur stofnanda Hilton keðjunnar og átti þangað til nýlega rúm fimm prósent hlutabréfa í henni. 31.7.2007 13:51 Spilað gegn kynbundnu ofbeldi á Grand Rokk Baráttutónleikar gegn kynbundnu ofbeldi verða haldnir á morgun á skemmtistaðnum Grand Rokk í Reykjavík. Karlahópur femínistafélagsins, Vdags samtökin og Jafningjafræðslan standa fyrir tónleikunum sem hefjast klukkan átta. Í tilkynningu frá fyrrnefndum samtökum kemur fram að þau vilji leggja í sameiningu áherslu á mikilvægi þess að fólk taki virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi 31.7.2007 13:40 Pete Doherty vill fá Kate aftur Eiturlyfjagosinn Pete Doherty vill fá Kate Moss aftur. Súpermódelið henti Doherty út fyrir skemmstu þegar hún komst að því að hann hefði verið að lúlla hjá suður-afrískri fyrirsætu. ,,Ég elska hana ennþá. Hún hryggbraut mig" sagði söngvarinn við breska dagblaðið The Sun. 31.7.2007 12:00 Britney skilin Britney Spears og Kevin Federline eru loksins skilin, en gengið var frá pappírunum í dag. Þau giftust í október árið 2004 átta mánuðum eftir að skammlíft hjónaband Spears og æskuvinar hennar var ógilt. Söngkonan sótti svo um skilnað frá Federline 7. nóvember í fyrra, og bar við óleysanlegum ágreiningi. Hjónin eignuðust saman synina Sean Preston, sem nú er 22 mánaða gamall, og hinn 10 mánaða gamla Jayden James. Þau hafa deilt forræði yfir drengjunum hingað til, en lögfræðingur Spears vildi ekki gefa upp hvaða fyrirkomulag yrði á þeim málum í kjölfar skilnaðarins. 31.7.2007 11:30 Rob ráðleggur Lindsay Margir hafa tjáð sig um mál Lindsayar Lohan að undanförnu og er grínistinn Rob Schneider sá nýjasti og hefur hann afar sterkar skoðanir á málinu. 31.7.2007 05:00 Afar krefjandi ævintýri Þrír starfsmenn Arctic Truck tókust á hendur svaðilför ásamt sjónvarpsmönnunum frægu úr bílaþættinum Top Gear, sem sýndur er á BBC við miklar vinsældir. 31.7.2007 01:45 Íslendingar flykkjast á Simpsons Bíómyndin um vinsælustu fjölskyldu heims virðist ætla að ganga vel ofan í Íslendinga, en myndin sló fjölda aðsóknarmeta um helgina. Hvorki fleiri né færri en 16.007 Íslendingar sáu myndina á fyrstu 3 sýningardögum og halaði hún inn rúmlega 12.5 milljónum króna. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún hefur verið tæp sex ár í vinnslu. 30.7.2007 12:54 Eddie Murphy trúlofast Grínistinn Eddie Murphy hefur trúlofast kærustu sinni til tíu mánaða, Tracey Edmonds. Trúlofunarhringurinn var ekkert slor, með risavöxnum átta karata gulum demanti. 30.7.2007 11:47 Tom Cruise og Nicole Kidman sameinuð Leiðir Nicole Kidman og Tom Cruise liggja saman á ný í haust þegar þau verða bæði við tökur í Bablesburg stúdíóunum í Berlín, þar sem þau leika hvort í sinni helfararmyndinni. 30.7.2007 11:09 Íslenskur Simpsons þáttur endursýndur vegna truflana Simpsons þátturinn sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi verður endursýndur á Stöð 2 Sirkus í kvöld klukkan 19.45 vegna truflana í útsendingu í gær. Um er ræða 400. þáttinn um hina vinsælu Simpsons-fjölskyldu og hefur hann af því tilefni verið talsettur á íslensku. 28.7.2007 15:45 Penelope Cruz og Bono nýtt par? Miklar vangaveltur eru nú uppi um mögulegt samband Penelope Cruz og Bono, söngvara U2. Það sást til skötuhjúanna skemmta sér saman á franska næturklúbbnum VIP Room. Svo fóru þeim heim um fjögurleitið, í sama bíl. 27.7.2007 12:05 Beyoncé dettur kylliflöt Söngkonan Beyoncé Knowles varð fyrir því óláni að hrynja niður stiga á tónleikum sínum í Florida fyrr í vikunni. Hún virðist þó hafa sloppið með skrekkinn því hún stóð snöggt á fætur og hélt áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorist. Sumir áhorfenda voru meira að segja á því að söngkonan hefði ekki misst úr eitt einasta orð. 27.7.2007 05:45 Leno gerir grín að Lindsay Leikkonan Lindsay Lohan var tekin öðru sinni fyrir ölvunarakstur í vikunni líkt og fram kom í Fréttablaðinu. Handtakan kom sér illa fyrir fleiri en Lindsay því þáttastjórnandinn Jay Leno hafði bókað hana í þáttinn sinn sama kvöld. Þar var henni ætlað að kynna nýja mynd sína I Know Who Killed Me. 27.7.2007 05:00 Damon á frægðarstétt Leikarinn Matt Damon fékk nýverið stjörnu sína á frægðarstétt Hollywood. Damon segist hafa ungur að árum horft á stéttina og dreymt um að komast þangað einn daginn. 27.7.2007 04:45 Nýr þáttur í anda Beðmálanna Aðdáendur Beðmála í borginni geta glaðst því nýr þáttur frá hugmyndasmið Sex and the City, Darren Star, er í vinnslu fyrir sjónvarpsstöðina ABC. 27.7.2007 02:45 Björgólfur með einkaþjálfara í fullu starfi Ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, er mikið á ferð og flugi starfs síns vegna. Það aftrar honum þó ekki frá því að gefa sér tíma til að sinna heilsunni og þegar hann er staddur hér á landi æfir hann af krafti í Laugum. 27.7.2007 01:45 Maraþon í hjólastól Hjónin Guðrún og Sigurður ætla að hlaupa Glitnismaraþonið þann átjánda águst næstkomandi. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Sigurður ætlar að ýta Guðrúnu í hjólastól alla leiðina - 42 kílómetra. 26.7.2007 20:18 Spector saklaus? Allt er komið á hvolf í þrálátum réttarhöldum yfir tónlistarframleiðandanum Phil Spector, sem er sakaður um morð á leikkonunni Lönu Clarkson. Réttarlæknir sem bar vitni í réttarhöldunum á dögunum heldur því fram að líklega hefði leikkonan framið sjálfsmorð og Spector hvergi komið þar nærri. 26.7.2007 14:54 Syndug hjörtu á Rauðasandi Laugardaginn 28. júlí verður efnt til menningarkvölds að Saurbæ á Rauðasandi undir yfirskriftinni: Við klukknahljóm syndugra hjarta. Tilefnið er ný útgáfa Bókaútgáfunnar Bjarts á skáldsögunni Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. 26.7.2007 12:57 Marc Jacobs til Íslands Aðdáendur hins heimsfræga hönnuðs Marc Jacobs eru væntanlega glaðir núna því í fyrsta sinn eru vörur frá honum væntanlegar í búð á Íslandi. Það er verslunin Kronkron sem mun selja flíkur úr ódýrari línu hans, Marc by Marc Jacobs en þessa dagana eru „Gleðidagar“ í búðinni þar sem verið er að rýma fyrir Marc ásamt öðrum nýjum og hressandi vörum. 26.7.2007 07:30 Hefur varla séð sig í sjónvarpinu „Þetta hefur gengið betur en ég bjóst við,“ segir Einar Magnús Einarsson sem nýverið hóf störf sem veðurfréttamaður í Ríkissjónvarpinu. Einar birtist fyrst á skjánum á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur sýnt fína takta þrátt fyrir reynsluleysið. 26.7.2007 03:15 Guðjón í Oz kaupir Næpuna af Baltasar Guðjón Már Guðmundsson, gjarnan kenndur við Oz, hefur keypt hið sögufræga hús Næpuna af hjónunum Baltasar Kormáki og Lilju Pálmadóttur sem auglýstu húsið til sölu í júnímánuði. 26.7.2007 01:30 Köttur spáir fyrir um dauða vistmanna á hjúkrunarheimili Köttur nokkur á hjúkrunarheimili á Rhode Island í Bandaríkjunum hefur óvenjulegan hæfileika til að segja fyrir um andlát vistmanna þar. Þegar Óskar, eins og kötturinn er nefndur, hjúfrar sig upp að einhverjum, veit starfsfólk heimilisins að viðkomandi á líklega ekki langt eftir. Þetta hefur Óskar gert í 25 skipti, og hafa vistmennirnir allir verið látnir innan fjögurra klukkustunda. Nú er svo komið að starfsfólk spítalans er farið að hringja í ættingja fólks ef að Óskar sýnir því áhuga, til að vara þá við yfirvofandi dauða þess. 26.7.2007 00:00 Lohan í fangabúningi Það er ekki búið að setja Lindsay Lohan inn ennþá, en það er samt búið að klæða hana í fangabúning. Vaxmyndina af henni að minnsta kosti. Vaxmyndasafn Madame Tussauds í New York ákvað í kjölfar annarar handtöku stjörnunnar fyrir ölvunarakstur að klæða styttuna af henni í fangelsisröndóttan samfesting. Safnið gerði það sama við styttuna af Paris Hilton í síðasta mánuði meðan hún afplánaði dóm sinn fyrir ölvunarakstur. 25.7.2007 10:25 ÍSMÓT í byrjun september Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara, ÍSMÓT 2007, fer fram í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1. og 2. september næstkomandi. 24.7.2007 10:47 Frá Royal Albert Hall til Íslands Þrír af aðalgestum Kirkjulistahátíðar koma fram á tónleikum í tónleikaröðinni „BBC Proms" í Royal Albert Hall aðeins örfáum dögum áður en þeir koma til landsins og taka þátt í flutningi á h-moll messunni eftir Bach við opnun Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju 11.ágúst. 23.7.2007 12:19 Syndug hjörtu á Rauðasandi Laugardaginn 28. júlí verður efnt til menningarkvölds að Saurbæ á Rauðasandi undir yfirskriftinni: Við klukknahljóm syndugra hjarta. Tilefnið er ný útgáfa Bókaútgáfunnar Bjarts á skáldsögunni Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. 23.7.2007 11:43 Gönguferð um Vatnsdalsárgil Laugardaginn 28. júlí stendur Ferðaþjónustan á Hofi í Vatnsdal fyrir gönguferð með Vatnsdalsárgili. Þar eru margir fossar, sem þykja hver öðrum fallegri. Má þar nefna Skínanda, Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss. 23.7.2007 10:18 Kate Moss flýr Doherty Fyrirsætan Kate Moss er endanlega búin að fá nóg af Pete Doherty. Hún hefur skipt um lás á íbúðinni sinni og leitar að húsi. 23.7.2007 05:00 Keppni við Akranes gæti orðið ljúfsár hefnd „Okkur hafa borist þó nokkrar tillögur en það hefur ekki enn verið valið í liðið. Einhver nöfn hafa þó borið oftar á góma en önnur,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. 23.7.2007 04:45 Jamie Kennedy í annarlegu ástandi Grínistinn og Íslandsvinurinn Jamie Kennedy mætti á tölvuleikjaráðstefnuna E3 á dögunum og var með uppistand. Það hefði verið í góðu lagi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Jamie var í afar annarlegu ástandi með úfið hár og í fráhnepptri skyrtu. 23.7.2007 03:00 Fá hjálp frá framleiðanda Bráðavaktarinnar Nokkrar stjörnur úr bandaríska sjónvarpsgeiranum eru væntanlegar hingað til lands í ágúst, þar sem þær munu miðla af reynslu sinni til íslensks sjónvarpsfólks á ráðstefnu á vegum fyrirtækisins MediaXchange. 23.7.2007 02:45 Lindsay nær nýjum lægðum Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferð sem hún fór í hafi engan árangur borið. Lindsay hafi meira að segja neytt áfengis meðan á meðferðinni stóð. 23.7.2007 02:00 Campbell auglýsir kleinuhringi Ofurfyrirsætan Naomi Campbell komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar út spurðist að hún hefði samþykkt að leika í auglýsingu fyrir bandaríska kleinuhringjafyrirtækið Dunkin" Donuts. 23.7.2007 01:45 Brynja Björk á ævintýraslóðum í Perú „Við lentum hérna 7. júlí og förum 28. til New York,“ segir Brynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður á Mannlífi og fyrrum þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ólíkt þeirri ímynd sem var kynnt í sjónvarpsþættinum fræga um næturlífið í Reykjavík er Brynja fjarri öllum skarkala borgarlífsins. Hún er nefnilega í Perú. 23.7.2007 01:00 Ferðast um Afganistan Leikarinn Jude Law er staddur í Afganistan til að kynna hinn árlega friðardag Sameinuðu þjóðanna hinn 21. september. Með honum í för er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Jeremy Gilley sem er að búa til heimildarmynd um heimsóknina. 22.7.2007 05:00 Höfðar mál vegna Mijovi 22.7.2007 02:30 Flöskuskeyti varð kveikjan að norsk-íslenskri vináttu Nikulás Tumi Hlynsson fékk skemmtilega heimsókn á föstudag. Þá kom hin fimm ára gamla Linnéa Nana Christensen frá Noregi til landsins ásamt fjölskyldu sinni, en hún fann flöskuskeyti frá Nikulási í fyrra. 22.7.2007 01:45 Kynþokki og húmor Jessica Biel segir það skipta miklu máli að hafa húmor fyrir því hvernig paparazzi-ljósmyndararnir elta hana á röndum. „Það er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir öllu því sem viðkemur þessum kjánalegu slúðurtímaritum. Þegar ég skoða þau þá sé ég að blaðamennirnir vita meira um mig en ég sjálf. Það er fyndið hvað heimurinn er orðinn klikkaður og það þýðir ekkert annað en að hlæja að því.“ 22.7.2007 01:30 Mills fær 8,5 milljarða Heather Mills-McCartney fær eina stærstu skilnaðargreiðslu sögunnar þegar gengið verður frá skilnaði hennar og Pauls McCartney. Talið er að fyrirsætan fyrrverandi fái fast að tveimur milljörðum króna í byrjun og væna summu árlega héðan í frá. 22.7.2007 00:30 Lohan sýpur seyðið af sopanum Glamurdrósin Lindsay Lohan mætti í vikunni niður á lögreglustöð í Beverly Hills til mynda-, fingrafara-, og skýrslutöku vegna ölvunaraksturs og árekstrar í maí síðastliðnum. Rúm vika er liðin síðan Lindsay lauk 45 daga langri áfengis og vímuefnameðferð. 21.7.2007 18:34 Raunveruleikaþáttur í lausu lofti „Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þetta í blöðunum um morguninn, hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að kaupa þennan þátt," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Eins kom fram í fjölmiðlum á miðvikudag er Emilía Björk Óskarsdóttir hætt í Nylon og er þegar hafin leit að arftaka hennar. 21.7.2007 05:00 Davíð Þór úr Gettu betur í guðfræði Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að venda kvæði sín í kross. Hann mun ekki semja spurningar né dæma í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur á þessu ári heldur hyggst hann endurnýja kynnin við guðfræðideild Háskóla Íslands. 21.7.2007 03:45 Skemmtu sér um borð í snekkju Romans Abramovich Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson fóru ásamt unnustum sínum í heimsókn til góðvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen og eiginkonu hans Ragnhildar Sveinsdóttur á dögunum. 21.7.2007 02:45 Töfrandi bæjarstemning Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. 21.7.2007 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Paris Hilton gerð arflaus Fangelsisvist, djammlíf og grasreykingar Parisar Hilton féllu ekki betur í kramið hjá afa hennar en svo að hann hefur gert hana arflausa. Afinn, Barron Hilton, er sonur stofnanda Hilton keðjunnar og átti þangað til nýlega rúm fimm prósent hlutabréfa í henni. 31.7.2007 13:51
Spilað gegn kynbundnu ofbeldi á Grand Rokk Baráttutónleikar gegn kynbundnu ofbeldi verða haldnir á morgun á skemmtistaðnum Grand Rokk í Reykjavík. Karlahópur femínistafélagsins, Vdags samtökin og Jafningjafræðslan standa fyrir tónleikunum sem hefjast klukkan átta. Í tilkynningu frá fyrrnefndum samtökum kemur fram að þau vilji leggja í sameiningu áherslu á mikilvægi þess að fólk taki virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi 31.7.2007 13:40
Pete Doherty vill fá Kate aftur Eiturlyfjagosinn Pete Doherty vill fá Kate Moss aftur. Súpermódelið henti Doherty út fyrir skemmstu þegar hún komst að því að hann hefði verið að lúlla hjá suður-afrískri fyrirsætu. ,,Ég elska hana ennþá. Hún hryggbraut mig" sagði söngvarinn við breska dagblaðið The Sun. 31.7.2007 12:00
Britney skilin Britney Spears og Kevin Federline eru loksins skilin, en gengið var frá pappírunum í dag. Þau giftust í október árið 2004 átta mánuðum eftir að skammlíft hjónaband Spears og æskuvinar hennar var ógilt. Söngkonan sótti svo um skilnað frá Federline 7. nóvember í fyrra, og bar við óleysanlegum ágreiningi. Hjónin eignuðust saman synina Sean Preston, sem nú er 22 mánaða gamall, og hinn 10 mánaða gamla Jayden James. Þau hafa deilt forræði yfir drengjunum hingað til, en lögfræðingur Spears vildi ekki gefa upp hvaða fyrirkomulag yrði á þeim málum í kjölfar skilnaðarins. 31.7.2007 11:30
Rob ráðleggur Lindsay Margir hafa tjáð sig um mál Lindsayar Lohan að undanförnu og er grínistinn Rob Schneider sá nýjasti og hefur hann afar sterkar skoðanir á málinu. 31.7.2007 05:00
Afar krefjandi ævintýri Þrír starfsmenn Arctic Truck tókust á hendur svaðilför ásamt sjónvarpsmönnunum frægu úr bílaþættinum Top Gear, sem sýndur er á BBC við miklar vinsældir. 31.7.2007 01:45
Íslendingar flykkjast á Simpsons Bíómyndin um vinsælustu fjölskyldu heims virðist ætla að ganga vel ofan í Íslendinga, en myndin sló fjölda aðsóknarmeta um helgina. Hvorki fleiri né færri en 16.007 Íslendingar sáu myndina á fyrstu 3 sýningardögum og halaði hún inn rúmlega 12.5 milljónum króna. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún hefur verið tæp sex ár í vinnslu. 30.7.2007 12:54
Eddie Murphy trúlofast Grínistinn Eddie Murphy hefur trúlofast kærustu sinni til tíu mánaða, Tracey Edmonds. Trúlofunarhringurinn var ekkert slor, með risavöxnum átta karata gulum demanti. 30.7.2007 11:47
Tom Cruise og Nicole Kidman sameinuð Leiðir Nicole Kidman og Tom Cruise liggja saman á ný í haust þegar þau verða bæði við tökur í Bablesburg stúdíóunum í Berlín, þar sem þau leika hvort í sinni helfararmyndinni. 30.7.2007 11:09
Íslenskur Simpsons þáttur endursýndur vegna truflana Simpsons þátturinn sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi verður endursýndur á Stöð 2 Sirkus í kvöld klukkan 19.45 vegna truflana í útsendingu í gær. Um er ræða 400. þáttinn um hina vinsælu Simpsons-fjölskyldu og hefur hann af því tilefni verið talsettur á íslensku. 28.7.2007 15:45
Penelope Cruz og Bono nýtt par? Miklar vangaveltur eru nú uppi um mögulegt samband Penelope Cruz og Bono, söngvara U2. Það sást til skötuhjúanna skemmta sér saman á franska næturklúbbnum VIP Room. Svo fóru þeim heim um fjögurleitið, í sama bíl. 27.7.2007 12:05
Beyoncé dettur kylliflöt Söngkonan Beyoncé Knowles varð fyrir því óláni að hrynja niður stiga á tónleikum sínum í Florida fyrr í vikunni. Hún virðist þó hafa sloppið með skrekkinn því hún stóð snöggt á fætur og hélt áfram að syngja eins og ekkert hefði í skorist. Sumir áhorfenda voru meira að segja á því að söngkonan hefði ekki misst úr eitt einasta orð. 27.7.2007 05:45
Leno gerir grín að Lindsay Leikkonan Lindsay Lohan var tekin öðru sinni fyrir ölvunarakstur í vikunni líkt og fram kom í Fréttablaðinu. Handtakan kom sér illa fyrir fleiri en Lindsay því þáttastjórnandinn Jay Leno hafði bókað hana í þáttinn sinn sama kvöld. Þar var henni ætlað að kynna nýja mynd sína I Know Who Killed Me. 27.7.2007 05:00
Damon á frægðarstétt Leikarinn Matt Damon fékk nýverið stjörnu sína á frægðarstétt Hollywood. Damon segist hafa ungur að árum horft á stéttina og dreymt um að komast þangað einn daginn. 27.7.2007 04:45
Nýr þáttur í anda Beðmálanna Aðdáendur Beðmála í borginni geta glaðst því nýr þáttur frá hugmyndasmið Sex and the City, Darren Star, er í vinnslu fyrir sjónvarpsstöðina ABC. 27.7.2007 02:45
Björgólfur með einkaþjálfara í fullu starfi Ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, er mikið á ferð og flugi starfs síns vegna. Það aftrar honum þó ekki frá því að gefa sér tíma til að sinna heilsunni og þegar hann er staddur hér á landi æfir hann af krafti í Laugum. 27.7.2007 01:45
Maraþon í hjólastól Hjónin Guðrún og Sigurður ætla að hlaupa Glitnismaraþonið þann átjánda águst næstkomandi. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Sigurður ætlar að ýta Guðrúnu í hjólastól alla leiðina - 42 kílómetra. 26.7.2007 20:18
Spector saklaus? Allt er komið á hvolf í þrálátum réttarhöldum yfir tónlistarframleiðandanum Phil Spector, sem er sakaður um morð á leikkonunni Lönu Clarkson. Réttarlæknir sem bar vitni í réttarhöldunum á dögunum heldur því fram að líklega hefði leikkonan framið sjálfsmorð og Spector hvergi komið þar nærri. 26.7.2007 14:54
Syndug hjörtu á Rauðasandi Laugardaginn 28. júlí verður efnt til menningarkvölds að Saurbæ á Rauðasandi undir yfirskriftinni: Við klukknahljóm syndugra hjarta. Tilefnið er ný útgáfa Bókaútgáfunnar Bjarts á skáldsögunni Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. 26.7.2007 12:57
Marc Jacobs til Íslands Aðdáendur hins heimsfræga hönnuðs Marc Jacobs eru væntanlega glaðir núna því í fyrsta sinn eru vörur frá honum væntanlegar í búð á Íslandi. Það er verslunin Kronkron sem mun selja flíkur úr ódýrari línu hans, Marc by Marc Jacobs en þessa dagana eru „Gleðidagar“ í búðinni þar sem verið er að rýma fyrir Marc ásamt öðrum nýjum og hressandi vörum. 26.7.2007 07:30
Hefur varla séð sig í sjónvarpinu „Þetta hefur gengið betur en ég bjóst við,“ segir Einar Magnús Einarsson sem nýverið hóf störf sem veðurfréttamaður í Ríkissjónvarpinu. Einar birtist fyrst á skjánum á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur sýnt fína takta þrátt fyrir reynsluleysið. 26.7.2007 03:15
Guðjón í Oz kaupir Næpuna af Baltasar Guðjón Már Guðmundsson, gjarnan kenndur við Oz, hefur keypt hið sögufræga hús Næpuna af hjónunum Baltasar Kormáki og Lilju Pálmadóttur sem auglýstu húsið til sölu í júnímánuði. 26.7.2007 01:30
Köttur spáir fyrir um dauða vistmanna á hjúkrunarheimili Köttur nokkur á hjúkrunarheimili á Rhode Island í Bandaríkjunum hefur óvenjulegan hæfileika til að segja fyrir um andlát vistmanna þar. Þegar Óskar, eins og kötturinn er nefndur, hjúfrar sig upp að einhverjum, veit starfsfólk heimilisins að viðkomandi á líklega ekki langt eftir. Þetta hefur Óskar gert í 25 skipti, og hafa vistmennirnir allir verið látnir innan fjögurra klukkustunda. Nú er svo komið að starfsfólk spítalans er farið að hringja í ættingja fólks ef að Óskar sýnir því áhuga, til að vara þá við yfirvofandi dauða þess. 26.7.2007 00:00
Lohan í fangabúningi Það er ekki búið að setja Lindsay Lohan inn ennþá, en það er samt búið að klæða hana í fangabúning. Vaxmyndina af henni að minnsta kosti. Vaxmyndasafn Madame Tussauds í New York ákvað í kjölfar annarar handtöku stjörnunnar fyrir ölvunarakstur að klæða styttuna af henni í fangelsisröndóttan samfesting. Safnið gerði það sama við styttuna af Paris Hilton í síðasta mánuði meðan hún afplánaði dóm sinn fyrir ölvunarakstur. 25.7.2007 10:25
ÍSMÓT í byrjun september Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara, ÍSMÓT 2007, fer fram í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1. og 2. september næstkomandi. 24.7.2007 10:47
Frá Royal Albert Hall til Íslands Þrír af aðalgestum Kirkjulistahátíðar koma fram á tónleikum í tónleikaröðinni „BBC Proms" í Royal Albert Hall aðeins örfáum dögum áður en þeir koma til landsins og taka þátt í flutningi á h-moll messunni eftir Bach við opnun Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju 11.ágúst. 23.7.2007 12:19
Syndug hjörtu á Rauðasandi Laugardaginn 28. júlí verður efnt til menningarkvölds að Saurbæ á Rauðasandi undir yfirskriftinni: Við klukknahljóm syndugra hjarta. Tilefnið er ný útgáfa Bókaútgáfunnar Bjarts á skáldsögunni Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. 23.7.2007 11:43
Gönguferð um Vatnsdalsárgil Laugardaginn 28. júlí stendur Ferðaþjónustan á Hofi í Vatnsdal fyrir gönguferð með Vatnsdalsárgili. Þar eru margir fossar, sem þykja hver öðrum fallegri. Má þar nefna Skínanda, Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss. 23.7.2007 10:18
Kate Moss flýr Doherty Fyrirsætan Kate Moss er endanlega búin að fá nóg af Pete Doherty. Hún hefur skipt um lás á íbúðinni sinni og leitar að húsi. 23.7.2007 05:00
Keppni við Akranes gæti orðið ljúfsár hefnd „Okkur hafa borist þó nokkrar tillögur en það hefur ekki enn verið valið í liðið. Einhver nöfn hafa þó borið oftar á góma en önnur,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. 23.7.2007 04:45
Jamie Kennedy í annarlegu ástandi Grínistinn og Íslandsvinurinn Jamie Kennedy mætti á tölvuleikjaráðstefnuna E3 á dögunum og var með uppistand. Það hefði verið í góðu lagi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Jamie var í afar annarlegu ástandi með úfið hár og í fráhnepptri skyrtu. 23.7.2007 03:00
Fá hjálp frá framleiðanda Bráðavaktarinnar Nokkrar stjörnur úr bandaríska sjónvarpsgeiranum eru væntanlegar hingað til lands í ágúst, þar sem þær munu miðla af reynslu sinni til íslensks sjónvarpsfólks á ráðstefnu á vegum fyrirtækisins MediaXchange. 23.7.2007 02:45
Lindsay nær nýjum lægðum Hollywoodstjarnan og vandræðagemsinn Lindsay Lohan er enn og aftur umfjöllunarefni fjölmiðla. Nú er því haldið fram að áfengismeðferð sem hún fór í hafi engan árangur borið. Lindsay hafi meira að segja neytt áfengis meðan á meðferðinni stóð. 23.7.2007 02:00
Campbell auglýsir kleinuhringi Ofurfyrirsætan Naomi Campbell komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar út spurðist að hún hefði samþykkt að leika í auglýsingu fyrir bandaríska kleinuhringjafyrirtækið Dunkin" Donuts. 23.7.2007 01:45
Brynja Björk á ævintýraslóðum í Perú „Við lentum hérna 7. júlí og förum 28. til New York,“ segir Brynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður á Mannlífi og fyrrum þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ólíkt þeirri ímynd sem var kynnt í sjónvarpsþættinum fræga um næturlífið í Reykjavík er Brynja fjarri öllum skarkala borgarlífsins. Hún er nefnilega í Perú. 23.7.2007 01:00
Ferðast um Afganistan Leikarinn Jude Law er staddur í Afganistan til að kynna hinn árlega friðardag Sameinuðu þjóðanna hinn 21. september. Með honum í för er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Jeremy Gilley sem er að búa til heimildarmynd um heimsóknina. 22.7.2007 05:00
Flöskuskeyti varð kveikjan að norsk-íslenskri vináttu Nikulás Tumi Hlynsson fékk skemmtilega heimsókn á föstudag. Þá kom hin fimm ára gamla Linnéa Nana Christensen frá Noregi til landsins ásamt fjölskyldu sinni, en hún fann flöskuskeyti frá Nikulási í fyrra. 22.7.2007 01:45
Kynþokki og húmor Jessica Biel segir það skipta miklu máli að hafa húmor fyrir því hvernig paparazzi-ljósmyndararnir elta hana á röndum. „Það er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir öllu því sem viðkemur þessum kjánalegu slúðurtímaritum. Þegar ég skoða þau þá sé ég að blaðamennirnir vita meira um mig en ég sjálf. Það er fyndið hvað heimurinn er orðinn klikkaður og það þýðir ekkert annað en að hlæja að því.“ 22.7.2007 01:30
Mills fær 8,5 milljarða Heather Mills-McCartney fær eina stærstu skilnaðargreiðslu sögunnar þegar gengið verður frá skilnaði hennar og Pauls McCartney. Talið er að fyrirsætan fyrrverandi fái fast að tveimur milljörðum króna í byrjun og væna summu árlega héðan í frá. 22.7.2007 00:30
Lohan sýpur seyðið af sopanum Glamurdrósin Lindsay Lohan mætti í vikunni niður á lögreglustöð í Beverly Hills til mynda-, fingrafara-, og skýrslutöku vegna ölvunaraksturs og árekstrar í maí síðastliðnum. Rúm vika er liðin síðan Lindsay lauk 45 daga langri áfengis og vímuefnameðferð. 21.7.2007 18:34
Raunveruleikaþáttur í lausu lofti „Ég kom eiginlega alveg af fjöllum þegar ég las þetta í blöðunum um morguninn, hafði ekki hugmynd um að ég væri búinn að kaupa þennan þátt," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Eins kom fram í fjölmiðlum á miðvikudag er Emilía Björk Óskarsdóttir hætt í Nylon og er þegar hafin leit að arftaka hennar. 21.7.2007 05:00
Davíð Þór úr Gettu betur í guðfræði Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að venda kvæði sín í kross. Hann mun ekki semja spurningar né dæma í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur á þessu ári heldur hyggst hann endurnýja kynnin við guðfræðideild Háskóla Íslands. 21.7.2007 03:45
Skemmtu sér um borð í snekkju Romans Abramovich Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson fóru ásamt unnustum sínum í heimsókn til góðvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen og eiginkonu hans Ragnhildar Sveinsdóttur á dögunum. 21.7.2007 02:45
Töfrandi bæjarstemning Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. 21.7.2007 02:30