Brynja Björk á ævintýraslóðum í Perú 23. júlí 2007 01:00 Guðjón Jónsson leikstjóri veiktist heiftarlega í ferðinni og fékk háan hita. Hann ku þó vera á batavegi. „Við lentum hérna 7. júlí og förum 28. til New York,“ segir Brynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður á Mannlífi og fyrrum þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ólíkt þeirri ímynd sem var kynnt í sjónvarpsþættinum fræga um næturlífið í Reykjavík er Brynja fjarri öllum skarkala borgarlífsins. Hún er nefnilega í Perú og var stödd í litlum bæ sem heitir Olliantaytambo ásamt kærastanum sínum, leikstjóranum Guðjóni Jónssyni og fjölskyldu hans. „Um leið og við lentum fórum við til Amazon-skóganna og vorum þar í nokkra daga en héldum síðan upp í Andesfjöllin,“ segir Brynja en dvölin í frumskógum Suður-Ameríku dró dilk á eftir sér því í fjögur þúsund metra hæð veiktist Guðjón heiftarlega. „Hann fékk einhverja moskítóflensu og alveg hrikalega háan hita. Þetta var alveg skelfilegt en honum er eitthvað að líða betur. Við erum því á leiðinni til Cuscon og ætlum að fá sýklalyf þar,“ segir Brynja. Ferðalag hersingarinnar er ævintýrum blandið en þau hafa gist í tjöldum í bæði Amazon-skógunum og Andesfjöllunum. Brynja tekur þó skýrt fram að þau fái einnig tækifæri til að láta þreytuna líða úr sér á hótelum. Að sögn Brynju fékk hún hálfgert menningarsjokk þegar hún kom til þessa fátæka lands. „Ég hef aldrei séð fólk lifa svona fábrotnu lífi eins og hérna í Andesfjöllunum. Hérna hafa krakkarnir varla séð sjónvarp og við leyfðum þeim að hlusta á iPodinn okkar sem þeim þótti mikið tækniundur,“ segir Brynja. Að sögn Brynju er veðurfarið uppi í fjöllunum ekkert ólíkt því sem gerist á Íslandi. En þrátt fyrir að þau hafi verið vel búin íslenskum fatnaði dugði það ekki til gegn kuldanum í háloftunum. „Við vorum voðalega kokhraust og héldum að þetta væri nú ekki verra en íslensk útilega. Eftir eina nótt neyddumst við hins vegar til að kaupa okkur bæði ullarpeysur, vettlinga, húfur og síðar nærbrækur,“ segir Brynja. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
„Við lentum hérna 7. júlí og förum 28. til New York,“ segir Brynja Björk Garðarsdóttir, blaðamaður á Mannlífi og fyrrum þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ólíkt þeirri ímynd sem var kynnt í sjónvarpsþættinum fræga um næturlífið í Reykjavík er Brynja fjarri öllum skarkala borgarlífsins. Hún er nefnilega í Perú og var stödd í litlum bæ sem heitir Olliantaytambo ásamt kærastanum sínum, leikstjóranum Guðjóni Jónssyni og fjölskyldu hans. „Um leið og við lentum fórum við til Amazon-skóganna og vorum þar í nokkra daga en héldum síðan upp í Andesfjöllin,“ segir Brynja en dvölin í frumskógum Suður-Ameríku dró dilk á eftir sér því í fjögur þúsund metra hæð veiktist Guðjón heiftarlega. „Hann fékk einhverja moskítóflensu og alveg hrikalega háan hita. Þetta var alveg skelfilegt en honum er eitthvað að líða betur. Við erum því á leiðinni til Cuscon og ætlum að fá sýklalyf þar,“ segir Brynja. Ferðalag hersingarinnar er ævintýrum blandið en þau hafa gist í tjöldum í bæði Amazon-skógunum og Andesfjöllunum. Brynja tekur þó skýrt fram að þau fái einnig tækifæri til að láta þreytuna líða úr sér á hótelum. Að sögn Brynju fékk hún hálfgert menningarsjokk þegar hún kom til þessa fátæka lands. „Ég hef aldrei séð fólk lifa svona fábrotnu lífi eins og hérna í Andesfjöllunum. Hérna hafa krakkarnir varla séð sjónvarp og við leyfðum þeim að hlusta á iPodinn okkar sem þeim þótti mikið tækniundur,“ segir Brynja. Að sögn Brynju er veðurfarið uppi í fjöllunum ekkert ólíkt því sem gerist á Íslandi. En þrátt fyrir að þau hafi verið vel búin íslenskum fatnaði dugði það ekki til gegn kuldanum í háloftunum. „Við vorum voðalega kokhraust og héldum að þetta væri nú ekki verra en íslensk útilega. Eftir eina nótt neyddumst við hins vegar til að kaupa okkur bæði ullarpeysur, vettlinga, húfur og síðar nærbrækur,“ segir Brynja.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira