Lífið

Guðjón í Oz kaupir Næpuna af Baltasar

Guðjón í Oz hefur keypt neðri hæðina og kjallarann og á því nú allt húsið. Ásett verð var 79 milljónir króna.
Guðjón í Oz hefur keypt neðri hæðina og kjallarann og á því nú allt húsið. Ásett verð var 79 milljónir króna.

Guðjón Már Guðmundsson, gjarnan kenndur við Oz, hefur keypt hið sögufræga hús Næpuna af hjónunum Baltasar Kormáki og Lilju Pálmadóttur sem auglýstu húsið til sölu í júnímánuði. Þau Baltasar og Lilja áttu jarðhæð og kjallara hússins sem stendur við Skálholtsstíg 7 en það var einmitt fyrrnefndur Guðjón sem átti hæðirnar tvær fyrir ofan þau. Hann ætti að hafa nægt pláss eftir kaupin því viðbótin er litlir 226 fermetrar.



 

nóg pláss Guðjón er staddur í Japan þessa dagana en hans bíður nóg pláss við heimkomuna því með kaupunum bætti hann 226 fermetrum við eign sína.

„Það var mikill áhugi fyrir húsinu og salan var því ósköp lítið mál,“ segir Baltasar sem var á hestbaki þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Hann segir að húsið hafi nánast ekkert verið auglýst. „Það er yfirleitt mikill áhugi fyrir fallegum byggingum.“ Baltasar segist ekki muna hvert kaupverðið var en ásett verð var 79 milljónir króna. Ekki náðist í Guðjón í gær þar eð hann var staddur í Japan.

Baltasar kormákur Kvikmyndaleikstjórinn segist ekki muna hvert kaupverðið var en að það hafi reynst auðvelt mál að selja húsið.

Næpan var byggð árið 1903 af Magnúsi Stephensen en Baltasar og Lilja keyptu hæðina og kjallarann fyrir um það bil fimm árum síðan. Hann segist ekki sjá eftir húsinu þótt byggingin sé vissulega glæsileg. „Húsið er alveg jafnfallegt þótt ég búi ekki í því sjálfur,“ segir hann. „Ég bý þarna í næsta húsi og get því virt það fyrir mér á hverjum degi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.