Lífið

ÍSMÓT í byrjun september

Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara, ÍSMÓT 2007, fer fram í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal helgina 1. og 2. september næstkomandi.

Samhliða mótinu verður haldin glæsileg sýning þar sem fyrirtækjum, félögum og stofnunum er boðið að kynna vöru sína og þjónustu. Sýningin verður opin bæði fagfólki og almenningi og hægt verður að fylgjast með spennandi keppni meistara, sveina og nema í þjónustuiðngreinum og um leið kynnast því nýjasta og besta í hönnun og tísku og því sem máli skiptir fyrir góða heilsu og vellíðan. Fyrir mótið eru væntanlegir til landsins sérfræðingar í fræðunum og munu þeir halda fyrirlestra og sýningar í tengslum við ÍSMÓT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.