Lífið

Campbell auglýsir kleinuhringi

Ofurfyrirsætan gerir grín að skapofsa sínum í nýrri auglýsingu kleinuhringjafyrirtækisins Dunkin´ Donuts.
Ofurfyrirsætan gerir grín að skapofsa sínum í nýrri auglýsingu kleinuhringjafyrirtækisins Dunkin´ Donuts.

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar út spurðist að hún hefði samþykkt að leika í auglýsingu fyrir bandaríska kleinuhringjafyrirtækið Dunkin" Donuts. Sérstaka athygli vakti að Naomi hefði fallist á að gera grín að ímynd sinni í auglýsingunni, en fyrirsætan þykir sérstaklega skapvond og ekki er langt síðan hún var fundin sek um að hafa ráðist á aðstoðarkonu sína og var dæmd til samfélagsþjónustu.

Nú er auglýsingin komin í spilun vestanhafs og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Í henni má sjá Naomi standa í bleikum silkikjól og gylltum hælaskóm utan við stórt einbýlishús. Hún er með skóflu í annarri hendi og ætlar sér augljóslega að fara að gróðursetja tré. Ekki vill þó betur til en svo að strax við fyrstu skóflustunguna brýtur hún hælinn af öðrum skónum og missir algjörlega stjórn á skapi sínu. Í framhaldinu sparkar hún í tréð og brýtur rúðu í húsinu fyrir aftan sig með því að fleygja í hana steini. Forvitnilegt væri að vita hvort fyrrnefndri aðstoðarkonu Naomi hafi fundist auglýsingin sniðug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.