Töfrandi bæjarstemning 21. júlí 2007 02:30 Leó Bremond Óliversson svipaði mikið til galdrastráksins Harry Potter, þar sem hann beið þolinmóður fyrir utan Mál og menningu. Hann hafði ekki lesið allar bækurnar, enda einungis átta ára gamall, en er sérlegur aðdáandi myndanna. fréttablaðið/rósa Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Aðdáendur Harry Potter settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem þeir biðu þolinmóðir eftir því að koma höndum yfir eintak af síðustu bókinni í bókaflokknum um Harry Potter. Fyrir utan verslunina Nexus við Hverfisgötu hafði starfsfólk slegið upp tjöldum til að vernda hópinn gegn rigningarúða. Um eiginlega röð var því ekki að ræða, en aðdáendur voru í staðinn númeraðir. Dagmar Ríkharðsdóttir var þar fremst í flokki, en hún kom sér fyrir klukkan 18 á fimmtudagskvöldi, vopnuð svefnpoka. Hópurinn var sammála um að stemningin í röðinni væri aðalaðdráttaraflið. „Þetta er líka síðasta tækifærið til að gera eitthvað svona, það er mjög ólíklegt að það gerist aftur að það byggist upp svona tíu ára stemning,“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir. texti fylgir Eftir stutta könnun kom í ljós að Halla Halldórsdóttir átti væntanlega metið í lestri á Harry Potter. „Ég held ég hafi lesið fyrstu bókina svona tuttugu sinnum. En svo fækkar skiptunum eftir því sem bækurnar verða lengri,“ sagði Halla. Guðni Teitur Björgvinsson, fremsti maður í röðinni við verslun Máls og menningar á Laugavegi, tók sér stöðu um sexleytið í gærmorgun ásamt Tómasi Valgeirssyni. Guðni gerðist svo frægur að bera sigur úr býtum í keppni sem haldin var fyrir nokkrum árum, þar sem leitað var að tvífara Harry Potter. „Það var þegar ég hafði hár,“ sagði hann sposkur. Þeir Guðni og Tómas voru á sama máli um það að stemningin skipti öllu máli. „Þetta er svo mikið „the end of an era“ að maður verður einhvern veginn að tilheyra þessu á einn eða annan hátt,“ sagði Tómas. texti fylgir Leó Bremond Óliverson hafði setið í röð í um klukkutíma, í fylgd stóru systur sinnar, Ölmu, þegar blaðamann bar að garði. Hann var sigurstranglegur í búningakeppninni sem Mál og menning stóð fyrir í gær, enda klæddur sem galdrastrákurinn sjálfur. Leó, sem er átta ára, var ekki búinn að lesa allar bækurnar. „En ég er búinn að sjá allar myndirnar, nema þessa síðustu,“ sagði Leó, sem kvaðst þó ætla að lesa síðustu bókina upp á eigin spýtur. texti fylgir Leó fékk dálitla aðstoð við gerð búningsins. „Mamma mín er að vinna í búð sem heitir Kisan, og það er ein sem er að vinna með henni sem gerði þetta,“ útskýrði hann. Leó virtist ákveðinn í því að bíða fram á kvöld, þó að stóra systir hans tæki í aðeins annan streng. „Við erum ekki alveg viss,“ sagði Alma.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira