Fleiri fréttir

Hjónabandið undir smásjá

Fulltrúar frá barnaverndar­yfirvöldum í Malaví eru á leiðinni til Bretlands þar sem þeir hyggjast rannsaka hjónaband poppdrottningar­innar Madonnu og leikstjórans Guys Ritchie. Niðurstaðan mun ráða því hvort hjónin fái að ættleiða David Banda.

Gisele gat varla andað fyrir stressi

Gisele Bündchen er ekki lengur andlit og líkami undirfatafyrirtækisins Victoria‘s Secret en hún hefur nóg að gera og er nú andlit nýs ilmvatns frá hönnuðunum Dolce & Gabbana.

Ekki á leið til Íslands í bráð

Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Northumbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr,“ segir Chloe.

Sævar selur

Sævar Karl er búinn að selja verslun sína í Bankastrætinu. Eftir öll þessi ár er verslun Sævar Karls ekki lengur í eigu Sævars Karls.

Emilía hætt í Nylon

Emilía Björg Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Nylon. Emilía hefur verið ein fjögurra söngkvenna flokksins síðan hann var stofnaður af Einari Bárðarsyni árið 2004. Ástæður brothvarfsins segir Emilía vera mikið álag og fjarveru frá fjölskyldunni sem fylgir lífinu í Nylon. Hún kveðst þó ánægð með tíma sinn í Nylon.

Síðasta bókin um Harry Potter kemur út á föstudaginn

Næstkomandi föstudag kemur út sjöunda og síðasta bókin um Harry Potter. Gífurleg spenna ríkir um sögulokin í þessum vinsæla bókaflokki og hafa vangaveltur verið um hvort að Potter verði látinn deyja. Víst er að dyggir íslenskir lesendur bíða óþreyjufullir tíðinda af örlögum helstu sögupersóna þessa ævintýris.

Rannsókn á fangelsisdvöl Parisar Hilton

Lögreglustjórinn í Los Angeles ætlar að hefja rannsókn á því hvort Paris Hilton hafi hlotið sérstaka meðferð á meðan á fangelsisdvöl hennar stóð. Rannsóknin mun meðal annars miða að því að kanna fullyrðingar um það að Paris hafi fengið að nota farsíma á meðan aðrir fangar þurfi að notast við peningasíma.

Beckham-hjónin nakin

Eitt af því skemmtilegasta sem hjónakornin David og Victoria Beckham gera er að læsa hurðunum á heimili sínu á kvöldin til að geta valsað um í friði án fata. Þetta kemur fram í viðtali við fótboltamanninn og kryddpíuna við tískutímaritið W í Bandaríkjunum sem ritstjórar tímaritsins segja að sé „hið opinskáasta sem hjónin hafa veitt til þessa“.

Benni um frægðina

Benedikt H. Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm, talar um plötusölu og frægðina í nýju viðtali við Bart Cameron, fyrrum ritstjóra Reykjavík Grapevine. Í viðtalinu, sem birtist í tímaritinu The Stranger í Seattle á miðvikudag, segir Benni að Íslendingar láti sér ekki mikið um frægð hans finnast, og að það hafi ekki mikla þýðingu að toppa sölulistana hér á landi.

Dafnar eins og blómi í eggi

„Ég hef það alveg frábært. Og dafna eins og blómi í eggi,“ segir hin 44 ára gamla fegurðar­drottning Unnur Steinsson, sem er ólétt að sínu fjórða barni. Unnur, sem er komin rúmlega fimm mánuði á leið, segir að fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir en síðan hafi þetta verið eintóm sæla.

Handarför á stjörnustéttinni

Þríeykið Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint, eða Harry, Hermione og Ron, hafa fengið handarför sín fest í steypu rétt við Frægðarstéttina í Hollywood. „Þetta er algjörlega ótrúlegt,“ sagði Radcliffe, sem hefur leikið Harry Potter síðan hann var ellefu ára gamall. „Að vera hérna á meðal nafna eins og John Wayne og allra hinna er rosalegt,“ sagði hann yfir sig hrifinn.

Kristján stóð sig vel sem vallarþulur

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL Group og fyrrverandi sjónvarpsmaður, brá sér í hlutverk vallarþular þegar Þróttur og Keflavík mættust í VISA-bikarnum á Valbjarnarvelli í fyrradag og þótti standa sig með afbrigðum vel.

Stella sýnir í London

Stella McCartney mun kynna Adidas-sumarlínu sína fyrir árið 2008 á tískuvikunni í London í fyrsta sinn í haust. Sýningin mun slá botninn í tískuvikuna.

Með nýjan mann

Britney Spears er komin með nýjan mann upp á arminn. Reyndar felst það í starfi mannsins, sem heitir Damon, að vera viðloðandi arma Britneyar, þar sem hann er lífvörður söngkonunnar. Samkvæmt heimildum vefsíðu bandaríska tímaritsins US Weekly deildi parið hverri rómantísku kvöldstundinni á fætur annarri í síðustu viku og hélt svo heim í hús söngkonunnar þar sem það varði nóttinni.

Einar Bárðarson í London

Í London er Einar Bárðarson búinn að koma sér og sínum vel fyrir á skrifstofu við Oxford stræti. Þar rekur hann útgáfufyrirtækið Believer Music sem FL Group hefur fjármagnað ásamt Tryggva Jónssyni.

Slökkviliðsmenn á ferð

Níu fræknir hjólagarpar í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lögðu af stað á laugardaginn alla leiðina frá Fonti á Langanesi. Þaðan hjóla þeir sem leið liggur suður yfir Sprengisand þar sem þeir eru staddir núna. Þeir ætla að enda eftir helgi úti á Reykjanestá.

Turturro þunnur í útvarpinu

John Turturro, sem leikur í Transformers, fékk að finna fyrir því þegar hann var staddur á Spáni á dögunum. Hann mætti þunnur í útvarpsviðtal.

Skilur ekkert í Jagger

Bassaleikari Blur, Alex James, skilur ekkert í því að Mick Jagger skuli enn djamma eins og tvítugur maður.

Beyonce hugsar um aðdáendur sína

Tveir aðdáendur Beyonce Knowels slösuðust á tónleikum hennar í Missouri í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Þeir urðu fyrir eldvörpum sem áttu að spúa á sviðinu en eitthvað fór úrskeiðis.

Einhleypir Íslendingar stofna klúbb

„Þessi hugmynd kviknaði nú bara þegar ég var eitthvað að ráfa á netinu og komst í raun um að það er enginn félagsskapur fyrir einhleypa,“ segir Anna Magnea Harðardóttir, fertugur grunnskólakennari í Hofsstaðarskóla. Hún kom á fót vefsíðunni soloklubburinn.com fyrr á þessu ári þar sem einhleypum Íslendingum gafst kostur á að kynnast öðrum í svipaðri stöðu. Og vefsíðan hefur blómstrað frá fyrsta degi.

Heldur kjólauppboð á Myspace

Margrét Erla Maack ver sumrinu við magadans í New York. Samhliða því gleður hún hjörtu þeirra íslensku stúlkna sem kunna að meta second-hand föt. Hún býður afrakstur verslunarferða sinna upp á myspace.

Divine Brown þakklát Hugh Grant

Fyrir tólf árum síðan gekk hinn 25 ára gamla Divine Brown út á Sunset Boulevard og stundaði iðju sína sem vændiskona. Þegar hvítur BMW renndi upp við hliðina á henni breyttist líf hennar á örskotsstundu.

Mega ekki eignast börn

Hinni nýgiftu Evu Longoria hefur verið bannað að eignast börn strax af yfirmönnum hennar í Desperate Housewives. Framleiðandi þáttanna, Marc Cherry, minntist á það í ræðu sem hann hélt í brúðkaupinu að brúðhjónin mættu ekki eignast börn í heilt ár samkvæmt samningi þáttanna. Eva segir þetta þó alls ekki angra sig og að hún hlakki til að eyða tíma með eiginmanni sínum.

Ekkert gerst við Austurstræti

Það hefur ekkert gerst í húsunum sem brunnu við Austurstræti, þótt heilir þrír mánuðir séu liðnir frá brunanum. Enn standa hálffullar áfengisflöskur á barnum á Pravda og ekki hefur enn náðst samkomulag við eigendur húsanna um kaupverð.

Sagt upp eftir nótt með 50 Cent

Knattspyrnukappinn Marcus Bent, sem leikur með Charlton, hefur sagt kærustunni sinni, Danielle Lloyd, upp. Hún eyddi nótt með rapparanum 50 Cent þar sem mikið gekk á.

Tívolíið við Smáralind opið

Tívolíð við Smáralind var opnað um helgina. Í ár hafa fjögur ný tæki bæst við flóruna og má því telja næsta öruggt að allir ættu að geta skemmt sér konunglega. Miðaverðið er það sama og hefur verið frá upphafi, miðinn kostar 100 krónur en misjafn er hversu marga miða þarf í hvert tæki.

Dita er glamúrgella

Háklassa-strippgellan Dita Von Teese segist ekki hafa áhuga á náttúrulegri fegurð. „Ég hef mun meiri áhuga á glamúr,“ segir hún. „Hin unga Marilyn Monroe var einungis falleg stúlka í heilum hafsjó af fallegum stúlkum.

Horfir á fótboltaleiki úr húsbílnum

„Þetta er einstaklega þægilegt og ég get ekki annað en mælt með þessu. Þetta er klárlega besta sætið á vellinum. Svo þegar lítið er að gerast í leiknum er hægt að kíkja á fréttirnar í sjónvarpinu,“ segir Hafnfirðingurinn Þórður Rúnar Þórmundsson, gallharður stuðningsmaður FH, sem horfir á heimaleiki sinna manna í Kaplakrika úr húsbílnum sínum.

Reiknað með metþátttöku í Mýrarboltanum

„Í fyrra voru 260 þátttakendur en við teljum okkur vera illa svikna ef sú tala verður ekki slegin í ár,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, talsmaður Mýrarboltamótsins sem haldið verður á Ísafirði um verslunarmannahelgina.

Setur kavíar í hárið

Leikkonan Catherine Zeta-Jones hefur gengið ansi langt í fegrunarráðum og þrífur hárið með sérstökum Beluga-kavíar frá Íran. Þetta lætur hún gera á hárgreiðslustofu í Suður-Kensington.

Spurningakeppni sveitarfélaga endurvakin í haust

„Þetta er rétt, við verðum með þessa keppni og hún hefst 14. september,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV ohf., en Sjónvarpið hyggst endurvekja spurningakeppni milli 24 stærstu sveitarfélaga landsins.

Tískulína frá Timberlake

Justin Timberlake var mættur í Harvey Nichols í New York í fyrradag þar sem ný tískulína frá honum var kynnt. Aðdáendur flykktust að í von um að líta stjörnuna augum en ásamt Justin hannar vinur hans Trace Ayala línuna sem ber heitið William Rast.

Austurlensk áhrif hjá Hrefnu

Hrefna Rósa Sætran opnar nýjan veitingastað snemma í ágúst og kallar hann Fiskmarkaðinn. Hrefna var í kokkalandsliðinu og eftir skóla fór hún að vinna á Sjávarkjallaranum þar sem hún var orðin yfirkokkur.

Björgólfur skildi ekki húmorinn og er hættur að skora

Gengi KR-inga í Landsbankadeildinni hefur verið á allra vörum í sumar enda byrjun liðsins í mótinu ein sú slakasta sem um getur. Fyrir nokkrum vikum síðan var leikmönnum liðsins smalað saman í ferð sem ætlað var að efla andann í hópnum.

Britney breytir erfðaskrá sinni

Britney Spears hefur látið breyta erfðaskrá sinni til að tryggja að móðir hennar, Lynne, fái ekki forræði yfir tveimur sonum Britneyjar og Kevins Federline, Sean Preston og Jayden James. Yngri systir Britneyjar, Jamie Lynne, mun í staðinn erfa eignir söngkonunnar og fá forræði yfir sonum hennar þegar söngkonan fellur frá, að því er National Enquirer greinir frá.

Eiður Smári færði frúnni nýjan bíl

Eiður Smári Guðjónsson, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, kom eiginkonu sinni á óvart í annað sinn á fáum dögum um helgina. Ragnhildur Sveinsdóttir, kona Eiðs, varð þrítug á sunnudaginn og á afmælisdaginn færði Eiður henni glænýjan bíl að gjöf. Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper, svartur að lit og kostar að líkindum á bilinu 3-4 milljónir króna.

Eva og Tony gift

Eva Longoria og körfuboltakærastinn hennar Tony Parker giftu sig um helgina á hinum vinsæla degi 07.07‘07. Eva gat ekki alveg ákveðið hvernig kjól hún ætti að velja sér enda hefur hún sennilega efni á þeim öllum. Að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu að vera í Chanel hátískukjól í giftingunni sjálfri en í sjötíuogfimmþúsund dollara Veru Wang kjól í veislunni.

Grét úr leiðindum við bókbandið

Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Sara Marti Guðmundsdóttir sem situr fyrir svörum.

Hartnett og Christensen nýjasta parið

Nýjasta parið í stjörnuheiminum eru leikarinn Josh Hartnett og danska ofurfyrirsætan Helena Christensen. Talsmenn þeirra beggja neita að sjálfsögðu orðrómnum. Sagan segir að Helena Christensen hafi ætlað sér að koma Hartnett og vinkonu sinni, Rosario Dawson, saman.

Þakklátir staðarhöldurum í Breiðavík

„Við erum þeim hjónum alveg ótrúlega þakklátir og móttökurnar hafa verið bæði hlýlegar og yndislegar,“ segir Egill Helgi Kristinsson, sem situr í stjórn Breiðavíkursamtakanna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru Íslendingar tregir við að ferðast til Breiðavíkur eftir að upp komst um illa meðferð á unglingsdrengjum þar á 6., .7. og 8. áratugnum. Framar í blaðinu má síðan sjá umfjöllun um heimasíðu sem samtökin hafa stofnað á vefslóðinni breidavikursamtok.is.

Avril Lagvine ósátt við ásakanir

Kanadíska söngkonan Avril Lavigne bregst harðlega við ásökunum á hendur sér um að hún skreyti tónsmíðar sínar lagstúfum og textabrotum úr annarra smiðju. Segir söngkonan fullyrðingar þessar alrangar og íhugar að leita réttar síns vegna málsins.

Prince rekinn af sviði

Tónleikar poppgoðsins Prince í Minneapolice á sunnudaginn urðu heldur endaslepptir því leyfilegum opnunartíma staðarins var lokið. Skipuleggjendur tónleikanna reyndu allt til að fá lagana verði til að gera undantekningu í þetta skipti en allt kom fyrir ekki.

Potter aðdáendur skora á Rowling

Þúsundir aðdáenda Harry Potter bókanna hafa sett nafn sitt á bænaskrá sem ætlað er að hvetja höfundinn J.K. Rowling til að halda skrifum sínum áfram. Sjöunda bókin um galdrastrákinn sívinsæla er væntanleg. Rowling hefur fullyrt að í þeirri bók taki ævintýrið um Harry skýran endi og að hún verði sú síðasta í flokknum.

Paris og Lindsay grafa stríðsöxina

Paris Hilton mætti í 21 árs afmæli Lindsay Lohan á Malibu-ströndinni um helgina. Breska blaðið The Sun greindi frá þessu í gær. Þetta þykir tíðindum sæta enda ekki langt síðan glamúrgellurnar voru svarnir óvinir.

Sjá næstu 50 fréttir