Lífið

Með nýjan mann

Britney Spears er komin með nýjan kærasta, sem er jafnframt lífvörður söngkonunnar.
Britney Spears er komin með nýjan kærasta, sem er jafnframt lífvörður söngkonunnar.

Britney Spears er komin með nýjan mann upp á arminn. Reyndar felst það í starfi mannsins, sem heitir Damon, að vera viðloðandi arma Britneyar, þar sem hann er lífvörður söngkonunnar. Samkvæmt heimildum vefsíðu bandaríska tímaritsins US Weekly deildi parið hverri rómantísku kvöldstundinni á fætur annarri í síðustu viku og hélt svo heim í hús söngkonunnar þar sem það varði nóttinni.

Til parsins hefur einnig sést á hótelinu Chateau Marmont, þar sem jafnan er krökkt af frægu fólki. Parið notaði tækifærið til að kyssast og kela fyrir framan áhorfendur. Síðastliðinn sunnudag skiptu þau hins vegar um gír og settu stefnuna í messu með barnungum sonum Britneyar og Kevins Federline.

Á sama tíma deila Britney og Kevin hatrammlega um forræði yfir sonum sínum, og fréttir herma að þau hafi bæði ráðið einkaspæjara til að njósna um makann. Það skiptast því á skin og skúrir í lífi söngkonunnar um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.