Fleiri fréttir

Traveling Wilburys: Collection - fjórar stjörnur

Á The Traveling Wilburys Collection eru báðar plötur hljómsveitarinnar, nokkur aukalög og DVD diskur með þeim fimm myndböndum sem hún gerði og heimildarmynd um tilurð og sögu sveitarinnar. Semsagt allt það sem skiptir máli í einum pakka.

Birta byggir sumarhús í Hvalfirði

Birta Björnsdóttir, fatahönnuður í Júníform og eiginmaður hennar hafa fest kaup á lóð í Hvalfirði og áforma að reisa þar sumarbústað. Birta vakti mikla athygli fyrr á árinu, eftir að Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist fötum frá henni sem kynnir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Í kjölfarið rauk eftirspurn eftir fötum frá Birtu upp úr öllu valdi og búðin tæmdist á örfáum dögum.

Logi Ólafs kaupir sér afdrep í sveitinni

„Það má segja að það sé gamall draumur minn að verða bóndi. Nú er ég kominn hálfa leið,“ segir Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi íþróttakennari og fótboltaskýrandi. Logi hefur keypt jörðina Arnarhól í Flóahreppi en eftir því sem fram kemur á vef Suðurlands er um að ræða 130 hektara lands auk bæjarstæðis. Uppsett verð voru 90 milljónir króna.

Friðurinn úti

Friðurinn á griðastað fræga fólksins í bænum St. Michaels í Maryland, virðist vera úti. Þegar varaforsetinn Dick Cheney keypti sér hús bænum fyrir tveimur árum lét hann banna þyrluflug á svæðinu. Þannig ættu papparazzi-ljósmyndarar erfiðar um vik í eltingaleiknum við hann. Húseignir í St. Michaels urðu því afar eftirsóttar hjá stjörnunum í Hollywood.

Einfari sem vinnur neðanjarðar

Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helu, sem nýlega skaust fram úr Bill Gates á lista ríkustu manna veraldar, er um margt sérstakur maður. Hann notar ekki tölvu, starfar að mestu í gluggalausu neðanjarðarbyrgi í heimalandi sínu og þykir afar harður í horn að taka.

Metfjöldi í Heimaklettsgöngu

Um 70 manns eru nú í árlegri göngu á Heimaklett og hafa aldrei verið fleiri í einu. Gangan er hluti af Goslokahátíð sem stendur yfir nú um helgina í Vestmannaeyjum. Þar er þess minnst að 34 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey.

Eva Longoria giftir sig

Desperate Housewives stjarnan Eva Longoria giftist Tony Parker, unnusta sínum, í borgaralegri athöfn í París í gær. Parið ætlar svo að gifta sig aftur fljótlega, í það skiptið í kirkju.

Landvernd efnir til ljósmyndasamkeppni

Landvernd efnir til ljósmyndakeppni undir yfirskriftinni „Augnablik í eldfjallagarði“. Í eldfjallagarðinum, frá Reykjanesi að Þinvallavatni, er að finna fjölbreytilegt myndefni allt frá fjörum, brimi og sjávarklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Þemu keppninnar eru hverir, jarðmyndanir og náttúruperlur. Í dómnefnd keppninnar sitja ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk fulltrúa Landverndar sem er Guðrún Tryggvadóttir myndlistakona. Skilafrestur mynda er 10. ágúst.

Britney með meðferðarfulltrúanum

Sú saga gengur nú fjöllum hærra að Britney Spears sé kominn með nýjann kærasta og sá sé enginn annar en sjálfur meðferðarfulltrúinn hennar, 38 ára gamall fasteignabraskari að nafni John Sundahl. Eins og kunnugt er snéri söngkonan til baka úr áfengismeðferð í mars síðastliðnum og hefur síðan þá unnið markvisst í sínum málum, með aðstoð 12 spora kerfisins og Sundahl.

Eiður Smári kom eiginkonunni á óvart

Eiður Smári Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir og hélt óvænta afmælisveislu fyrir konuna sína, Ragnhildi Sveinsdóttur, síðastliðið fimmtudagskvöld. Ragnhildur verður þrítug á morgun, 8. júlí, en Eiður tók forskot á sæluna og efndi til veislu í garðinum við heimili þeirra í Fossvogi.

Johnsen-ættin gerir sér glaðan dag

Ættarmót njóta mikilla vinsælda meðal Íslendinga og á hverju sumri flykkjast hundruð landsmanna út á land til að hitta fjarskylda og nærskylda ættingja sína. Í Vestmannaeyjum kemur ein ætt saman um helgina sem er þekkt fyrir mikið stuð.

Kate Middleton er framtíðardrottning Bretlands

Bretar geta tekið gleði sína á ný því að framtíðarkonungsefni landsins er aftur komið á fast. Ekki er þó ný drottning komin í höllina því Vilhjálmur og Kate Middleton hafa tekið saman á ný.

Hermikrákan Victoria

Kate Moss er „trendsettari" eins og flestir vita en fæstir vita það þó jafnvel og Victoria Beckham sem er alls ekki þekkt fyrir sjálfstæðar tískuákvarðanir.

McCartney og Mills verða nágrannar

Sir Paul McCartney og Heather Mills stefna að því að verða nágrannar. Þetta kom fram á erlendum slúðurvefjum í gær. Samkvæmt þeim hyggst Mills kaupa sér hús nærri villu Pauls í East Sussex.

Hjónabandserjur

Hjónaband Juliu Roberts og Danny Moder er í uppnámi þessa dagana. Álit Roberts á fjölskyldu eiginmannsins hefur aldrei verið hátt, en systir Danny, Jyl, hefur átt við áfengisvandamál að stríða í mörg ár.

Hettupeysur Klöru uppseldar

Klara Ósk Elíasdóttir hefur setið sveitt við sauma undanfarnar vikur. Hettupeysur eftir Klöru, sem flestir þekkja sem söngkonu í Nylon, eru til sölu í búðinni Fígúru á Skólavörðustíg, sem var opnuð í lok maí. Velgengni þeirra hefur verið slík að Klara annar ekki eftirspurn.

Arne Aarhus aftur á skjáinn

Nýir þættir um hálfíslenska ofurhugann Arne Aarhus hefja göngu sína á Skjá einum á sunnudag. Framleiðandi þáttarins lofar svakalegri áhættuatriðum en nokkru sinni fyrr.

Stefnt á heimsmet í vatnsbyssubardaga

Útvarpsstöðin FM957 stendur fyrir heimsmetstilraun á Landsmóti UMFÍ á morgun sem felst í að ná að minnsta kosti 1.195 manns saman í vatnsbyssubardaga sem háður verður á stóru svæði vestan við Fífuna í Kópavogi. Núverandi met, 1.194 manns, var sett fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum.

Umhverfisverndarsinnar þinga

„Þarna verða fyrirlesarar frá 15 löndum, meðal annars prófessor í loftlagsbreytingum frá Kanada sem hefur verið í forsvari fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar,“ segir Sigurður Harðarson, skipuleggjandi ráðstefnunnar Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna, sem er haldin nú um helgina.

Vilhjálmur á höttunum eftir Kate

Vilhjálmur Bretaprins reynir nú hvað hann getur til að ná aftur í fyrrverandi kærustuna sína, Kate Middleton. Sögusagnir hafa gengið um að parið væri að draga sig saman að nýju eftir að þau sáust saman á minningartónleikum um Díönu prinsessu.

Tennis stúlkan kemur aftur

Eitt vinsælasta plakat allra tíma, Tennis stúlkan, hefur ekki verið fáanlegt í 25 ár. Nú verður það endurútgefið í takmörkuðu magni á sama tíma og Wimbledon tennismótinu er að ljúka.

Jessica Alba vill nakta karlmenn

Hin smávaxna og snoppufríða ofurhetja Jessica Alba lýsir yfir áhuga sínum á nöktum karlmönnum í ágústhefti tímaritsins GQ.

Siggi stormur missti af blíðunni

„Ef menn vilja halda mér úti þá er það mér að meinalausu. Það þarf þá bara að safna í púkk svo ég geti verið hérna áfram,“ segir veðurfræðingurinn Sigurður Ragnarsson, gjarnan nefndur Siggi stormur, sem missti algjörlega af veðurblíðunni sem verið hefur víðast hvar á landinu síðustu tvær vikur.

Pete býr í hjólhýsi

Allt virðist vera í hers höndum á milli Kate Moss og Petes Doherty en Pete býr núna í hjólhýsi. Hann fór fyrir rétt á þriðjudaginn fyrir að hafa verið gripinn með eiturlyf í fórum sínu og fékk harða viðvörun frá dómaranum en slapp við fangelsisvist í bili. Kate er búin að sparka Pete út og hefur einnig skipt um lás á húsinu sínu bara til þess að hann komist ekki inn.

Jennifer Aniston einhleyp á ný

Jennifer Aniston er hætt með Paul Sculfor, breska fyrirsætudrengnum sínum. Sculfor fór frá LA í tveggja vikna frí til London, og samkvæmt heimildum Us Weekly ákvað parið að láta það marka endalokin á sambandinu, sem staðið hefur frá því í maí.

Dómsmálaráðherra ánægður með Die Hard 0.4

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er alþekktur fyrir aðdáun sína á Bruce Willis og Die Hard myndunum. Hann telur Die Hard eina mögnuðustu mynd kvikmyndasögunnar og vitnar í mælingar máli sínu til stuðnings.

Konan farin frá P.Diddy

Langtímakærasta og barnsmóðir P. Diddy, fyrirsætan Kim Porter, er búin að fá nóg af honum og ætlar að flytja með börnin þeirra til Beverly Hills. Parið á saman níu ára son og hálfs árs gamlar tvíburadætur.

Madonna þarf að fá jarðarberin sín

Madonna er ekkert feimin við að gera kröfur. Söngkonan, sem syngur á Live Earth tónleikunum í London kom skipuleggjendum á óvart með löngum lista af hlutum sem þeir þurfa að útvega henni.

Jordan segir dóttur sína vera ljóta

Það er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að foreldrum finnist um börn sín, en Jordan finnst dóttir sín vera ljót. Fyrirsætan brjóstagóða segir að kornung dóttir sín sé ,,ljót" og líti út eins og ,,gamall maður".

Mel C varar við megrunum

Mel C, sportkryddið hefur nú tjáð sig um vandræði sín með þyngd sína. Kryddpían, sem var tágrönn þegar sveitin var hvað frægust varar nú við afleiðingum öfgafullra megrana.

Mischa vill gáfaðan mann

Mischa Barton segist njóta þess að vera á lausu í fyrsta sinn í langan tíma. Hún sé jafnframt komin með nóg af því að vera með óþroskuðum mönnum. Mischa, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í The O.C., ætlar að finna sér fyndinn og gáfaðan mann næst þegar hún er tilbúin í samband.

Lindsay Lohan hrifin af Steed Lord

Stórstjarnan Lindsay Lohan fann síðu hinnar alíslensku sveitar Steed Lord á myspace-vefnum og varð svo hrifin af tónlist þeirra að hún hafði samband í gegnum síðuna til þess að spjalla. „Hún var með einhverja einkasíðu á myspace á þessum tíma og um 150 vini,” segir Einar Egilsson, einn af fjórum meðlimum Steed Lord og sambýlismaður Svölu Björgvinsdóttur söngkonu sveitarinnar.

Skírði í höfuðið á móður Lennon

Jakob Frímann Magnússon og kona hans Birna Rún Gísladóttir eignuðust sem kunnugt er dóttur í lok maí síðastliðins. Sú litla var skírð nýverið og var gefið nafnið Jarún Júlía, en hún er sú eina á landinu sem ber Jarúnarnafnið.

Með pylsuvagn í fertugsafmælinu

„Ég vildi hafa svona diskófíling í þessu,” segir Ragna Lóa Stefánsdóttir, eiginkona Hermanns Hreiðarssonar og fyrrum knattspyrnukona, um fertugsafmælið sitt sem hún fagnaði ásamt 150 gestum í hinum gyllta sal Hótel Borgar um helgina. Sérstakt hattaþema var í boðinu enda er Ragna Lóa að eigin sögn mikil áhugamanneskja um höfuðföt. Sjálf var hún í glimmersamfestingi og að sjálfsögðu með hatt í stíl. Fötin voru hönnuð af þeim Hörpu Einarsdóttur og Selmu Ragnarsdóttur.

Paris og Lindsay Lohan á góðu róli

Hótelerfinginn Paris Hilton er alveg blússandi hamingjusöm þessa dagana enda nýsloppin úr fangelsi. Fjölmiðlafárið í kringum hana hefur verið rosalegt og 3,2 milljónir áhorfenda fylgdust með viðtali hennar við Larry King. Gaman er að geta þess að kappræður repúblikana fengu minna áhorf.

Einhentur listamaður

Catherine Ness opnaði einkasýningu í Gallerí Tukt síðasta laugardag en þetta er fyrsta einkasýningin hennar hér á landi. Catherine er ansi sérstæð listakona að því leyti að hún málar og prjónar muni þrátt fyrir að vera með aðeins eina hönd.

Díana prinsessa fyrirmynd Angelinu Jolie

Angelina Jolie segir að Díana heitin Bretaprinsessa sé fyrirmynd hennar í góðgerðarstarfi sínu. Leikkonan gerðist ötull talsmaður mannréttinda eftir að hún lék í kvikmynd í Kambódíu árið 2001. Hún sagðist í viðtali við Contacmusic að hún vonist til að geta líkt og prinsessan, lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.

Al Gore yngri tekinn á ofsahraða með fíkniefni

Al Gore III, sonur Als Gore fyrrverandi varaforseta bandaríkjanna, var handtekinn í dag, grunaður um vörslu fíkniefna. Hinn 24 ára Gore var stöðvaður þar sem hann keyrði Prius-bíl sinn á 160 kílómetra hraða eftir hraðbraut í Kaliforníu.

Pete Doherty finnst hann ofsóttur af Kate Moss

Pete Doherty hætti með Kate Moss en ekki öfugt. Doherty er nefnilega orðinn svo þreyttur á því að ofurfyrirsætan ofsæki sig. Parið lenti í alvarlegum rifrildum eftir að orðrómur komst á kreik um það að Babyshambles söngvarinn hefði haldið framhjá Moss með suður-afrískri fyrisætu. Í einu rifrildanna á Doherty að hafa líkt sambandinu við að búa með geðsjúkum aðdáanda.

Nicole Richie ólétt

Nicole Richie er ólétt. Að minnsta kosti telja TMZ.com og In Touch Weekly sig hafa staðfest það. ,,Nicole vildi ekki segja neinum frá því fyrr en hún væri komin lengra en þrjá mánuði á leið" sagði vinur stjörnunnar við In Touch ,,Henni tókst að halda þessu leyndu fyrir öllum"

Johnny Knoxville sækir um skilnað

Jackass stjarnan Johnny Knoxville, sem réttu nafni heitir P.J. Clapp, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til tólf ára. Í skilnaðarpappírunum sem voru lagðir fram í rétti í Los Angeles í dag er ósættanlegum ágreiningi lýst sem ástæðu skilnaðarins.

Geri grátbað um fyrirgefningu

Geri Halliwell grátbað Victoriu Beckham um fyrirgefningu vegna þess hvernig hún yfirgaf hinar Kryddpíurnar á sínum tíma, sem síðar átti eftir að leiða til upplausnar stúlknasveitarinnar í heild sinni. Afsökunarbeiðnin kom fyrst frá Geri árið 2004 en það var ekki fyrr en nú sem Victoria ákvað að samþykkja hana. Þessar sögulegu sættir urðu til þess að Kryddpíurnar hafa komið saman að nýju. Þessu er haldið fram í enska götublaðinu The Sun í gær.

Verslun Apu slær í gegn

Markaðssetning Simpsons-kvikmyndarinnar er komin á fullt skrið í Bandaríkjunum og er óhætt að fullyrða að framleiðendur og markaðsmenn fari óhefðbundnar leiðir í þeim efnum.

Sjá næstu 50 fréttir