Hjónabandið undir smásjá 18. júlí 2007 02:30 Hjónabandið þarf að ganga í gegnum mikla eldraun þegar barnaverndaryfirvöld frá Malaví koma í heimsókn. Fulltrúar frá barnaverndaryfirvöldum í Malaví eru á leiðinni til Bretlands þar sem þeir hyggjast rannsaka hjónaband poppdrottningarinnar Madonnu og leikstjórans Guys Ritchie. Niðurstaðan mun ráða því hvort hjónin fái að ættleiða David Banda. Ættleiðingin vakti mikla athygli á sínum tíma og var talið að Madonna hefði brotið lög þegar hún fór til Malaví og kom heim með David. Faðir drengsins sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir ættleiðingunni og yfirvöld töldu söngkonuna hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Yfir fimmtíu mannréttindahópar mótmæltu þessari aðferð Madonnu en hún stóð föst á sínu og sagðist ekkert rangt hafa gert. David og Madonna fóru síðar til Bretlands þar sem strákurinn hefur búið í góðu yfirlæti en nú er komið að úrslitastundu. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda Malaví ætla að skoða hjónaband Guy og Madonnu ofan í kjölinn og verða þau spurð fjölmargra erfiðra spurninga um sambúð sína. Malaví er samkvæmt breska blaðinu The Sun mjög íhaldssamt land sem hefur horn í síðu áfengisdrykkju, lyfjanotkunar og skilnaða. Hjónaband skötuhjúanna hefur verið þó nokkuð á milli tannanna á bresku slúðurpressunni sem hefur margoft spáð því að það sé að fara í hundana. Sögusagnir um framhjáhald hafa verið nokkuð lífseigar en svo virðist sem þau Guy og Madonna hafi staðið stormviðrið af sér. Ef einhverjir maðkar eru í mysunni munu barnaverndaryfirvöldin vafalítið koma auga á það því þau hafa í hyggju að dvelja á heimili þeirra í heila viku og vera með þeim í allt að fimm stundir á dag. Madonna hefur lýst því yfir að hún sé hvergi nærri hætt ættleiðingum og vilji ólm ættleiða afrísku stelpuna Grace. Madonna á fyrir dótturina Lourdes með einkaþjálfaranum Carlos Leon og Rocco með Guy en þau hafa verið gift í sjö ár. Fjölskyldan Madonna ásamt þeim Rocco og Lourdes og hinum umdeilda malavíska strák, David Banda. fréttablaðið/Getty Images . Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Fulltrúar frá barnaverndaryfirvöldum í Malaví eru á leiðinni til Bretlands þar sem þeir hyggjast rannsaka hjónaband poppdrottningarinnar Madonnu og leikstjórans Guys Ritchie. Niðurstaðan mun ráða því hvort hjónin fái að ættleiða David Banda. Ættleiðingin vakti mikla athygli á sínum tíma og var talið að Madonna hefði brotið lög þegar hún fór til Malaví og kom heim með David. Faðir drengsins sagðist ekki hafa gefið leyfi fyrir ættleiðingunni og yfirvöld töldu söngkonuna hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Yfir fimmtíu mannréttindahópar mótmæltu þessari aðferð Madonnu en hún stóð föst á sínu og sagðist ekkert rangt hafa gert. David og Madonna fóru síðar til Bretlands þar sem strákurinn hefur búið í góðu yfirlæti en nú er komið að úrslitastundu. Fulltrúar barnaverndaryfirvalda Malaví ætla að skoða hjónaband Guy og Madonnu ofan í kjölinn og verða þau spurð fjölmargra erfiðra spurninga um sambúð sína. Malaví er samkvæmt breska blaðinu The Sun mjög íhaldssamt land sem hefur horn í síðu áfengisdrykkju, lyfjanotkunar og skilnaða. Hjónaband skötuhjúanna hefur verið þó nokkuð á milli tannanna á bresku slúðurpressunni sem hefur margoft spáð því að það sé að fara í hundana. Sögusagnir um framhjáhald hafa verið nokkuð lífseigar en svo virðist sem þau Guy og Madonna hafi staðið stormviðrið af sér. Ef einhverjir maðkar eru í mysunni munu barnaverndaryfirvöldin vafalítið koma auga á það því þau hafa í hyggju að dvelja á heimili þeirra í heila viku og vera með þeim í allt að fimm stundir á dag. Madonna hefur lýst því yfir að hún sé hvergi nærri hætt ættleiðingum og vilji ólm ættleiða afrísku stelpuna Grace. Madonna á fyrir dótturina Lourdes með einkaþjálfaranum Carlos Leon og Rocco með Guy en þau hafa verið gift í sjö ár. Fjölskyldan Madonna ásamt þeim Rocco og Lourdes og hinum umdeilda malavíska strák, David Banda. fréttablaðið/Getty Images .
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira