Fleiri fréttir

Krukka eða krús

Hvað sem þær kallast þá eru drykkjarkönnur góðar undir heita drykki - og kalda.</font /></b />

María skyggir á Danadrottningu

María krónprinsessa Danmerkur skyggir á sjálfa drottninguna í opinberri heimsókn til Færeyja. Auk þeirra tveggja eru Hinrik, eiginmaður drottningar, og Friðrik krónprins með í för.

Síðasti bærinn í Óskarsforval

Stuttmyndin Síðasti Bærinn eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaunin á Huesca International Film Festival sem haldin var á Spáni dagana 9. - 18. júní. Myndin fékk einnig sérstaka tilnefningu frá gagnrýnendum. Fyrir vikið er Síðasti bærinn komin í forval vegna Óskarsverðlaunanna á næsta ári.

Skorar á Strákana að hjóla með sér

Varaformaður Hjartaheilla ætlar að hjóla hringinn í kringum landið á fimmtán dögum ásamt fjölmörgum þjóðþekktum einstaklingum. Hann skorar á Strákana á Stöð 2 að hjóla með sér yfir Möðrudalsöræfin.

Fékk vatnsgusu á frumsýningu

Það fauk heldur betur í kvikmyndastjörnuna Tom Cruise í gærkvöldi þegar hann fékk kalda vatnsgusu í andlitið á frumsýningu nýjustu myndar sinnar í London. Maður með hljóðnema smyglaði sér inn í hóp fréttamanna þar sem Cruise gaf sér tíma fyrir viðtöl í tilefni dagsins og notaði svo tækifærið til að gusa vatni framan í leikarann sem brá heldur betur í brún og virtist ekki trúa eigin augum.

Veiðidagur fjölskyldunnar nálgast

Veiðidagur fjölskyldunnar verður næstkomandi sunnudag og býðst fólki að veiða sér að kostnaðarlausu í ýmsum vötnum. Landssamband stangveiðifélaga hefur staðið fyrir þessum degi á annan áratug. Í tilkynningu frá sambandinu segir að stangveiði þurfi ekki að vera dýrt áhugamál því hægt sé finna mörg ódýr og aðgengileg silungsveiðivötn.

Haltur leiðir blindan um landið

Félagarnir Guðbrandur Einarsson, sem er sjónskertur, og Bjarki Birgisson, sem er hreyfihamlaður, ætla að ganga hringinn í kringum landið í sumar. Þeir lögðu af stað í morgun undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“. Gangan er til styrktar Sjónarhóli og er tilgangur hennar m.a. sá að sýna að hægt sé að yfirvinna hindranir með viðeigandi hjálpartækjum, þjálfun og stuðningi.

Sápa gerð úr fitu af Berlusconi

Eitt furðulegasta listaverkið sem nú er til sýnis á listasafninu í Basel í Sviss er líklega sápustykki sem liggur ofan á svörtu flauelsáklæði. Það merkilega við sápuna er að hún er gerð úr fitu af líkama Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu.

Sniglarnir afhjúpa minnisvarða

Sniglarnir afhjúpuðu í dag minnisvarða til minningar um þá sem hafa látist í bifhjólaslysum. Um 500 vélhjólamenn voru saman komnir í Skagafirði um helgina á hátíð sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli vélhjólaaksturs á Íslandi.

Oprah áhrifamesta stjarnan

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey trónir á toppi lista Forbes-tímaritsins yfir áhrifamestu stjörnur heims. Oprah var í þriðja sætinu í fyrra en telst nú áhrifameiri en Mel Gibson, sem var á toppnum vegna vinsælda myndar sinnar um píslargöngu Krists á síðasta ári, og Tiger Woods golfleikari sem heldur öðru sætinu annað árið í röð.

Stuð og friður í Poppminjasafninu

Sýning Poppminjasafns Íslands, „Stuð og friður - áttundi áratugurinn“, var opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ í gær. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum, tískan og tíðarandinn rifjuð upp og það sem helst var á döfinni í tónlistinni.

Þrjóska og Pink Floyd í farteskinu

Göngugarpurinn Jón Eggert Guðmundsson eyðir sumarfríinu í ferðalag til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hann lagði af stað í gær frá Vogum með þrjóskuna í farteskinu og óminn af Pink Floyd í eyrunum.

Cruise og Holmes í hjónaband

Hollywood-leikararanir Tom Cruise og Katie Holmes ætla að ganga í hjónaband. Cruise mun hafa beðið Holmes í Eiffel-turninum í París í morgun.

Þjóðhátíð í Reykjavík hafin

Þjóðhátíð í Reykjavík hófst þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar klukkan tíu í morgun. Skipulögð dagskrá er fram eftir öllum degi víða um miðborgina.

Tólf tíma samfelld dagskrá

Þjóðhátíðarhald í Reykjavík er með hefðbundnu sniði í ár en helsta nýmælið er að engin skil eru milli síðdegis- og kvölddagskrár og er því dagskráin samfelld í tólf tíma frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi. Tímasetta dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík er að finna <strong><a title="17. júní dagskrá" href="http://www.visir.is/?PageID=796"><font color="#000080">hér</font></a></strong>

Skírð í höfuðið á Leiu prinsessu

Norska prinsessan Leah, dóttir Mörtu Lovísu prinsessu, er skírð í höfuðið á Leiu prinsessu í Stjörnustríðsmyndunum. Þetta sagði Marta í viðtali við <em>Aftenposten</em>. Hún sagðist þar ávallt hafa verið aðdáandi Stjörnustríðsmyndanna. Hún var hins vegar ekki spurð að því hvort hugsanlegt væri að síðar meir yrði sonur skírður Geimgengill.

George Best handtekinn

Knattspyrnuhetjan George Best hefur verið handtekinn þar sem grunur leikur á að hann hafi ráðist á þrettán ára gamla stúlku í síðastliðnum mánuði. Best er gefið að sök að hafa ráðist á stúlkuna eftir ræðuhöld í Surrey en lögregla í Bretlandi vill ekki gefa meira uppi um atvikið.

Sönnunargögnin ekki nógu sterk

„Sönnunargögnin voru bara ekki nógu sterk,“ segja kviðdómendurnir sem í gær sýknuðu poppgoðið Michael Jackson af öllum ákærum í kynferðisbrotamálinu gegn honum. Aðdáendur Jacksons fagna en spurningin er hvort hann á afturkvæmt í poppheiminn.

Salka Valka á fjalirnar

"Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni, enda sagan mjög þýðingarmikil fyrir mig," segir Edda Heiðrún Bachman sem leikstýrir í haust uppfærslu á Sölku Völku eftir Halldór Laxness.

Wig Wam til Íslands

Norska glysrokksveitin Wig Wam er á leiðinni til landsins. Eins og alþjóð veit keppti sveitin fyrir hönd Noregs í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár og lenti í 9. sæti. Norsararnir voru greinilega í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum sem gáfu Noregi fullt hús eða 12 stig í keppninni.

Batman-menn ánægðir með Ísland

Nýjasta myndin um Batman verður frumsýnd í Sambíóunum á miðvikudag. Um er að ræða heimsfrumsýningu en stór hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi. Framleiðendur eru ánægðir með árangurinn og er ekki óhugsandi að þeir muni taka upp fleiri myndir hérlendis í framtíðinni.

Allar sumarbúðir að fyllast

Vikudvöl í sumarbúðum kostar í kringum 25 þúsund krónur á mann. Þrátt fyrir það eru allar sumarbúðir að fyllast sem og leikjanámskeið en vikan á þau kostar á milli fjögur og sjö þúsund krónur. Stöð 2 fór og kynnti sér það helsta sem í boði er fyrir grunnskólabörn á öllum aldri í sumar.

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð til sjúkra. Pylsur verða m.a. grillaðar í bakgarði Blóðbankans á morgun í tilefni dagsins.

Sækettir í Grafarvogi

Þeir, sem ekki komast í frí til sólarlanda, geta fengið nasasjón af strandarmenningunni í Grafarvogi í Reykjavík í sumar. Þar verður hægt að leigja sæþotur allar helgar þegar vel viðrar og leika sér í sjónum norðan við Áburðarverksmiðjuna. Bryggja hefur verið sett upp og þykir aðstaða til þess að þeysast um á sæþotu góð.

Svöl tískusýning í Skautahöllinni

Einhver svalasta tískusýning sem haldin hefur verið hérlendis var í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Þar kom ríka og fræga fólkið saman og barði augum nýjustu flíkur Mosaic Fashion samsteypunnar.

Bíða endaloka Jackson-máls

Fulltrúar hundraða fjölmiðlafyrirtækja eru saman komnir við dómshúsið í Santa Barbara í Kaliforníu til að fylgjast með endalokum málaferla Michaels Jacksons sem ákærður er fyrir að hafa misnotað 13 ára dreng kynferðislega. Alls eru fulltrúar fjölmiðla frá 34 löndum sagðir vera á staðnum en þar sem Jackson er einn frægasti maður heims hefur mál hans komist á forsíður blaða um allan heim.

Gleðifréttir á Bylgjunni

Bylgjan hefur fengið þrjá af ástsælustu grínleikurum landsins til liðs við sig í sumar. Það eru þeir Laddi, Gísli Rúnar og Jörundur Guðmunds. Þeir félagar ætla að byrja með nýjan tæplega 20 mínútna langan þátt á laugardaginn kemur kl 11.30 sem ber nafnið Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands.

Vatni hleypt á nýja gosbrunninn

Vatni var hleypt á nýjan gosbrunn í Tjörninni í Hljómskálagarðinum klukkan hálfellefu í morgun. Hann er nokkru minni en sá gamli en mun síður úða vatni yfir vegfarendur þegar hreyfir vind.

Kvennahlaupið á yfir 90 stöðum

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á yfir 90 stöðum hérlendis næsta laugardag, 11. maí. Íslenskar konur á erlendri grund taka einnig þátt og í ár verða skipulögð hlaup m.a. í Álaborg, Brussel, Walvis Bay í Namibíu og Maryland í Bandaríkjunum.

Járnagi á Járnfrúnni

Tónleikar bresku þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden fóru vel fram í gærkvöldi. Um tíu þúsund manns mættu í Egilshöll þar sem flugstjórinn, Bruce Dickinson, og félagar spiluðu klassísk rokklög frá fyrri hluta ferils hljómsveitarinnar.

Niðurstöðu enn beðið

Kviðdómurinn í kynferðisbrotamálinu gegn Michael Jackson hefur nú velt málinu fyrir sér í þrjá daga, án þess að komast að niðurstöðu. Hann hefur spurt dómarann einnar spurningar eftir að réttarhöldunum lauk en dómarinn neitar að skýra frá því um hvað var spurt.

Sýndu Jackson stuðning

Aðdáendur Michaels Jackson komu saman fyrir framan búgarð stjörnunnar í gær til að sýna honum stuðning en lögmenn hafa lokið störfum og er beðið niðurstöðu kviðdómenda í málinu. Búist er við að ekki taki lengur en viku að klára málið. Jackson er ákærður fyrir að misnota 13 ára dreng kynferðislega og gæti átt yfir höfði sér margra tuga ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur.

Flaug með aðdáendur til landsins

Stórsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll í kvöld og komu tveir síðustu meðlimir sveitarinnar til landsins í hádeginu.  Bruce Dickinson, söngvari og aðalsprauta sveitarinnar, var brosmildur við komuna til landsins en hann flaug sjálfur flugvéllinni.

Rekinn fyrir að ráða klámstjörnu

Forstjóri sænsku lyfjastofnunarinnar hefur verið rekinn fyrir að ráða klámdrottingu til starfa. Nýi starfsmaðurinn er dönsk klámmyndastjarna og reynir hún hún allt hvað hún getur til að halda starfinu en málið er orðið mikið vandræðamál fyrir stjórn stofnunarinnar sem vill losna við hana hið snarasta.

Crowe handtekinn fyrir barsmíðar

Hollywood-leikarinn Russel Crowe var handtekinn fyrir árás á hótelstarfsmann á Mercier-lúxushótelinu í New York í morgun. Leikarinn sló starfsmanninn í andlitið og henti myndavél í hann með þeim afleiðingum að hann marðist. Crowe hafði lent í rifrildi við starfsmanninn sem var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir atburðinn.

Stærsta ljósaskilti Íslands

Stærra er betra hugsa þeir greinilega hjá Bílanausti og létu því smíða fyri sig það sem að líkindum er stærsta ljósaskilti Íslandssögunnar. Unnið er að frágangi við nýja verslun fyrirtækisins og þar hafa verkamenn komið fyrir skilti sem er engin smásmíði heldur er það heilir 44 fermetrar að flatarmáli.

Óútgefin Harry Potter bók til sölu

Tveir menn voru handteknir í Bretlandi í dag fyrir að reyna að selja blaðamanni eintak af nýjustu Harry Potter bókinni sem á ekki að koma út fyrr en 16. júlí. Það voru blaðamenn slúðurblaðsins Sun sem lögðu gildru fyrir mennina.

Leikferill Cruise á enda?

Menn velta því nú fyrir sér hvort glæsilegur leikferill Toms Cruise sé senn á enda eftir furðulega framkomu hans í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey. Þá þykir leikarinn farinn að blanda trú sinni á hinni svonefndu Vísindakirkju um of inn í starfið.

Íslendingar Norðurlandameistarar

Íslenskir vagnstjórar sigruðu kollega sína frá öðrum Norðurlöndunum auðveldlega í ökuleikniskeppni vagnstjóra sem fram fór við höfuðstöðvar Strætó að Kirkjusandi í gær. Urðu þeir alls 2500 sekúndum á undan Dönum sem komu næstir.

Réðst harkalega að Jackson

Saksóknari réðst harkalega að Michael Jackson í lokaræðu sinni sem fór fram í gær og kallaði hann grimman barnaníðing sem ætti heima í fangelsi. Verjendur Jacksons léku sama leik og kölluðu fjölskyldu drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa misnotað kynferðislega lygara og svikara sem hafi það að atvinnu að komast yfir peninga annarra.

Mótmæla banni við gleðigöngu

Hinsegin dagar í Reykjavík hafa sent bréf til borgarstjórans í Varsjá í Póllandi til að mótmæla því að hann ætlar að koma í veg fyrir að samkynhneigðir íbúar borgarinnar geti farið í gleðigöngu („gay parade“).

Diaz krefst hárra skaðabóta

Leikkonan Cameron Diaz hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu <em>National Enquirer</em>. Hún krefst tíu milljóna dollara miskabóta fyrir frétt þar sem sagt var að hún hefði haldið framhjá söngvaranum Justin Timberlake meðan þau voru saman.

Grillhátíð Krafts á morgun

Árleg grillhátíð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, verður haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Hátíðin hefst klukkan 14 og verður grillað og sungið fram eftir degi. Ættarbandið leikur og syngur fyrir gesti.

Sjá næstu 50 fréttir