Lífið

Oprah áhrifamesta stjarnan

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey trónir á toppi lista Forbes-tímaritsins yfir áhrifamestu stjörnur heims. Oprah var í þriðja sætinu í fyrra en telst nú áhrifameiri en Mel Gibson, sem var á toppnum vegna vinsælda myndar sinnar um píslargöngu Krists á síðasta ári, og Tiger Woods golfleikari sem heldur öðru sætinu annað árið í röð. Gibson hafði sætaskipti við Opruh og er nú í þriðja sætinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.