Lífið

Veiðidagur fjölskyldunnar nálgast

Veiðidagur fjölskyldunnar verður næstkomandi sunnudag og býðst fólki að veiða sér að kostnaðarlausu í ýmsum vötnum. Landssamband stangveiðifélaga hefur staðið fyrir þessum degi á annan áratug. Í tilkynningu frá sambandinu segir að stangveiði þurfi ekki að vera dýrt áhugamál því hægt sé finna mörg ódýr og aðgengileg silungsveiðivötn. Meðal þeirra vatna sem boðið er upp fría veiði í á sunnudaginn kemur eru Elliðavatn, Kleifarvatn, Urriðavatn, Haukadalsvatn, Vestmannsvatn og hluti af Þingvallavatni, en alls eru vötnin hátt í 30 talsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.