Lífið

Stuð og friður í Poppminjasafninu

Sýning Poppminjasafns Íslands, „Stuð og friður - áttundi áratugurinn“, var opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ í gær. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum, tískan og tíðarandinn rifjuð upp og það sem helst var á döfinni í tónlistinni. Sýningin stendur til 1. apríl 2006 og verður opin daglega frá kl. 13–18.30. Sýningahönnuður er Björn G. Björnsson.  Poppminjasafn Íslands var stofnað árið 1998 með því að sýningin „Bítlabærinn Keflavík“ var opnuð í veitingahúsinu Glóðinni. Þegar sýningin var tekin niður var safnið fært í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar. Nú er unnið að mótun framtíðarstefnu fyrir Poppminjasafnið og er sýningin liður í að vekja athygli á safninu og þeim möguleikum sem slíkt safn hefur til að skapa áhugaverðar og fræðandi sýningar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.