Fleiri fréttir

„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“

„Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag.

Fyrsta stiklan úr Vegferð

Vegferð er sex þátta sería sem hefur göngu sína á Stöð 2 á páskadag, þann 4. apríl. Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með aðalhlutverk í þáttunum.

Fjögur hundruð stefna til landsins vegna raf­í­þrótta­móts

Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin.

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

„Hún er með barn í maganum, lítið ágústbarn“

„Hún er með barn í maganum, lítið ágústbarn,“ skrifar tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson í færslu á Instagram en hann og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman.

„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun.

Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“

„Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar.

Óvæntur afmælisgjörningur Bjarna fyrir Þóru Margréti á N1

Viðskiptavinir N1 í Ártúnshöfða ráku margir hverjir upp stór augu í gær þegar þeir voru mættir í óvæntan afmælisgjörning sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafði skipulagt fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur konu sína.

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“

„Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 

Elín var með leynigest þegar hún var spurð um fjölgun barna

Ung kona á Barðaströnd, Elín Eyjólfsdóttir á Breiðalæk, var fyrir sex árum, í þætti Stöðvar 2 um fækkun barna í sveitinni og yfirvofandi lokun grunnskólans á Birkimel, spurð hvort hún væri eina von Barðstrendinga um fjölgun barna á ný. 

Gústi B frumsýnir nýtt myndband

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld.

Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans

Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“

Föstudagsplaylisti DJ Kötlu

Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“

Smekklegt smáhýsi með öllu tilheyrandi

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Upplifir sig sem frumgerð eða sérvitring

Royal Gísalson sendi fyrir skömmu frá sér lagið Prototype en nú er komið út virkilega glæsilegt myndband við lagið. Það er enginn annar en pródúserinn Bomarz sem vinnur lagið með Royal og er útkoman sturluð.

Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“

„Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá.

Pálmi Gunnars gefur út nýtt lag

Pálmi Gunnarsson gefur í dag út nýtt lag. Lagið nefnist Komst ekki aftur og kemur út á öllum helstu streymisveitum í dag.

Stjörnurnar mættu á Hatrið

Heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd með pompi og prakt í Háskólabíói í gærkvöld og mættu þónokkuð margir á sýninguna. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi Hatara árið 2019 og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu.

Joe Rogan og villurnar hans

Hlaðvarpsstjórnandinn og sjónvarpsmaðurinn vinsæli Joe Rogan býr í stórfallegu einbýlishúsi í Texas.

Fjöl­skyldu­bingó á Stöð 2: Náðu í bingó­spjöldin hér

Á laugardag klukkan 18.55 fer fram sjötti þáttur af Fjölskyldubingó á Stöð 2. Bingóstjóri þáttarins er sem fyrr Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, og verður fjöldinn allur af vinningum í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að fá bingó.

Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka?

Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi.

Sjá næstu 50 fréttir