Fleiri fréttir

Noah og Fallon þróuðu nýja týpu af Trump-eftirhermu

Það geta að hermt eftir frægum einstaklingum er eitthvað sem allir grínistar þurfa að geta gert án vandkvæða. Tveir af þekktustu grínistum heimsins, þáttastjórnendurnir Jimmy Fallon og Trevor Noah, eru löngu búnir að fínstilla hæfileikann, líkt og þeir sýndu á dögunum í The Tonight Show, spjallþætti Fallon.

Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum

Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum.

Í beinni: WOW Cyclothon 2019

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon fer fram dagana 25. til 30. júní en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2012.

Schwarzenegger reyndi að plata bílakaupendur upp úr skónum

Bandaríski leikarinn og ríkisstjórinn fyrrverandi Arnold Schwarzenegger tekur nú þátt í auglýsingaherferð sem ætluð er til þess að hvetja bílakaupendur í Kaliforníu-ríki til þess að fjárfesta í rafbílum í staðinn fyrir bensínháka.

Steindi blandar saman Landanum og The Exorcist í „alvöru sjónvarpi“

Hann er án efa einn skemmtilegasti maður landsins, hefur leikið í fjölda grín og skemmtiþátta og finnst fátt meira gefandi en að skemmta öðrum. Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi jr. ætlar sér aldrei að staðna, vill stöðugt þróast og fer af stað í haust með nýja þætti á Stöð 2 sem verða allt öðruvísi en það sem hann hefur fengist við hingað til.

Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon

Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins.

Rigndi á Vök

Hljómsveitin Vök hitaði upp fyrir Patti Smith og Duran Duran. Það kom þeim ekki á óvart að vera valin til verksins þar sem þau eiga aðdáendur á öllum aldri og eru ólíkar týpur.

Farsæl þroskasaga í fjórum þáttum

Viðtökur Toy Story 4 sanna að ævintýragjörnum leikföngum verður ekki í Góða hirðinn komið. Ævintýri Vidda löggustjóra og endimarkalausa geimstuðboltans Bósa Ljósárs teygja sig nú yfir 24 ár og enn er heilmikið líf í tuskunum og plastinu.

Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust son

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, eignuðust sitt annað barn þann 19. júní þegar lítill strákur kom í heiminn.

Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið

Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir.

A-ha u-hm já ég veit

Jakob Bjarnar fór á Secret Solstice í fyrsta skipti um helgina og umturnaðist í rapphund og hipphoppara.

Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl

Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað.

Boða ótrúlega endurkomu Dee þremur árum eftir að tvífari hennar plataði Toadie upp úr skónum

Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.

Hatarabarn komið í heiminn

Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári.

Hjólar í líkamsfarða Kim Kardashian

Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýnir nýjustu vöru Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni.

Viltu gifast Ragnar Hansson?

Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda)

Bjó til lag úr aðsendum hljóðbrotum

Lagahöfundurinn Ingi Bauer, sem margir þekkja fyrir lög sín á borð við Upp til Hópa, með Herra Hnetusmjör og Dicks með Séra Bjössa, bjó á dögunum til óvenjulegt lag.

Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig

Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is

Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa

Jónsmessa er 24. júní. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú leysast úr læðingi ýmsir kraftar steina, grasa og jafnvel fara kýrnar að tala. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð.

Síðasti sénsinn með Duran Duran

Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla.

„Við ætlum að fara saman yfir móðuna miklu“

Tónlistamaðurinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Alice Cooper, sem þekktastur er fyrir tónlist sína, heldur því fram að hann og eiginkona hans, Sheryl Goddard, hafi gert samkomulag um að deyja saman.

Sjá næstu 50 fréttir