Makamál

Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hvenær er rétti tíminn til að leita hjálpar þriðja aðila ef sambandið eða hjónabandið stendur á brauðfótum?
Hvenær er rétti tíminn til að leita hjálpar þriðja aðila ef sambandið eða hjónabandið stendur á brauðfótum? Getty
Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttuir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is

Makamál leitaði til þeirra eftir upplýsingum og svörum við algengum hugleiðingum varðandi sambönd og sambandsráðgjöf. 

Hver er ein helsta ástæða þess að pör leita til ykkar?

Yfirleitt tengist það einhvers konar samskiptavanda en mismunandi er hvernig birtingarmyndin er. Grunnótti fólks í sambandi er að makinn fari frá þeim og það ýtir undir hegðun sem getur verið mishjálpleg. Parið finnur fyrir að það á erfitt með að takast á við ágreining og lendir í sama vítahringnum með samskiptin sín.

Þegar við finnum að ekki er hægt að stóla fullkomlega á að maki okkar sé til staðar á þann hátt sem við þörfnumst, upplifum við óþægindi og hræðslu. Þetta er óþægileg tilfinning sem við erum oft ekki fullkomlega meðvituð um og afleiðingin er sú að við mótmælum á hátt sem skapar spennuþrungið andrúmsloft.

 

Einn helsti fólks ótti í samböndum segja þær vera að fólk óttist það að makinn sé að fara frá þeim.Getty
Samskiptavandinn getur komið út á mismunandi hátt:

1. Par festist í því að benda á hvort annað sem sökudólginn.

Þessar umræður geta tekið langan tíma en gerir ekkert nema auka álagið á sambandið og býður ekki upp á neinar lausnir.

2.  Annar aðilinn í sambandinu ýtir og ýtir á meðan hinn fjarlægist sífellt meira. 

Því meira sem annar aðilinn fjarlægist því meira ýtir hinn. Allt snýst þetta um að reyna að fá fram viðbrögð og þá helst svörun sem tengir og hughreystir. Það gerist þó ekki á þennan hátt.

3. Báðir aðilar segja og gera ekkert. 

Það ríkir þögn í sambandinu sem er annað hvort vörn eða afneitun. Báðir aðilar eru að verja sjálfa sig, reyna að láta sem engar tilfinningar séu til staðar og engar þarfir heldur. Þetta er ástand sem ekki er hægt að búa við til lengri tíma og endar alltaf á því að springa á einhvern hátt.

Þegar báðir aðilar segja og gera ekki neitt verður ástand sem ekki er hægt að búa við til lengri tíma og endar með að springa á einhvern hátt.Getty
Það sem við höfum tekið eftir í okkar vinnu er að pör eru oft að leita sér aðstoðar þegar vandinn er búinn að standa yfir í nokkur ár og orðinn talsvert mikill. Þetta er einnig í samræmi við erlendar rannsóknir að fólk kemur seint inn í parameðferð. Ástæðan fyrir því gæti verið að parið vonar að það geti fundið út úr þessu saman og lagað samskiptin sjálf. Þegar vandinn hefur staðið yfir í mörg ár þá byrjar oft að myndast tilfinningaleg fjarlægð á milli parsins og traust minnkar.

 

Best er að leita sér aðstoðar fyrr en síðar þegar vandi steðjar að sambandinu.Getty
Besti tíminn til þess að leita sér hjálpar að okkar mati er ef að vandinn hefur varað í stuttan tíma, eitt til tvö ár og hugsa um parameðferð sem forvörn. Til þess að læra hvernig er hægt að díla við stórar og miklar tilfinningar þegar maður er ósáttur við maka og hvernig er best að tala saman í því ástandi.

Það er þó mikilvægt að nefna að maður getur samt alltaf leitað sér hjálpar þó að vandinn sé búinn að standa yfir í lengri tíma. Það er betra en að gera ekkert.

Við erum að sjá það meira hjá yngra fólki að það leiti fyrr í pararáðgjöf. Parið er búið að vera saman í stuttan tíma en langar að læra leiðir til þess að koma í veg fyrir framtíðar samskiptavanda.

 

Þær segjast sjá það meira hjá yngra fólki að það leiti fyrr í pararáðgjöf.Getty
Er betra að fara saman í ráðgjöf eða er líka gott að fara í sitthvoru lagi?

Þegar par þarf á hjálp að halda er betra að fara saman í ráðgjöf. Því að vandinn sem parið stendur frammi fyrir tengist sambandinu og krefst vinnu frá báðum aðilum. Það er erfitt fyrir einstakling að vinna með sambandið sitt og makinn ekki með í því ferðalagi.

Það kemur samt fyrir að við ráðleggjum fólki sem kemur í parameðferð að fara líka í einstaklingsmeðferð samhliða. Þá er einstaklingsmeðferð miðuð við erfiðleika hjá einstaklingnum. Í parameðferð förum við einnig í vanda sem þau hafa upplifað sem einstaklingar og það er gert til þess að hjálpa parinu að skilja hvort annað betur. 

Það er enginn ákveðinn tími sem er bestur að okkar mati nema þá að það sé gott að leita sér aðstoðar fyrr en seinna. Ef fólk er að finna fyrir að það er að festast í ákveðnum ágreiningi og á erfitt með að takast á við erfiðar tilfinningar að þá gæti verið gott að hitta þriðja aðila.

 

Gott getur verið að hitta þriðja aðila þegar stirðleika gætir í sambandinu.Getty
Eru einhver mistök sem fólk gerir í samböndum sem að þið sjáið að eru algengari en önnur?

Neikvæður hugsunarháttur gagnvart maka. Þegar samskipti hafa gengið erfiðlega í einhvern tíma vill það oft gerast að par eða annar aðili í sambandinu fer að hugsa neikvætt um maka sinn.

Þá fer fólk að túlka hlutlausar athugasemdir eða atburði sem neikvæða sem það gerði ekki áður. Þá kemur upp vítahringur sem erfitt getur verið að brjóta upp. Á sama tíma fer ánægjulegum stundum að fækka og fólk dregur sig lengra frá hvort öðru og hættir að tala saman.

Fókl byrjar stundum að hugsa neikvætt í garð maka síns þegar erfiðleikar hafa verið í sambandinu.Getty
Hver er lykillinn að traustu sambandi? 



1. Takast á við erfiðar samræður með því að hlusta, sýna áhuga og vera tilbúinn til þess að vera ekki alltaf með svörin við öllu.

Það er í lagi að eitthvað sé erfitt og það þarf ekki að hafa lausnir við öllu.

2. Fíflast og hafa gaman saman. 

Ekki bara láta hlutina snúast um að „fyrirtækið“ eða fjölskyldan og heimilið gangi upp.

Passa upp á að gera eitthvað tvö saman þar sem parið getur einbeitt sér 100% að hvort öðru.

3. Sýna virðingu í samræðum þó þú skiljir ekki alltaf hinn aðilann. 

Vera forvitin um hvort annað, reyna að komast að því hvaðan erfiðar tilfinningar makans koma.

4. Sýna þakklæti og hrósa. 

Segja maka frá því þegar maður hugsar fallega til hans og það sem maður er ánægður með.

Ekki gleyma að hrósa makanum þínum.Getty

Tengdar fréttir

Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum

Þórdís Björg er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýverið flutti til Barcelona til að læra hönnun í Global Design. Nú nýtur þess að vera komin í sumarfrí og vera "single as fuck“ eins og hún orðar það sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×