Fleiri fréttir

Söfnun fyrir gróðurhúsi á Litla-Hraun rýkur í gang

„Ég er komin með tíu prósent af upphæðinni,“ segir Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, en eins og Vísir greindi frá í fyrradag gengst hún fyrir fjársöfnun til kaupa á gróðurhúsi handa föngum á Litla-Hrauni.

Dóttir Jamie Lynn á sinni fyrstu forsíðu

Tæpar þrjár vikur eru liðnar síðan hin sautján ára Jamie Lynn Spears ól frumburð sinn. Og því ekki seinna vænna að birta fyrstu myndirnar af grislingnum á forsíðu slúðurtímarits.

Æft fyrir Edinborgarhátíð

Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjáns­sonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum.

Klarínetta og orgel í hádeginu

Klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson, einn af þekktustu einleikurum landsins, kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 12.15 ásamt Douglas A. Brotchie, organista Háteigskirkju.

Drew á lausu

Leikkonan Drew Barrymore virðist ekki ætla að finna hina einu sönnu ást. Drew hefur nú tilkynnt að hún og kærasti hennar Justin Long séu skilin að skiptum eftir næstum árs samband.

Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur

Þó að Murta St. Calunga sé full lík fyrri plötum Benna Hemm Hemm þá er hún léttari og skemmtilegri heldur en síðasta plata. Góð lög og vel heppnuð smáatriði í útsetningum lyfta henni upp.

Kvikmynd verður ópera í endurvinnsluiðnaðinum

Nýverið bárust fréttir af því frá Frakklandi að þar hefði verið tekin til sýninga ópera sem byggir á hryllings­myndinni Flugunni. Þó svo að mörgum þyki eflaust merkilegt að umbreyta óumdeilanlegri lágmenningarafurð í hámenningu á þennan hátt eru fjöldamörg dæmi um slíkar breytingar.

Níu íslensk popplög á Húnavöku

„Þetta er þriðja árið í röð sem Húnavakan er haldin frá því að hún var endurvakin, en í ár ákváðum við að gera eitthvað extra og halda popplagakeppni í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að Blönduós fékk kaupstaðarréttindi," segir Einar Örn Jónsson framkvæmdastjóri Húnavökunnar og meðlimur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum.

Sting vill Doherty ekki sem tengdason

Söngvarinn Sting er ansi langt því frá hamingjusamur með nýjasta vin dóttur sinnar, vandræðagemlinginn Pete Doherty. The Daily Mail hefur eftir kunnugum að Sting hafi froðufellt af reiði þegar hann komst að því Doherty hefði gist í tjaldi hinnar sautján ára Coco Sumner á Glastonbury tónlistahátíðinni.

McConaughey og spúsa eignast dreng

Leikarinn Matthew McConaughey og kærasta hans til tveggja ára, Camilla Alves, eignuðust frumburð sinn á sjúkrahúsi í Los Angeles í gærkvöldi. People tímaritið hefur eftir talsmanni parsins að drengurinn, sem er fyrsta barn þeirra beggja, sé rúmar fjórtán merkur og heilsist vel.

Svala Björgvins: Hamingjusöm að vera á lífi

Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn.

Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða

Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.

Rekin eftir stórleik í BDSM-klámmynd

Ungverska lögreglukonan Livia Kovacs var rekinn úr lögregluliði Búdapest með skyndingu þegar hún blasti við vinnufélögum sínum á skjánum í svæsinni klámmynd.

Amy háð ljósabekknum

Söngkonan Amy Winehouse virðist hafa þróað með sér nýja fíkn. Gengdarlausa legu í sólarbekk á heimili sínu.

Drew Barrymore laus og liðug á ný

Samkvæmt tímaritinu US Weekly hefur leikkonan Drew Barrymore sagt skilið við leikarann Justin Long. Talsmaður Barrymore segir þau enn vera góða vini en þau hafa verið kærustupar síðan í ágúst 2007. Á meðal þekktustu mynda Barrymore í gegnum tíðina eru Charlie"s Angels og E.T.

Beck með afmælisplötu

Í dag, á 38 ára afmæli Becks, kemur út áttunda platan hans, Modern Guilt. Tvö ár eru síðan síðasta platan hans kom út. Á nýju plötunni nýtur Beck meðal annars liðsinnis tónlistarkonunnar Cat Power, sem spilaði á Innipúkanum fyrir þremur árum, og Dangermouse, sem hljóðvann plötuna.

Madonna vill Britney

Orðrómur um að Britney Spears muni troða upp á tónleikaferðalagi Madonnu gengur nú fjöllunum hærra. Madonna er sögð hafa boðið Britney að ganga til liðs við sig í von um að hjálpa henni, en Britney er nú að reyna að koma söngferli sínum aftur á skrið eftir undangengna erfiðleika.

Bergmann - Bergmann: Tvær stjörnur

Þó að mikil vinna og metnaður hafi farið í að gera þessa plötu þá veldur hún vonbrigðum - útsetningar eru ófrumlegar og lagasmíðarnar eru veikar.

Riðið á vaðið um helgina

Myndlistartvíeykið Sally og Mo, eða þær Þóra Gunnarsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir, opna sýningu í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35, á laugardag kl. 15.

Sam Shepard í mynd Balta

„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana.

Flauta á Þingvöllum

Tónleikaröðin Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju heldur áfram í kvöld, en í þetta skipti flytur Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari fjölbreytta dagskrá fyrir einleiksflautu. Hafdís er búsett í París um þessar mundir þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í flautuleik en kemur víða fram með flautuna sína hér á landi nú í sumar.

Umboðsmaður UMTBS í haldi

Það gengur allt annað en þrautalaust fyrir Ultra Mega Technóbandið Stefán (Umtbs) að koma út fyrstu plötunni sinni. Það hefur allt gengið á afturfótunum og síðasta áfallið reið yfir þegar umboðsmaður hljómsveitarinnar var settur í gæsluvarðhald.

Lægri tónlist hvetur til nánari kynna

"Að vera í sambandi við annað fólk er lífsnauðsyn," segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgarinnar. Um helgina var gerð sú tilraun á nokkrum skemmtistöðum miðbæjarins að lækka tónlistina - fólk gat því bæði dansað og talað saman.

Pamela Anderson dauðadukkin á afmælisdaginn - myndir

Um helgina í Las Vegas hélt Pamela Anderson upp á 41 árs afmælið sitt og sletti heldur betur úr klaufunum með sjónvarpsstjörnunni Criss Angel. Pamela var dauðadrukkin og hélt varla haus í lok afmælisveislunnar eins og sést á myndunum.

Tarantino vill klámstjörnu í næstu mynd

Quentin Tarantino vill ólmur fá klámstjörnuna Teru Patrick til að taka að sér hlutverk í næstu mynd hans, endurgerð cult-slagarans „Faster, Pussycat, Kill! Kill!“. Myndin, sem kom út árið 1966, fjallar um þrjár fatafellur sem leggja upp í ferð um eyðimörkina, sem verður meira en lítið blóðug.

Gefið Jolie frið, segir fæðingalæknirinn

Maddox, elsta barn Angelinu Jolie og Brad Pitt, sem Jolie ættleiddi frá Kambódíu og Pitt gekk í föðurstað, mætti í gær ásamt bróður leikkonunnar á sjúkrahúsið í Nice, Frakklandi.

Anita vekur eftirtekt

Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar. Þannig fór gagnrýnandi breska blaðsins Sunday Mirror í gær lofsamlegum orðum um þessa frumraun Anitu í Hollywood. Hann segir handrit myndarinnar litlaust, en það sem haldi henni uppi séu nýstárlegar tæknibrellur, og ákafi aðalleikarans Brendans Fraser. „Það besta er mögulega íslenska leikkonan Anita Briem, sem er sniðug, klár og afar aðlaðandi,“ skrifar gagnrýnandinn.

Jennifer Lopez kælir sig niður - myndir

Söngkonan hefur verið dugleg að æfa með einkaþjálfaranum sínum síðan tvíburarnir fæddust og er á góðri leið með að komast í líkamlega gott form eins og myndirnar sýna.

Pamela enn ekki við eina fjölina felld

Skötuhjúin Pamela Anderson og félagi hennar Tommy Lee hófu nýlega sambúð að nýju, en Perez Hilton greinir frá því að Tommy hafi verið fjarri góðu gamni þegar Pamela fagnaði afmælinu sínu í Las Vegas í gærkvöld.

Hitti hetjuna sína í Hollywood

Ágúst Bjarnason kvikmyndaleikari sem er vinna verkefni í Hollywood sá sjálfan Robbie Williams á dögunum. Þá var hann ásamt tveimur vinum sínum, Helga Má Erlingssyni og Jóni Hjálmarssyni, staddur á karokí kvöldi á Saddle Ranch í Hollywood.

Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna

Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki. Góður rómur hefur verið gerður að keppnishaldinu.

Með kúrekahatt og í þröngum gallabuxum á hestamóti

Egill „Gillzenegger“ Einarsson hljómborðsleikari Merzedes Club mun troða upp á Landsmóti hestamanna á Hellu í kvöld. Þar mun hann mæta í níðþröngum gallabuxum og með kúrekahatt og taka nokkra smelli.

Sjá næstu 50 fréttir