Lífið

Hefner kafnaði næstum á kynlífsleikfangi

Hefner gæti líklega ímyndað sér verri dauðdaga.
Hefner gæti líklega ímyndað sér verri dauðdaga.
Kynlíf er ekki hættulaus iðja. Meira að segja þó maður heiti Hugh Hefner, eigi sjö kærustur, og megi teljast með töluverða reynslu í bólfimi.

Í nýrri ævisögu Playboy-kóngsins er sagt frá alvarlegasta lífsháska sem hann hefur lent í á langri ævi. Hefner var árið 1977 í villtum leik með Playboy-fyrirsætunni Sondru Theodore þegar kynlífsleikfang festist í hálsi hans.

Hefner lá við köfnun, en til allrar lukku tókst leikfélaganum barmfagra að losa aðskotahlutinn úr hálsi hans. Þau héldu svo áfram áfram eins og ekkert hefði í skorist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.