Lífið

Rottweiler og Sprengjuhöllin saman á sveitaballi

Bergur Ebbi Benediktsson söngvari Sprengjuhallarinnar.
Bergur Ebbi Benediktsson söngvari Sprengjuhallarinnar.

Takið fram Tanqurai-flöskuna. Tjúnið bassakeiluna. Pússið buffalo-skóna. Fáið ykkur leyninúmer hjá Tal. Framundan er bullandi hlöðukelerí.

Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og XXX Rottweilerhundar eru orðnar þreyttar á því að leyfa dísel-fasteignasölum að sitja eina að sveitaballamarkaðnum. Til að bregðast við því hafa hjómsveitirnar ákveðið að slá upp tveimur alvöru sveitaböllum um næstu helgi. Fyrra ballið mun fara fram á föstudaginn á 800 Bar á Selfossi, eða "Gelfossi" eins og bærinn er kallaður í sveitaballalegu samhengi, en þeir síðari verða á Sjallanum á Akureyri degi síðar.

Meðlimir hljómsveitanna gera sér fulla grein fyrir að árás sem þessi inn á sveitaballamarkaðinn mun hafa miklar afleiðingar í för með sér. Erpur Eyvindarson Rottweiler-hundur hefur fengið morðhótanir inn um bréfalúguna skrifaðar á Re-Max bréfsefni og þá var Georg Kári í Sprengjuhöllinni, sem er að vísu sveitadurgur sjálfur, stunginn í rassinn með heykvísl þar sem hann lá í sólbaði í síðustu viku.

Vilja hljómsveitirnar nýta tækifærið og hvetja fyrrverandi sveitaballakónga til að láta af ofbeldinu. Þá mega þeir vita að eldi verður svarað með eldi og hafa hljómsveitirnar þegar leitað til Grímseyjarhrottans til að sjá um gæslu á tónleikunum á Akureyri.

Ballið á Selfossi fara fram föstudaginn 11. júlí á 800 Bar og hefst kl. 23. Á Akureyri fer ballið fram á Sjallanum laugardaginn 12. júlí og hefst kl. 23. Miðaverð á sitthvort ballið er 1500 krónur. 500 króna aukagjald fyrir þá sem mæta í dúnvesti.

ATH að þeir sem eru með gsm hjá TAL fá 50% afslátt inná bæði böllin.

Forsala á Akureyri er í Imperial Glerártorgi og Gallerí Ráðhústorgi frá og með miðvikudegi. Forsala á Selfossi er í Bar 800 á Selfossi frá og með fimmtudegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.