Lífið

Björk leikur í Dagvaktinni

Björk Guðmundsdóttir samþykkti að leika sjálfa sig enda þættirnir teknir upp á Hótel Bjarkalundi sem er sumarhótel í Berufirði og er staðurinn af mörgum talinn vera anddyrið að Vestfjörðum.
Björk Guðmundsdóttir samþykkti að leika sjálfa sig enda þættirnir teknir upp á Hótel Bjarkalundi sem er sumarhótel í Berufirði og er staðurinn af mörgum talinn vera anddyrið að Vestfjörðum.

Samkvæmt áræðanlegum heimildum mun söngkonan Björk Guðmundsdóttir leika sjálfa sig í áframhaldandi ævintýri Georgs Bjarnfreðarsonar og félaga í Dagvaktinni sem er framhald Næturvaktarinnar.

Framleiðendur Næturvaktarinnar sem sló eftirminnilega í gegn í fyrra fengu fjölda aukaleikara við tökur á nýju þáttaröðinni sem var tekin upp á Hótel Bjarkalundi. Þættirnir eru 11 talsins og hefjast sýningar í september á Stöð 2.

Hvorki náðist í Pálma Guðmundsson sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 né Ragnar Bragason leikstjóra.




























































Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.