Lífið

Hanni Bachmann: „Maður grét bara"

Evíta Rán í fanginu á foreldrum sínum en hún fæddist síðastliðið mánudagskvöld.
Evíta Rán í fanginu á foreldrum sínum en hún fæddist síðastliðið mánudagskvöld.

„Þetta er geggjað. Maður grét bara þegar hún kom í heiminn. Ég var með alla leið og það er yndislegt. Við liggjum bara og horfum á hana. Þetta er það besta sem kemur fyrir mann. Við erum búin að nefna hana. Hún heitir Evíta Rán," svarar Jóhann Bachmann trommari sem þekktur er fyrir að spila með hljómsveitinni Skítamórall þegar Vísir óskar honum til hamingju með nýfædda dóttur hans og Írisar Aðalsteinsdóttur.

„Við fórum á Skagann og áttum hana þar og vorum þar í 2 daga. Það voru allir svo góðir við okkur þar og ljósmóðirin sem tók á móti henni var alveg yndisleg."

„Ég tek fæðingarorlof í 2 vikur og fer síðan í sumarfrí í ágúst. Ég ætla bara að njóta þess að vera með þeim. Eldri stelpan mín sem er 10 ára er mikið hérna núna en hún er hjá mér alltaf aðra hvora helgi. Svo á Íris 5 ára strák. Þau eru bæði mjög ánægð með litlu systur sína."

„Það sem toppaði þetta allt saman var að Evíta fæddist á afmælisdag afa

míns sem ég er skírður í höfuðið á."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.